Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 25 Varnargarðurinn farinn að taka á sig mynd. Grjótburður að næturlagi í Málmey - siglt með Málmeyjarjarlinum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Málmey er stærst eyja í Skagafirði og sú eina sem verið hefur í byggð ef undan er skilin dvöl útlagans Grettis sterka og Illuga bróður hans í Drangey. Málmey hefur lengi staðið í skugga Drangeyjar sökum sögu- frægðar þeirrar eyju. Nú er meining- in að koma Málmey inn á landakort ferðamannsins og stefnt er að fjölgun ferða þangað út í sumar. í þeim tilgangi hefur verið ráðist í að bæta lendinguna í eynni en hún hefur ætíð verið til trafala. Dýpið er lítið við eyna og fjaran talsvert grýtt. Lendingarbæturnar fólust í því að laga rennu í fjörunni að austanverðu þar sem uppgangan er með því að bera stórgrýtið úr fjörunni og hlaða því í varnargarð. Sæta varð lagi milli flóðs og fjöru við að framkvæma þetta verk. Búnir undir grettistök Það var vaskt lið íþróttafólks úr Ungmennafélaginu Neista á Hofsósi sem tók þetta verkefni að sér og fór 14 manna flokkur út í eyna á dögun- um. Neistamenn vissu svo sem lítið út í hvað þeir voru að fara því ekki lá fyrir fullnægjandi vitneskja um stærö grjótsins í fjörunni. Það var því eins gott að vera undir það búinn að lyfta hverju grettistakinu á fætur öðru og útbúin höfðu verið burðar- net á stöngum þar sem komust allt að sex menn að við burðinn. Það var þungbúið loft þegar lagt var af stað frá Hofsósi og aðeins grillti í Þórðarhöfða sem dökka þúst þótt einungis væri siglt um 100 metra frá honum. Komið var út í eyju rétt fyrir miðnættið og þar sem lítið var farið að fjara út var eytt drjúgum tíma í það til að byrja með að laga uppgönguna. Síðasta stórgrýtið var hreinsað úr fjörunni rétt fyrir stór- straumsfjöru um sexleytið. Frumskógur Málmeyjarjarlsins Páll Magnússon „Málmeyjarjarl", sem ásamt Jóhannesi Sigmundssyni hyggst standa fyrir Málmeyjarferð- um í sumar, segir eyjuna hafa upp á mikið að bjóða. „Það er ákaflega frið- sælt hérna og fallegt. Þetta er eins og frumskógur hérna uppi þegar hvönnin er komin í fullan skrúða og fuglalíf er hér mikið,“ sagði Páll. Síðast var búið í Málmey 1950 en eyjan fór í eyði eftir að íbúðarhúsið brann til kaldra kola á Þorláksmessu það ár. Enn sjást rústir húsa og menj- ar sem sýna að skammt er liðið frá búsetu manna í eynni. Stórir og mikl- ir staurar í varpanum gefa vísbend- ingu um að vindurinn hafi verið nýttur til raforku í eynni á þessari öld. Eggsléttur gangstígur liggur heim að húsum og graslendi er mikið í eynni. Greinilegt er að þar hefur ver- ið sléttað mikið land til slægju og eyjan verið búsældarleg á sínum tíma. Heimildir eru um að eitt sinn hafi fimm fjölskyldur búið í Málmey og kannski verið þar fleiri þegar mest var. Hjátrú og hindurvitni Margar þjóðsögur tengjast Málmey og hjátrú og hindurvitni voru þar ríkjandi fram eftir öldum. Til dæmis fylgdu þáu álög eynni að ef þangað kæmi hestur mundi húsfreyjan missa vitið. Þá máttu sömu ábúendur ekki búa í Málmey í meira en 20 ár, þá var von voveiflegra atburða. Þessi bönn voru ekki rofm fyrr en komið var fram á þessa öld og kom ekki að sök. Sérkennilegur atburður gerðist í Málmey í lok 19. aldar. Sveinn vinnu- maður Baldvins. Baldvinssonar bónda var að smala fé í kafaldsbyl á norðaustan. Snjóhengjur höfðu myndast á klettabrúnum á eyjunni og það var fram af einni slíkri sem Sveinn hrasaði er hann reyndi að komast fyrir féð. Fall Sveins var 40 metrar og þótti furðulegt að hann skyldi einungis hljóta lærbrot af er hann rak sig í klettasnös í niðurleið- inni. Talið er að það hafl orðið Sveini til lífs að frosinn skinnjakki, sem hann var í, þandist móti loftstreym- inu og virkaði sem fallhlíf. Handleggir þeirra Páls Brynjarssonar og Halldórs Kjartanssonar teknir að þreytast at burðinum. DV-myndir Þórhallur Sviðsljós Tvær myndir væntan- legar með James Woods Aðdáendur leikarans James Woods þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hann sitji auðum höndum. Hann hefur nýlokið við leik í mynd sem að mestu fer fram í réttarsal og byggð er á sönnum atburðum. Woods leikur verjanda 7 kennara sem ákærðir voru fyrir kynferðis- lega misnotkun á börnum í skólan- um þar sem þeir kenndu. Máliö kom á sínum tíma tvisvar fyrir dómstólana. Myndin heitir „The McMartin Trial“. Næsta mynd sem hann leikur í er „Casino", sem enginn ófrægari en Martin Scorsese mun leikstýra. Mótleikari Woods í þeirri mynd er honum ekki að öllu ókunnugur. Það er Sharon Stone en hún lék einmitt með honum í „The Special- ist“. „Ég er með stórskemmtilegt hlutverk í þeirri mynd sem mellu- dólgurinn hennar Sharon Stone,“ segir Woods. „Það er gaman að leika fyrrum elskhuga hennar í tveimur myndum í röð. Hún getur á engan hátt losnað við mig úr þessu hlutverki." James Woods er vanur að leika fyrrum elskhuga Sharon Stone. ú teto í fótspor bróður C odfoels? TAKTU ÞÁTT í spennandi leik BÓKANNA og SJÓNVARPSINS Þú getur unnið þér inn helgarferð með heimsókn í Shrewsburyklaustur, heimaslóðir spæjaramunksins vinsæla sem er frægur af bókunum og líka úr sjónvarpi. Það eina sem þú þarft að gera er að leysa eina eða fleiri af fjórum gátum um Bróður Cadfael svörin við gátunum finnur þú í bókunum um Cadfael. Ef þú leysir allar fjórar gáturnar fjórfaldar þú vinningsmöguleika þfna. Gáturnar birtast ein í einu í HELGARBLAÐI DV. I.júlí-gáta 8. júlí-gáta 15. júlí-gáta 22. júlí-gáta Líki ofaukið Bláhjálmur Líkþrái maðurinn Athvarf öreigans Glæsileg utanlandsferð í boði Dregið verður úr réttum lausnum og hlýtur einn heppinn sigurvegari glæsilega helgarferð fyrir tvo til Shrewsbury með heimsókn í klaustrið. iij ýLf i Flogið verður 25. ógúst með Air Emerald j flfvM*] til Luton á Englandi - möguleiki er að fram- j C£.R lengja dvölina í Englandi eða á Irlandi. AUKAVERÐLAUN! Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir úr pottinum og hljóta þeir tíu Urvalsbækur að eigin vali, að heildarverðmæti 8.950 kr. hver pakki. - Skilafrestur ertil 9. ágúst. Þú sendir lausnirnar til Úrvalsbóka] - merkt Bróðir Cadfael - Þverholti 11 - 105 Reykjavík. Bækurnar um bróður Cadfael fást á næsta sölustað og kosta aðeins 895 kr. og enn þá minna á sérstöku tilboði í bókaverslunum. mMÆÍlnémpmu w. EMERALD AIR lengra tyrtr Isagra verö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.