Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 7
— * LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 x>v Fréttir Umhverfisráð- herra Slóvakíu í opinberri heimsókn Umhverfisráðherra Slóvakíu, Józ- ef Zlocha, kom til landsins í gær í opinbera heimsókn í boði Guðmund- ar Bjarnasonar umhverfisráðherra. Þá ræddu ráðherrarnir saman um alþjóðlega samvinnu á sviöi um- hverfismála og hugsanlegt samstarf við virkjun jarðhita í Slóvakíu. Einnig fór slóvakíski utanríkisráð- herrann í heimsókn í Landmælingar íslands og Sorpu. í dag skoðar Zlocha Nesjavallavirkjun, gróðurhús í Hveragerði og iðnfyrirtæki á Sel- fossi. Á sunnudag heimsækir hann virkjunina við Svartsengi. Slóvakar fá um helming orku sinn- ar frá kjarnorkuverum og loftmeng- un í Slóvakíu er með því mesta í Evrópu. Slóvakar sjá þvi nýtingu jarðhita sem lið í því að draga úr mengun. Fulltrúar íslenskra fyrir- tækja hafa heimsótt Slóvakíu og eiga hugsanlega möguleika á að ná samn- ingum þar um sölu á íslenskri þekk- ingu og búnaði til virkjunar jarðhita. -GJ Landrisvið Heklu - varað við ferðum Jón Benediktsson, DV, Suöurlandi: Skúli Lýðsson, bóndi á Keldum á Rangárvöllum, sagði að jarðfræðing- ar hefðu komið að Keldum á mið- vikudag til aö mæla rennsli úr upp- sprettum við bæinn. Hann sagði að þeir hefðu sagt sér að áberandi minnkað rennsh væri úr lindum umhverfis Heklu. Væri það af völd- um landriss sem mældist nú um 2 sentímetrar á ári. Þegar land rís lækkar grunnvatnið. Komið hefur verið fyrir á nokkrum stööum, t.d. á Flúðum og viö Þjórsá, mælum sem mæla streymi gasteg- unda úr iðrum jarðar. Mælarnir senda stöðugt upplýsingar til Reykja- víkur. Varaö hefur verið við ferðum á Heklu í útvarpi. Hjúkrunarfræð- ingar á ráðstef nu „Ráðstefnan var samstarfsverkefni íjögurra háskóla í Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi, Skotlandi og íslandi um að skapa betri tengsl á milli hjúkrunarfræðinga í mismunandi löndum," segir Þofgerður Ragnars- dóttir, fréttafulltrúi Alþjóðlegu hjúkrunarráðstefnunnar, um hana. „250 útlendir gestir og fyrirlesarar komu til íslands vegna ráðstefnunn- ar frá mörgum löndum, Norðurlönd- unum og allri Evrópu, Ástralíu, Bólivíu, Suður-Afríku og fleiri. Við leggjum okkar af mörkum til að auka ferðamannastrauminn." Ráðstefnan byrjaði á miðvikudag en lauk í gær. Haldinn var mikill fjöldi fyrirlestra, m.a. um kæfisvefn, bijóstakrabbamein, endurhæfingu vegna heilablóðfalls, daglegt líf á hjúkrunarheimilum aldraðra og þvagleka kvenna. -G J Akranes: Atvinnuleysi minnaenífyrra Daníel Ólafeson, DV, Akianesi: Alls voru 145 einstaklingar á Akra- nesi atvinnulausir í mai, 69 karlar og 76 konur, og jafngildir það 5,85%. Á sama tíma á síðasta ári voru 223 á atvinnuleysisskrá, 122 konur og 101 karl, eða 6,87%. í sumar verður Akraneskaupstaður með 15 átaksverkefni, um er að ræða 347 einstaklingsvikur. Verkefnin eru margs konar, svo sem skógrækt, sund- kennsla bama, bátaviðgerð á byggða- safni, feröamannaþjónusta og aðstoð við fatlaða. Atvinnuleysistrygginga- sjóður styður þessi átaksverkefni. Helstu niburstöður órsreiknings 1994 Efnahagsreikningur 31.12,1994 1 þúsundum króna Veltufjármunir 1.983.797 Skammtímaskuldir . ,, 20.661 Hreint veltufe: 1.963.136 Fastafjármunir: Langtímakröfur 10.051.301 Varanlegir rekstrarfjármunir 19.918 10.071.219 Hrein eign til greiðslu lífeyris: 12.034.355 Yfírlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1994 Fjármunatekjur, nettó 774.258 lögjöld 683.664 Lífeyrir (310.765) Kostnaður (rekstrargjöld - rekstrartekjur) (37.988) Matsbreytingar 207.765 Hækkun á hreinni eign á árinu: 1.316.934 Hrein eign 10.717.421 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 12.034.355 Ýmsar kennitölur Raunávöxtun 7,7% Raunávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar 7,3% Lífeyrir sem hlutfall af iÖgjöldum 45,5% Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 5,3% KostnaSur í hlutfalli af eignum (meðaltal hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun) 0,3% Starfsmannafjöldi 7 H Hinn 1. janúar 1 995 sameinuðust LífeyrissjóSur bókagerðarmanna, LífeyrissjóSur félags garSyrkjumanna og LífeyrissjóSur múrara, SameinaSa lífeyrissjóSnum. B SjóSfélagar fó sent yfirlit yfir iSgjöld tvisvar ó óri og eru hvattir til aS bera þau saman viS launaseSla. Beri þeim ekki saman er óríSandi aS hafa samband viS sjóSinn því verSi vanskil ó greiSslum geta dýrmæt réttindi glatast. ■ Fró 1. apríl 1995 var heimilt aS draga 2% af 4% framlagi í lífeyrissjóS fró tekjum viS ólagningu skatta viS staSgreiSslu. S8 LífeyrissjóSurinn greiSir félögum elli- og örorkulífeyri og mökum lótinna félaga, fjölskyldulífeyri. Samtrygging sjóSfélaga um örorku- og fjölskyldulífeyri tryggir félögum og mökum þeirra lífeyri viS óvænt óföll. H I órslok 1 994 fór fram tryggingafræSileg úttekt ó sjóSnum og ó hann aS fullu eignir ó móti skuldbindingum. Skipfirtg iÞgjatcto ■ Ellilífeyrir ■ Örorkulífeyrir Fjölskyldulifeyrir ■ LífeyrissjóSurinn er deildaskiptur og er fyrirfram ókveSiS hve stór hluti iSgjaldsins stendur undir hverri tegund lífeyrisréttinda. 73% fer til greiSslu ellilífeyris, 15% til örorkulífeyris og 12% til fjölskyldulífeyris. f% Lifeyrir SameinaSi ífeyrissjóðurinn SuSurlandsbraut 30, 108 Reykjavik Simi 568 6555, Myndsendir 581 3208 Grænt númer 800 6865 Stjórn Sameinaða lífeyrissjó&sins: Benedikt DavíSsson, GuSmundur Hilmarsson Hallgrímur Gunnarsson, Orn Kjærnested Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri 7 Gísli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.