Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 37
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 45 Sviðsljós Priscilla Presley: Slungin 1 viðskiptum Priscilla Presley, sem verður flmm- tug á þessu ári, var gift Elvis Pres- ley. Hún er tengdamóðir Michaels Jacksons og hún var náinn vinur 0. J. Simpsons. Hún var ekki nema fjórtán ára þeg- ar hún fór á fund rokkkóngsins sál- uga þegar hann var i herþjónustu í Wiesbaden. Hann beið eftir henni í níu ár. Brúðkaupið var haldið í Las Vegas og níu mánuðum seinna fædd- ist dóttirin, Lisa Marie. Núna er PrisciUa slungin við- skiptakona sem hefur gert hið gamla heimili Elvis, Graceland, að millj- arðafyrirtæki. Hún hefur einnig framleitt eigin ilmvötn og eigin fata- línu sem selja á í gegnum sjónvarp. Priscilla lítur ekki á sig sem leik- konu, þó svo að hún hafi stundum fengist við leiklist. Hún birtist fyrst sem ástkona Bobby Ewings í Dallas- þáttunum. Svo komu hinar vinsælu Naked Gun myndir og það var við tökur á þeim sem hún kynntist O. J. Simpson. Hann var mótleikari hennar og þau umgengust talsvert. Barnabörn Priscillu eru orðin tvö og þau eru augasteinarnir hennar. Sagt er að þeim þyki svo vænt um ömmu sína að þau geti ekki hugsað sér að flytja til búgarðs stjúpfoður síns, Michaels Jacksons. Priscilla var víst ekki yfir sig hrifrn af makavali dóttur sinnar en segir að aðalatriðið sé að Lisa Marie sé hamingjusöm. Sjálf hefur Priscilla kynnst mönn- um sem höfðu meiri áhuga á nafni hennar en henni sjálfri. Hún varð ekki reglulega hamingjusöm fyrr en hún hitti rithöfundinn og kvik- myndaframleiðandann Marco Gari- baldi sem er ellefu árum yngri en hún. „Marco liflr sínu eigin lífi og hefur engan áhuga á fortíð minni,“ segir Priscilla. Þau eiga átta ára gamlan son og að sögn Priscillu er það hann sem heldur henni ungri. Framkvæmdastjóri óskast fyrir heilbrigðiseftirlit Austurlandssvæðis Starfið felur í sér, auk framkvæmdastjórnar fyrir Austur- landskjördæmi, heilbrigðiseftirlit á starfssvæði heilbrigðis- nefnda Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fljóts- dalshéraðs og Borgarfjarðar eystri. Menntunarkröfur: Umsækjandi þarf að hafa réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi hér á landi. Starfið er laust frá 1. sept. nk. Gert er ráð fyrir aðstöðu og búsetu á Reyðarfirði. Umsóknir berist til sveitarstjóra Reyðarfjarðar, Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður, I síðasta lagi 10. júlí 1995. Upplýsingar veita: Isak J. Ólafsson, sveitarstjóri Reyðar- fjarðar, í síma 474-1245, Helga Hreinsdóttir, settur frkvstj., í síma 414-1235 og Stefán Þórarinsson, héraðslæknir á Egilsstöðum, s. 471-1400. Fæstum dettur í hug að Priscilla Presley sé að verða fimmtug. Subaru Inpreza Sportbíll til sölu, einn sá kraftmesti á landinu. Subaru Inpreza 4x4, sigurvegari í Monte Carlo, 211 hö., 4 cyl., álfelgur, sumar- og vetrardekk, intercool- er, geislaspilari o.fl. o.fl. BILA HUSIÐ ______ í l_ A S , Sævarhöiaa 2 »28 8020 j húsi Ingvars Helgasonar Eiginmaður Priscillu, Marco Gari- baldi, er ellefu árum yngri en hún. Priscilla var ekki ýkja hrifin þegar dóttir hennar giftist Michael Jack- son. Fékk nýtt meyj arhaft Fatima, sem er 24 ára og múslími, hélt að hún myndi aldrei eignast mann og börn vegna ástarævintýris á æskuárunum. Nú hefur hún fengið nýtt meyjarhaft hjá lækni í Kaup- mannahöfn og getur því gifst mann- inum sem foreldrar hennar hafa val- ið handa henni. Hún er ástfangin af þessum manni og er því alsæl. Hún óttast ekki lengur brúðkaupsnóttina og skömmina sem hefði fylgt í kjöl- farið hefði ekki komið blóð í lakið. í viðtali við Norsk Ukeblad greinir Fatima frá því að sá siður tíökist enn víða hjá múslímum aö morguninn eftir brúðkaupsnóttina komi íjöl- skylda brúðgumans í heimsókn til að athuga hvort ekki sé blóð í lakinu. Ef lakið er hvítt er hjónabandið leyst upp og brúðurin send til síns heima. Niðurlægingin er mikil og brúðurin getur verið í lífshættu því hætta er á að faðir hennar eða aörir íjölskyldu- meðlimir ráði henni bana. Fatima þóttist viss um að faðir hennar myndi bana henni þar sem hann hefði oft beitt hana ofbeldi. Hún sá auglýsingu í blaði um að hægt væri að fá nýtt meyjarhaft. Aðgerðin er leyndarmál sem hún mun aldrei segja fjölskyldu sinni eða tilvonandi eiginmanni frá. Norsk Ukeblad hefur það eftir lækninum Jorn Ege að sú aðgerð sem Fatima gekkst undir sé orðin allal- geng á Vesturlöndum. Að sögn lækn- isins koma stúlkurnar frá ýmsum löndum þar sem trúarbrögðin og hefðin krefjast þess að þær séu hrein- ar meyjar þegar brúðkaupsnóttin rennur upp. Nokkrar stúlknanna hafa misst meyjarhaftið vegna íþróttaiðkana en aðrar vegna sjúk- dóms eða rannsókna hjá kvensjúk- dómalækni. Trúarbrögðin og hefðin viöurkenna ekki slíkar skýringar. Áttu i basli með bt(inn) hjá AUSTURVEGI 69 SELFOSSI SIMI 482-2000 leusum ttii eandmn 0 Verslun ...alit i biíinn Smurstöd M Hjólbaröaverkstæöi M Viðgerðarverkstæði Fljót oq ömqq þjómtsta AUSTURVEGI69 SELFOSSt SIMI 482-2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.