Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Fréttir Högni Óskarsson, fulltrúi Bæjarmálafélagsins í skipulagsnefnd Seltjamamess: Bæjarstjóri hlHir ekki fyrírmælum - verið að gera úlfalda úr mýflugu, segir Ema Nielsen, forseti bæjarstjómar Starfsmenn Seltjarnarness lögðu veg á viðkvæmu svæði við Bygggarða i heimildarleysi eftir að forseti bæjarstjórn- ar hafði látið bæjarstjóra vita að framkvæmdirnar hefðu ekki verið teknar fyrir i skipulagsnefnd. Málið hefur vald- ið gífurlegum ágreiningi i bæjarstjórn og fulltrúar Bæjarmálafélagsins hafa sakað bæjarstjóra um einræði. DV-mynd GVA Erna Nielsen, formaður skipulags- nefndar og forseti bæjarstjórnar á Seltjamamesi, segir að bæjarstarfs- menn hafi í heimildarleysi lagt veg frá borholusvæðinu við Snoppu vest- ur að fiskvinnsluhúsinu á svæðinu við Bygggarða á Seltjarnarnesi í síð- ustu viku vegna misskilnings og sambandsleysis milli tæknideildar bæjarins og bæjarstjóra en umrætt svæði þykir viðkvæmt og er á Nátt- úruminjaskrá. Ema minnir á aö í tvö ár hafi verið gert ráð fyrir lagningu stígs á þessum stað og hafi tækni- deild bæjarins því talið sig vinna eft- ir fjárhagsáætlun við vegarlagning- una. „Þetta er leiðindamisskilningur og kannski sambandsleysi milli deilda. Að mínu áliti er búið að gera úlfalda úr mýflugu í þessu máli enda hefur Bæjarmálafélagið unnið að því markvísst að grafa undan bæjar- stjóra síðan í síðustu kosningum. Framkvæmdir við veginn voru stoppaðar strax og hann verður ekki malbikaður. Vegurinn fer ef ekki verður samþykkt í skipulagsnefnd að hann verði þarna,“ segir Ema. Starfsmenn Seltjarnamesbæjar lögðu veginn við Bygggarða án þess að vegarlagningin hefði verið tekin fyrir í skipulagsnefnd og umhverfis- nefnd. Vegarlagningin hélt áfram i þrjá daga eftir aö formaður skipu- lagsnefndar skýrði bæjarstjóra frá því aö framkvæmdirnar fæm fram í heimildarleysi og vegarlagningin yröi að bíða umfjöllunar skipulags- „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður núna. Við höfum beöið eftir þessari stund í sjö eða átta ár. Það er því ekki einkennilegt að mað- ur hafi ekki alveg stjórn á tfifmning- unum. En maður er ánægður, sæll og glaður yfir því að þetta skuli kom- nefndar. Bæjarmálafélagið á Sel- tjarnarnesi rekur framkvæmdagleð- ina til einræðis bæjarstjórans. „Bæjarstjórnarkosningamar í fyrravor snemst um stjórnunarhætti í bæjarfélaginu og einræði bæjar- stjórans. Hægt er að afgreiða þetta mál núna sem slys en við lítum á þetta sem hluta af gömlu mynstri ið í höfn og hlakkar til framtíðarinn- ar. Viö gemm okkur grein fyrir ábyrgðinni sem hvilir á herðum okk- ar núna,“ sagði Benóný Ásgrímsson flugstjóri við komuna til Reykjavík- ur á nýju Super Puma björgunar- þyrlunni TF-LÍF í gær. sem endurtekur sig sí og æ. Það er alvarlegt að forseti bæjarstjórnar gefur bæjarstjóra fyrirmæli, þeim er ekki hlítt og eitthvað klikkar í þessu litla bæjarkerfi. Það er áfellisdómur á stjórnkerfi bæjarins ef stjórnunar- kerfið virkar ekki og vinnan heldur áfram í þrjá daga án heimildar. Ef hlutirnir geta gerst svona stjórnlaust Gleöin skein einnig úr andliti Páls Halldórssonar yfirflugstjóra en hann og Benóný flugu vélinni heim frá Frakklandi. „Þetta er stórkostlegt í einu orði sagt. Flugið til íslands gekk eins og í sögu, skemmtilegt en dálítið þreyt- er ljóst að eitthvað virkar alls ekki í bæjarkerfinu," segir Högni Óskars- son, fulltrúi Bæjarmálafélagsins í skipulagsnefnd. Bæjarstjóri skilar skýrslu um mál- ið í næstu viku. -GHS andi. Vélin uppfyllti allar okkar von- ir á heimleiðinni. Síðustu þijár vikur hafa verið langar og strangar en það var verið að vinna að svo skemmti- legu málefni - við voram að koma með hana þessa áem okkur hefur dreymt um svo lengi," sagði Páll. Benóný sagði aö flugstjómnum hefði vissulega verið kunnugt um afkastagetu vélarinnar og eiginleik- ana fyrirfram - en ekki nákvæmlega hvernig væri að fljúga henni. „Það kom mér á óvart hvað það er gott. Það er gaman að hafa dálítið af hestöflunum undir vélarhlífinni eins og sagt er. Það háöi TF-SIF. Afísing- arbúnaðurinn og fjögurra ása sjálf- stýringuninni (sjálfvirka hangflugið) er hins vegar bylting," sagði Benóný. Nú fer í hönd þjálfun og æfingar fyrir aðra flugmenn Gæslurinar, ýmist á vélina sjálfa eöa í flughermi. Bóklegu námi er lokið. Sigurður L. Gíslason flugvirki, sem fór í þjálfun til Frakklands, sagði í samtali við DV að tæknilega væri vélin ekki nflög flókin - hins vegar væri hún vissulega miklum mun stærri en TF-SIF. -Ótt DV Norðausturland: Óttastfrek- arí vega- skemmdir Búist er við frekari skemmdum af völdum leysingavatns á Norð- austurlandí á næstu dögum en kostnaður vegna skemmda sem urðu á dögunum nemur á annan tug milljóna króna. Ríkisútvarpið hafði þetta eftir Sigurði Oddssyni hjá Vegagerðinni á Akureyri. Segist Sigurður enn fremur búast við að sá kostnaður sem falliö hefur til vegna viðgerða bitni aö einhverju leyti á framkvæmdum á árinu. Veruleg snjóalög eru enn í fjöll- um og er spáð hlýindum á næst- unni. Segir Sigurður Vegageröina vera í vamarstöðu vegna þessa. -pp Akranes: Daníel Ólafesan, DV, Akraneai: Á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir sumarfrí var kosinn nýr for- seti bæjarstjómar. Gunnar Sig- urðsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, tók þá við for- setastólnum af Guðbjarti Hann- essyni, Alþýðubandalagi, sem hafði gegnt því starfi síöastliðið ár. Alþýðubandaiagið og Sjálf- stæöisflokkurinn eru í meiri- hlutasamstarfi á Akranesi. Fólki fækkar íÁrneshreppi Regína Thoraxensen, DV, Selíossi: Ragnhildur Birgisdóttir, skóla- stjóri á Finnbogastöðum í Árnes- hreppi, var í bamsburðarleyfi sl. vetur. Hún er nú búin að segja upp skólastj órastöðunni og sakna hennar allír. Hún var skólastjóri í fimm ár við vaxandi vinsældir hreppsbúa enda mikilhæfur kennari og stjórnsöm. Einnig sá hún um gistingu í skólanum yfir sumarmánuöina. Fólki i hreppnum fer nú fækk- andi. Með Ragnhildi fer fimm manna fjölskylda og nú í haust flytur einnigfjögurra manna fjöl- skylda til ísafjarðar, heiðurs- hjónin Ingibjörg Skúladóttir og Sveinbjöm Sveinbjörnsson frá Norðurfirði ásamt tveimur upp- komnum börnum. Jörðin sem þau flytja frá er góð og vel hýst, stutt á sjó, hafskipa- bryggja og góð afgreiösla við fiskmóttökuna. Hæfur læknir Regina Thorarenæn, DV, Selfoasi: Ámeshreppsbúar á Ströndum era heillaðir af hinum mikilhæfa lækni, Sigfúsi Ölafssyni, sem kemur frá Hólmavík hálfsmánað- arlega. Þrátt fyrir ófærð og veðra- víti kom hann nokkuð reglulega í vetur. Hann kemur á skíðum og vélsleða eitthvað af leiðinni enda mikill dugnaðarmaður bæði sem læknir og feröamaður. Athugasemd Vegna fréttar í DV fimmtudag- inn 22. júní sl. vill framkvæmda- nefnd Glerárprestakalls taka eft- irfarandi fram: „Viö könnumst ekki við þann áburð, sem fram kemur í fréttinni, um safnaðarlif í Glerárprestakalli og þjónandi sóknarprest þess, sr. Gunnlaug Garðarsson.“ undir þetta rita þau Jónas V. Karlesson formaður, Laufey Baldursdóttir ritari og Hermann Jónsson gjaldkeri. Benóný Ásgrímsson flugstjóri við komuna til íslands á þyrlimni TF-LÍF: Varla stjórn á til- f inningunum í dag - þetta er 1 einu orði sagt stórkostlegt, segir Páll Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.