Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 15 Þessa dagana streyma íslenskir námsmenn heim á gamla Frón meö budduverk og heimþrá. Eftir langa fjarveru frá vinum og ættingjum er heimþráin óneitanlega farin aö segja til sín. í hugum námsmanna síðustu daga skólaársins er lítið rúm fyrir aörar hugsanir en kær- komna rigningu og rok, Opal, lambasteik, fisk og SS-pylsur, jafn- vel þó ekkert af þessu hafi verið í uppáhaldi áöur en útlegðin hófst. íslendingar alls staðar íslenska námsmenn er að finna í nánast öllum heimshornum en flestir eru þeir í Bandaríkjunum, tæplega 700 talsins, þrátt fyrir til- raunir Lánasjóðs íslenskra náms- manna til að stemma stigu við þessu útstáelsi íslenskra náms- manna. Á sama tíma og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor hvetur til eflingar verknáms sökum versn- andi atvinnuástands hjá ungu fólki gera reglur Lánasjóðsins nú ráð fyrir því að námsmenn fái ekki lán fyrir skólagjöldum fyrr en til meist- araprófs og afmarkar það óneitan- lega þann hóp sem hefur tækifæri til að leita sér menntunar á öðrum sviðum en Háskóli íslands og aörar íslenskar menntastofnanir bjóða upp á. Enn finnast þó um það bil 2000 námsmenn sem lagst hafa í víking á erlendri grund og nema þar af hjartans lyst hin ýmsu fræöi sem án efa eiga eftir að auka víð- sýni okkar og nýsköpun í framtíð- inni. skóla- og heilsugæslugjöld og búið í hættulegasta ríki Bandaríkjanna. Það er gott að koma heim. Hreint loftið streymir ofan í lungun. Það er þriggja stiga hiti. En það er gott að vera komin aftur heim. Fegnastir heimkomu náms- manna eru væntanlega úttaugaðir ættingjar sem af góðmennsku sinni álpuðust til að taka að sér umsýslu pappíra vegna námslána. Auk þeirra anda nokkur hundruð tryggir starfsmenn námsmanna- þjónustu banka og sparisjóða létt- ar. Þó námslánin greiðist vart upp fyrr en um það leyti sem við tékk- um okkur inn á Grund þá erum við að minnsta kosti komið til landsins til að greiða inn á svimandi háa yfirdrættina í bankanum. Já, það hringlar hátt í sparigrísnum en það er gott að vera komin heim. Fimm þúsund króna seðlar með vængi Adam var ekki lengi í paradís. Eftir langa dvöl erlendis var blám- inn af gamla landinu orðinn helst til mikill. Aðlögunin hefst á nýjan leik, í þetta sinn að íslenskum að- stæðum. Fyrstu vikurnar er ánægj- an yfir aö vera komin heim svo mikil að ekkert annað kemst að. Pylsur og lambasteik í hvert mál og úlpan og vettlingarnir dregin upp úr kössum. En svo fer að versna í því. Erfinginn, sem aldrei hafði komið til íslands, skilur ekk- ert í allri þessari múnderingu og vill helst hlaupa um nær berrass- aður úti í garði í fimm stiga hita. Á flmm þúsund króna seðlana hafa vaxið vængir og fljúga þeir hraöar Heima er best Á vit ókunnra slóða Það er hins vegar ekki tóm sæla að yfirgefa landiö og halda á vit ævintýranna. Eins og margir kann- ast ég vel við fiðringinn sem fer um kroppinn við tilhugsunina að eyða næstu árum í sólinni á Flórída, en þar hefur fjöldi íslendinga stundað nám undanfarin ár. Fræðingar vestanhafs hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkum bú- ferlaflutningum og aðlögun að nýju umhverfi fylgi bæði óöryggi og til- fmningaumrót. Viöbrigðin eru mest þegar um mjög ólík lönd er að ræða en það sem kemur einna mest á óvart er hversu mikil við- brigðin í raun eru þó löndin séu svipuð að mörgu leyti. Ástæðan er líklega sú að þegar flust er á milli mjög ólíkra menningarheima væntir fólk mikilla breytinga og er betur undir þær búið. Þegar löndin og menningin eru talin svipuð hei- malandinu vanmetur fólk gjarnan breytingarnar og þvi koma þær fólki oft í opna skjöldu. Það eru ekki stóru hlutimir sem skipta þar mestu máli heldur þessir daglegu hlutir sem við teljum sjálfsagða. Einfaldir hlutir, eins og að kaupa smjör og ost, geta orðið hreinasta ráðgáta. Skoppandi tómatar Talið er að aðlögunin að nýjum heimkynnum taki um það bil fjóra mánuði. Fyrstu vikurnar í Flórída vorum við upprifin af öllu því nýja sem fyrir augu bar og hentumst lafmóð á milli kontóra og stofnana til að hafa alla pappíra í lagi. Papp- írsflóðið virtist þó engan enda ætla að taka. Fljótlega rákum við okkur á það að menntaskólaenskan hljómaði vægast sagt einkennilega í eyrum innfæddra en héldum þó kímnigáfunni og stukkum út í sól- skinið sem enn var allra meina bót. Eftir þriggja mánaða dvöl var heldur farið að síga á ógæfuhliðina þar sem við vorum farin að taka upp á því að pirrast yfir öllu því sem ekki var nákvæmlega eins og á gamla landinu. Látum vera að brauðið var nákvæmlega eins í skápnum eftir hálfan mánuð og að tómatarnir skoppuðu eins og boltar eftir þriggja vikna vist í ísskápnum vegna genabreytinga í ræktun. En það fór nú heldur betur að fara um landann þegar óprúttnir snákar höfðu gert sig heimakomna og skriðu eftir stofugólfmu hjá ná- grannanum. Reikningar vegna 21 þúsund króna skrámu á fingri bár- ust frá slysavarðstofunni og LaugardagspistiH Svafa Grönfeldt Flórída hlaut þann vafasama heið- ur að vera taliö hættulegasta ríki Bandaríkjanna. 30 stiga hiti og sól í nóvember var ekki lengur allra meina bót heldur var okkur orðiö óþolandi heitt. Sandurinn, sem okkur hafði áður dreymt um, var tekinn upp á því að smjúga alls staöar og í þokkabót höfðum við af sárri reynslu kynnst fleiri skordýrum en nokkurn hefði getað órað fyrir. Framburður- inn fýkur Eftir nokkra mánuði í útlandinu tókum við að temja okkur siði inn- fæddra svo mjög að jafnvel ylhýri, íslenski framburðurinn fór að víkja ögn og vandræðunum í viðskiptum okkar og Ameríkana tók að linna. Við Flórídabúamir vorum orðnir brúnir á öllum hugsanlegum og óhugsanlegum stöðum. Námslánin dugðu fyrir hamborgara og húsa- leigu og heilabúið stóð orðið á blístri af allri þeirri nýju þekkingu sem var tekin að safnast fyrir. í hönd fór tímabil þar sem hlutimir fóm að ganga sinn vanagang og það torkennilega varð hið venjulega. Hringlandi sparigrís Eftir nokkurra ára dvöl að námi loknu liggur leiðin heim að nýju. Eftirvæntingin er mikil, enda höf- um við ekki orðið fyrir barðinu á almennilegu roki og rigningu í langan tíma, greitt svimandi há úr rassvasanum en nokkurn minnti. í þokkabót er þjóðin nær öll í verkfalli. En fjögurra stiga meðalhiti á ári, fjárlagahalb, lág laun, háir skattar og verkfoll ná ekki að skyggja á ánægjuna yfir að vera komin heim. Dýrmætasti lærdómurinn íslenskum námsmönnum erlend- is hefur því miður fækkað um þús- und manns á nokkrum árum vegna breytinga á námslánum. Árið 1987 vora rúmlega 2800 íslendingar við nám víðs vegar um heiminn en 1848 á síðasta ári. Dýrmætasti lærdómur íslenskra námsmanna erlendis er ekki endi- lega þekking á öðrum menningar- heimum né fræðin sjálf, sem mörg era ekki kennd við íslenskar menntastofnanir, heldur eflir fjar- lægðin fyrst og fremst þekkingu okkar og skilning á kostum og göll- um okkar eigin samfélags. Sú menntun sem við öflum okkur er síðan tæki til að efla kosti þjóðfé- lagsins sem við búum í og leita lausna á vandamálum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.