Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Fréttir Tímamótakj arasamningar í álverinu: Laun hinna laegstlaun- uðu hækka langmest - einn merkilegasti jafnlaunasamningur á vinnumarkaðnum, sagði Gylfi Ingvarsson „Kjarasamningurinn er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Viö höfum gert kjarasamning sem hækk- ar verulega laun þeirra lægstlaun- uðu og gerir hann einn merkilegasta jafnlaunasamning sem til er á vinnu- markaðnum. Jcifnframt fylgir samn- ingnum yfirlýsing verkalýðsfélag- anna um samstarf við afgreiðslu mála sem er hka mjög merkilegt at- riði. Þess vegna held ég að þeim tíma sem í samningana fór hafi verið vel varið,“ sagði Gylfi Ingvarsson, aðal- trúnaðarmaður í álverinu í Straum- svík, eftir undirritun nýrra kjara- samninga í gær. Það sem gerir þennan nýja kjara- samning svo merkilegan er aðallega tvennt. I fyrsta lagi verður nú aðeins einn launataxti fyrir ófaglært starfs- fólk í álverinu, en þeir eru nú fjórir. Þetta þýðir að þeir lægstlaunuðu hækka stórlega í launum. í öðru lagi er það yfirlýsing verkalýðsfélaganna um að þau muni í framtíðinni vinna saman sem ein heild. Þetta þýðir í raun að í framtíðinni verður væntan- lega gerður kjarasamningur við einn aðila í stað þess að nú eru 9 verka- lýðsfélög sem semja þarf við. Og ann- að sem að starfsfólkinu í álverinu snýr verður sameiginlegt fyrir alla en ekki bara ákveöna hópa eins og nú er. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að VSÍ mæti það svo að laun hækkuðu hjá álversfólki um 11 prósent en launahækkunin í samningum ASÍ og VSÍ í vetur er leið hefði verið 7 prósent. Jafnframt kjarasamningum var undirrituð yfirlýsing þess efnis að verkfalhnu sem hefjast átti á miö- nætti síðasthðið sé frestað um 6 sól- arhringa á meðan kynning á efni hans og atkvæðagreiðsla fer fram. Komi til þess að samningurinn verði fehdur hjá einhverju hinna níu stétt- arfélaga sem aðild eiga að honum hefst verkfall á miðnætti 30. júní næstkomandi. SigurðurT. Sigurðsson: Þokkalega ánægður og mæli með samningnum „Maður er aldrei fullkomlega ánægður meö kjarasamninga en ég er þokkalega ánægður með þennan samning. Miðað við hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni mun ég una hon- um og mæla með honum,“ sagði Sig- urður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, í samtali við DV. Félagar úr Hlíf eru tjölmennasti hópurinn í ál- verinu. Sigurður var spurður hvað það hefði verið sem tók stífluna úr svo snögglega í þessum samningum. „Stíflan losnaði mest fyrir það að ísal setti sem skilyrði að ná einhvers konar samstarfssamningi við okkur. Þeir óttast þau 9 verkalýðsfélög sem þama eiga aðild að ef þau færu að beita keðjuverkfollum eða einhverju slíku. Það hefur hins vegar aldrei gerst hjá okkur og engin dæmi um það í þau 26 ár sem álverið hefur starfað. Við komum samt til móts við þá. Það sem áður var munnlegt sam- þykki milli verkalýðsfélaga er nú komið undirritaö á pappír. Þá er fækkun launaflokka og sú kauphækkun sem lægstlaunaða fólk- iö fær þess vegna umtalsverð. Því er hér um merkilegan jafnlaunasamn- ing að ræða," sagði Sigurður T. Sig- urðsson. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ: Töluverð launajöf nun „Það sem okkur er efst í huga nú er aö verkfallinu hefur verið frestað. Það er enn ekki kominn samningur á og verður ekki fyrr en á þriðjudags- kvöld eftir atkvæðagreiðslur um hann í félögunum. Það er margt já- kvætt í samningnum og kemur von- andi til að breyta miklu fyrir alla,“ sagði Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur VSÍ og aðalsamningamað- ur ísals, eftir undiritun kjarasamn- inganna í gær. Hann var spurður hvaða atriði það væru í samningunum sem honum þætti merkilegust? „Það er þessi opnun sem varð í vik- unni þegar viö gengum til móts við þeirra meginkröfuren það voru til- færslur í þeim launaflokkum sem eru við lýði í álverinu. Þeim er fækkað verulega og verkafólk fer í einn launa- flokk en iðnaðarmenn í annan. Þess vegna er um töluverða launajöfnun að ræða,“ sagði Hannes G. Sigurðsson. Síldarævintýrinu lokið: Átján þúsund lestir eftir af kvótanum „Við erum snúnir við og erum á heimleið og ég veit ekki betur en að allur íslenski flotinn sé á heimleið. Það hefur engin síld fundist, hvorki í íslensku lögsögunni né síldarsmug- unni. Menn giska á að síldin sé farin norður eftir, inná Jan Mayen-svæð- ið,“ sagði Albert Sveinsson, stýri- maður á Höfrungi AK, í samtali við DV síðdegis í gær. Þar með er ljóst að veiðum er lokið aö þessu sinni úr norsk/íslenska stofninum. Rúmlega 18 þúsund lestir af síld eru óveiddar af þeim kvóta sem íslendingar skömmtuðu sér úr stofninum. Það er ljóst að sjómannaverkfallið er orsök þess að ekki tókst að veiða upp kvótann. Miðaö við að greiddar hafa verið 6 þúsund krónur fyrir tonnið af síld til bræðslu eru það um 108 milljíonir króna sem syntu burt úr íslensku landhelginni norður til Jan Mayen. Upphæðin hækkar til muna ef miðað er við útflutnings- verðmætið. Það er ekki eins og þessir tveir heiðursmenn, Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, hafi verið að stríða siðustu vikurnar um krónur og aura og önnur kjör í álverinu. Stríð sem næstum kostaði stöðvun álversins sem hefði kostað milljarða króna. Myndin er tekin í gær eftir að nýir kjarasamningar ísal og níu verkalýösfélaga höfðu verið undirritaðir. DV-mynd GVA Allir formenn sóknarnef nda eru andstæðir hugmyndinni - segir Guömundur Einarsson Innan Prestafélagsins eru til málaráðherra skipaði eiga sæti leið og það borgar þau borgar það umræöu hugmyndír um að fella fulltrúar tveggja hagsmunaaöila, fyrir þessa kirkjulegu þjónustu Ég niður innheimtu fyrir aukaverk ríkisvaldsins og prestanna, en get tekiö sem dæmi að prestur í presta og greiða þeim í staðinn þriðji aðilinn á engan fulltrúa í 1.000 mannaprestakallihefðin.ooo meðaltalsgreiðslur af sóknargjöld- nefndinni og hann er látinn borga. krónur fyrir skírnir, fermingar og um. Stofnaöur verði rekstrarsjóður Það er auövelt að koma með svona giftingar að meöaltali og 6.000 fyrir við hvert prestsembætti og er talað tillögu en hún vekur ekki hrifningu jarðarfarir. Af sjóðnum yrði prest- um aö tæp 5% af sóknargjöldum hjá okkur. Allir formenn sóknar- urinn að greiða ýmsan kostnað renni í sjóðinn auk embættiskostn- nefnda í ReyWavikurprófastsdæmi þannig að þetta yrði ekki allt laun aðar frá ríkinu en enginn auka- vestra eru andstæðir þessu því að til hans,“ segir séra Kristinn Ágúst kostnaöur leggist á sóknarbörn og margar kirkjur eru illa staddar Friðfinnsson. þá sem óska eför verkum prest- fjárhagslega. Ef þær missa tekjur Dómsmálaráöherra skipaöi fjög- anna. Guðmundur Einarsson, veröa þær að draga úr umsvifum í urra manna nefnd til aö koma meö formaður sóknarneindarinnar á safnaöarstarfinu," segir Guð- tillögur um nýtt fyrirkomulag á Seltjarnamesi, segir að hugmynd- mundur Einarsson. aukagreiðslum til presta fyrir 1. imar hafi mætt mikilli andstöðu „Við erum ekki að tala um neínar október og hafa þessar hugmyndir því að þær leiði til niðurskuröar í stórar upphæðir í þessu sambandi komið til umræðu innan nefndar- safnaðarstarfi kirknanna. heldur erum við bara að tala um innar. Séra Kristinn situr í nefnd- „Þaö er ákaflega einkennilega að að hætta að innheimta fyrir auka- inni fyrir hönd Prestafélagsins. þessu staðið. í nefnd sem kirkju- verk, Fólk borgar sóknargjöld. Um ' -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.