Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 43 Hún byrjaði ung að fá svæsin köst öðrum megin i höfðinu. Kona með migrenkast Meðan N ökkvi læknir var og hét og stundaði alvörulækningar fór hann stundum í vitjun til sjúklinga sinna. Einhveiju sinni hringdi kona sem sagðist heita Jórunn K. „Þú verður að koma til mín. Ég er að drepast úr höfuðverk!" Nökkvi reyndi að fá konuna til að koma til sín á stpfu en hún var ófáanleg til þess. „Ég get mig barasta ekki hreyft!" Jórunn bjó í áður óþekktu úthverfi bæjarins í einbýlishúsi upp á 350 fermetra enda áttu þau þjónin eitt barn svo að ekki veitti af þessu húsrými. Á hlaðinu stóðu svartur Wagoneer og rauður Golf og horfðust ástfangnir í augu. Nökkvi knúöi dyra. Eiginmaður Jórunnar, riðvaxinn og hvapholda, opnaði og bauð honum inn. „Hún liggur inni í stofu,“ sagði hann af- sakandi og klóraði sér á maganum. Á veggjum héngu myndir af grát- andi dreng og sígaunastúlku sem vöktu yfirþyrmandi sektarkennd hjá Nökkva. í anddyri var eftirlík- ing af gömlu símatæki með gervi- marmaraáferð og sprunginn speg- ill. GóTottenham gó, gó! Stofan var stór, björt og gardínu- laus. Sjónvarpið var á fullu og sýndi leik milli Tottenham og Liv- erpúl. Jórunn lá alklædd uppi í karrígulum sófa, litlum hluta af mun stærra sófasetti, með plussá- klæði, kögri og brúnni grind. Á veggjum var dagatal frá-Eimskip, einkennilegt málverk frá Vest- mannaeyjum og stækkuð ljósmynd afslefandibarni. „Góðan daginn," sagði Nökkvi. „Já, komdu sæll,“ sagði Jórunn og starðiinn í tækið. „Svo að þú ert með höfuðverk," sagði Nökkvi. „Nei, hann er eigin- lega búinn," sagði Jórunn, teygði sig í poppskál með annarri hend- inni, tók kók með hinni, drakk, át og beindi síðan sjónum að leiknum á nýjan leik. „Ég var að vona að þú kæmir ekki fyrr en leikurinn væri búinn,“ sagði hún afsakandi, „þá heföi maður allavega verið í rúminu." Nökkvi settist hjá henni í sófann. „Hvað er að?“ Hún hélt áfram að fylgjast með leiknum. „Ég er með mígren," sagði hún. „Hef- urðu haft migren lengi?" sagði Nökkvi. “Já, það held ég,“ sagði Jórunn og horfði sem fastast á sjón- varpið enda var Tottenham búið að fá víti. „Er migren í ættinni?" sagði Nökkvi en fékk engin svör enda æptu um 60000 áhorfendur í einu út úr Bang og Olufsen hátölur- unum. Jórunn og maður hennar klöppuðu saman lófunum og sögöu, „Djöfull var þetta flott, rnaður." Nökkvi slökkti þá á tækinu snúð- ugurásvip. Dæmigert mígren Jórunn lýsti dæmigerðu migreni. Hún byrjaði ung að fá svæsin köst öðrum megin í höfðinu. Þau voru mjög erfið og fylgdu æðaslætti. Á laáknavaktmni Henni var flökurt, ældi og þoldi illa sterkt ljós. Móðir hennar og eldri systir voru líka með migren. Hún hafði að mestu verið laus við mi- gren þegar hún var á pillunni eða var með barni. Hún fann fyrir fyr- irboðaeinkennum, dofa í útlimum, sleni og slappleika. Hættast var henni við einkennum í mikilli streitu. Ástandið í vitjuninni hafði ekki verið dæmigert enda var hún búin að taka eina Cafergot stikk- pillu. „En afhverju voruð þið að hringja í lækni?" sagði Nökkvi. En það var ýmislegt annað sem þurfti að gæta að. Drengurinn var með útbrot, eiginmaöurinn með gylhn- æð og báðir þurftu resept. Lyfjameðferð við migreni Nökkvi setti sig í stellingar og sagði Jórunni frá lyfjameðferð við migreni. „Sjúkdómurinnstafaraf samdrætti og útvíkkun í æðum höfuðsins. Hann er algengur og munu um 10-30% fólks fá kast ein- hvern tíma. Það eru til ýmiss konar lyf við þessu. Þegar sjúklingurinn er kominn með verk verður oft að gefa venjuleg verkjalyf (Codei- magnyl, Parkodein, Panodil, Naproxen.) Hin svokölluðu ergot- amin-lyf (Anervan, Cafergot) eru stundum gefin þegar verkur er að byrja til að fyrirbyggja kast. Nýrra lyf er Sumatriptan (Imigran) sem er mjög dýrt (hver tafla kostar 1750 kr.) en géfur góða raun þegar önn- ur lyf duga ekki. Ef köstin koma oft er stundum reynd fyrirbyggj- andi meðferð (Inderal, Sandomigr- il, Catapresan, Amilin o.fl.) „Þetta verðum við allt að athuga eftir helgina á stofunni minni og velja réttasta lyfið," sagði Nökkvi föður- lega. Gyllinæð og útbrot Hún brosti og sagði: „Ókei. Ég kem. Ætlarðu svo að skrifa upp á eitthvað við gyllinæð eða gyllnæði og kíkja á útbrotin á stráknum?" Hún leit á klukku og svartan sjón- varpsskerminn; það vottaði fyrir örvinglan í svipnum. Nökkvi and- varpaði og skrifaði umbeðin res- ept, Scheriproct við gylhnæðinni, og Locoid-krem á útbrotin og hélt til dyra. Þau kveiktu umsvifalaust á sjónvarpinu og hann heyrði þul- inn sagði að leiknum væri að ljúka, „bara 5 mínútur eftir". „Sjitt," sagði Jórunn, „gat maðurinn ekki komið á öðrum tíma. Hann er bú- inn að eyðileggja fyrir okkur leik- inn.“ Nökkvi stundi þungan, gekk út á hlað og ók af stað. Bílar hjón- anna horfðu fyrirlitningaraugum á eftir Lancernum hans. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, mánu- daginn 3. júlí 1995 kl. 13.00. HY-165 ET-844 EV-332 GI-895 GU-643 HD-397 HE-840 HÖ-670 II-769 IJ-654 IK-669 KD-621 NI-360 Einnig verða þá boðnar upp eftirtaldar dráttarvélar: ZA-973 ZN-188 Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Borgarnesi 23. júní 1995 Porsche 911 turbo Porsche 911 turbo intercooler 3,3 1980, leöurinn- rétting, sóllúga, rafmagn írúöum, liturfjólublár. Bíll í sérflokki. Uppl. á Litlu bílasölunni, sími 552-770 og heimasíma 557-6061 eða 896-1663. HafnarQörður Setberg, miðhverfi Breyting á deiliskipulagi í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi og skipu- lags- og byggingarskilmálum fyrir miðhverfi Setbergshverfis í Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 13. júní sl. Breytt er staðsetningu og stærð verslunar- og þjónustubygg- ingar og hún flutt sunnar og austar á svæðið, lóðarmörk víkja fyrir stærra og endurhönnuðu götustæði Hlíðarbergs. Enn fremur er gert ráð fyrir að á svæði frá lóð verslunar- og þjónustubyggingar að læknum verði lagður gangstígur næst Hlíðarbergi en skipulagi að öðru leyti frestað. Tillagan ásamt skilmálum liggur frammi í afgreiðslu bæjar- verkfræðings að Strandgötu 6, Hafnarfírði, frá 23. júní.til 21. júlí 1995. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjar- stjórans í Hafnarfirði fyrir 4. ágúst 1995. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Hafnarfirði 22. júní 1995. Skipulagsstjóri Hafnarijarðar. UPPBOÐ Eftirtaldar bifrelðir verða boðnar upp að Dalvegi 7 (áhaldahúsi Kópavogs- kaupstaðar) laugardaginn 1. júlí 1995 kl. 13.30: AD-693 BF-Wa BG-458 BY-726 DR-568 ER-744, EÖ-712 FE-386 FI-443 FY-041 FÖ-821 G-6501, GH-907 G1-081 GL-861 GL-953 GS-910 GZ-593, GÞ-182 GÞ-579 GÖ-928 HA-511 HD-389 HD-750, HD-928 HE-153 HF-977 HG-358 HH-130 HH-194, HJ-853 HJ-894 HK-075 HL-591 HM-279 HN-707 HO-478 HÖ-509 HO-957 HP-065 HP-299 HR-411 HS-202 HS-304 HT-161 HU-479 HV-256 HV-480, HY-289 HY-887 HZ-086 HÖ-799 IA-932 IB-121, IC-693 ID-584 ID-959 IH-126 IH-742 IK-009, IM-352 IO-657 IP-175 IP-825 IR-015 IR-738, IÖ-888 JA-714 JH-668 JJ-945 JK-076 JL-860 JM-430 JM-446 JM-943 JO-993 JP-771 JP-879 JR-740 JS-655 JT-217 JT-385 JV-108 JX-961 JÖ-633 KD-139 KD-517 KD-871 KE-621 KE-629, KF-175 KF-339 KK-116 KT-004 KV-016 LA-228, LE-346 LE-555 LF-956 U-373 LT-914 MA-883, , MB-282 MC-210 MR-327 MS-596 MU-891 , MY-471 NH-391 NT-597 OA-115 OP-888 PT-074, RH-142 RK-270 RP-321 RT-470 RX-858 RY-540 SB-059 SJ-818 SN-923 SV-742 TG-345 VR-307 XL-696 Y-26 YB-714 ZE-383 ZP-454 Jafnframt verða væntanlega seldir eftirgreindir lausafjármunir: prentari, saumavélar, loftpressa, gufupressa, borð, peningakassi, Hyundai netkerfi, skipið Freyr KÓ-1711, vinnuskúr, Hagglund, 1/2 snjóbill, Hamac pökkunarvél, grillhellur, áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, eldavél, kæliskáp- ar, pitsaofnar, frystikista, frystiskápur, Fiat-Alis hjólaskófla, Pólaris beltabif- hjól, skrifborð, Caterpillar veghefill, Xerox Ijósritunarvél, Linotype Mergent- haler tölvusetningarvél, einlita prentvél, Yamaha DX-711 rafmagnspíanó, Combi camp tjaldvagn, bensínrafstöð, innréttingar og sölufrystir. Eftirtalið lausafé verður boðið upp að Auðbrekku 13, Kópavogi, laugardag- inn 1. júlí 1995, kl. 15.00: Söluskálinn Auðbrekku 13, ásamt öllum áhöldum, tækjum og innréttingum. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjald- kera. SÝSLUMAÐURINN I KÖPAV0GI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.