Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 7
— *
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995
x>v Fréttir
Umhverfisráð-
herra Slóvakíu
í opinberri
heimsókn
Umhverfisráðherra Slóvakíu, Józ-
ef Zlocha, kom til landsins í gær í
opinbera heimsókn í boði Guðmund-
ar Bjarnasonar umhverfisráðherra.
Þá ræddu ráðherrarnir saman um
alþjóðlega samvinnu á sviöi um-
hverfismála og hugsanlegt samstarf
við virkjun jarðhita í Slóvakíu.
Einnig fór slóvakíski utanríkisráð-
herrann í heimsókn í Landmælingar
íslands og Sorpu. í dag skoðar Zlocha
Nesjavallavirkjun, gróðurhús í
Hveragerði og iðnfyrirtæki á Sel-
fossi. Á sunnudag heimsækir hann
virkjunina við Svartsengi.
Slóvakar fá um helming orku sinn-
ar frá kjarnorkuverum og loftmeng-
un í Slóvakíu er með því mesta í
Evrópu. Slóvakar sjá þvi nýtingu
jarðhita sem lið í því að draga úr
mengun. Fulltrúar íslenskra fyrir-
tækja hafa heimsótt Slóvakíu og eiga
hugsanlega möguleika á að ná samn-
ingum þar um sölu á íslenskri þekk-
ingu og búnaði til virkjunar jarðhita.
-GJ
Landrisvið Heklu
- varað við ferðum
Jón Benediktsson, DV, Suöurlandi:
Skúli Lýðsson, bóndi á Keldum á
Rangárvöllum, sagði að jarðfræðing-
ar hefðu komið að Keldum á mið-
vikudag til aö mæla rennsli úr upp-
sprettum við bæinn. Hann sagði að
þeir hefðu sagt sér að áberandi
minnkað rennsh væri úr lindum
umhverfis Heklu. Væri það af völd-
um landriss sem mældist nú um 2
sentímetrar á ári. Þegar land rís
lækkar grunnvatnið.
Komið hefur verið fyrir á nokkrum
stööum, t.d. á Flúðum og viö Þjórsá,
mælum sem mæla streymi gasteg-
unda úr iðrum jarðar. Mælarnir
senda stöðugt upplýsingar til Reykja-
víkur. Varaö hefur verið við ferðum
á Heklu í útvarpi.
Hjúkrunarfræð-
ingar á ráðstef nu
„Ráðstefnan var samstarfsverkefni
íjögurra háskóla í Bandaríkjunum, á
Nýja-Sjálandi, Skotlandi og íslandi
um að skapa betri tengsl á milli
hjúkrunarfræðinga í mismunandi
löndum," segir Þofgerður Ragnars-
dóttir, fréttafulltrúi Alþjóðlegu
hjúkrunarráðstefnunnar, um hana.
„250 útlendir gestir og fyrirlesarar
komu til íslands vegna ráðstefnunn-
ar frá mörgum löndum, Norðurlönd-
unum og allri Evrópu, Ástralíu,
Bólivíu, Suður-Afríku og fleiri. Við
leggjum okkar af mörkum til að auka
ferðamannastrauminn."
Ráðstefnan byrjaði á miðvikudag
en lauk í gær. Haldinn var mikill
fjöldi fyrirlestra, m.a. um kæfisvefn,
bijóstakrabbamein, endurhæfingu
vegna heilablóðfalls, daglegt líf á
hjúkrunarheimilum aldraðra og
þvagleka kvenna. -G J
Akranes:
Atvinnuleysi
minnaenífyrra
Daníel Ólafeson, DV, Akianesi:
Alls voru 145 einstaklingar á Akra-
nesi atvinnulausir í mai, 69 karlar
og 76 konur, og jafngildir það 5,85%.
Á sama tíma á síðasta ári voru 223 á
atvinnuleysisskrá, 122 konur og 101
karl, eða 6,87%.
í sumar verður Akraneskaupstaður
með 15 átaksverkefni, um er að ræða
347 einstaklingsvikur. Verkefnin eru
margs konar, svo sem skógrækt, sund-
kennsla bama, bátaviðgerð á byggða-
safni, feröamannaþjónusta og aðstoð
við fatlaða. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður styður þessi átaksverkefni.
Helstu niburstöður
órsreiknings 1994
Efnahagsreikningur 31.12,1994 1 þúsundum króna
Veltufjármunir 1.983.797
Skammtímaskuldir . ,, 20.661
Hreint veltufe: 1.963.136
Fastafjármunir:
Langtímakröfur 10.051.301
Varanlegir rekstrarfjármunir 19.918
10.071.219
Hrein eign til greiðslu lífeyris: 12.034.355
Yfírlit um breytingar á hreinni eign
til greiðslu lífeyris fyrir árið 1994
Fjármunatekjur, nettó 774.258
lögjöld 683.664
Lífeyrir (310.765)
Kostnaður (rekstrargjöld - rekstrartekjur) (37.988)
Matsbreytingar 207.765
Hækkun á hreinni eign á árinu: 1.316.934
Hrein eign 10.717.421
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 12.034.355
Ýmsar kennitölur
Raunávöxtun 7,7%
Raunávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar 7,3%
Lífeyrir sem hlutfall af iÖgjöldum 45,5%
Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 5,3%
KostnaSur í hlutfalli af eignum
(meðaltal hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun) 0,3%
Starfsmannafjöldi 7
H Hinn 1. janúar 1 995 sameinuðust
LífeyrissjóSur bókagerðarmanna, LífeyrissjóSur
félags garSyrkjumanna og LífeyrissjóSur múrara,
SameinaSa lífeyrissjóSnum.
B SjóSfélagar fó sent yfirlit yfir iSgjöld tvisvar ó óri
og eru hvattir til aS bera þau saman viS
launaseSla. Beri þeim ekki saman er óríSandi aS
hafa samband viS sjóSinn því verSi vanskil ó
greiSslum geta dýrmæt réttindi glatast.
■ Fró 1. apríl 1995 var heimilt aS draga 2% af 4%
framlagi í lífeyrissjóS fró tekjum viS ólagningu
skatta viS staSgreiSslu.
S8 LífeyrissjóSurinn greiSir félögum elli- og
örorkulífeyri og mökum lótinna félaga,
fjölskyldulífeyri. Samtrygging sjóSfélaga um
örorku- og fjölskyldulífeyri tryggir félögum
og mökum þeirra lífeyri viS óvænt óföll.
H I órslok 1 994 fór fram tryggingafræSileg úttekt
ó sjóSnum og ó hann aS fullu eignir ó móti
skuldbindingum.
Skipfirtg iÞgjatcto
■ Ellilífeyrir ■ Örorkulífeyrir Fjölskyldulifeyrir
■ LífeyrissjóSurinn er deildaskiptur og er fyrirfram
ókveSiS hve stór hluti iSgjaldsins stendur undir
hverri tegund lífeyrisréttinda. 73% fer til greiSslu
ellilífeyris, 15% til örorkulífeyris og 12% til
fjölskyldulífeyris.
f% Lifeyrir
SameinaSi
ífeyrissjóðurinn
SuSurlandsbraut 30, 108 Reykjavik
Simi 568 6555, Myndsendir 581 3208
Grænt númer 800 6865
Stjórn Sameinaða lífeyrissjó&sins:
Benedikt DavíSsson, GuSmundur Hilmarsson
Hallgrímur Gunnarsson, Orn Kjærnested
Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri
7
Gísli B.