Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 24. JÚNl 1995 Dagur í lífl Karls Sigurhjartarsonar, landsliðsþjálfara í bridge: Aðeins á eftir áætlun Karl Sigurhjartarson, landsliösþjálfari í bridge, hefur í nógu aö snúast á meöan á Evrópumótinu í Portúgal stendur. Ég lét ræsa klukkan 8.30 þennan þriðjudagsmorgun sem var þriðji spiladagur af fjórtán í Evrópumótinu í bridge í Villamoura í Portúgal. Dag- urinn lagðist vel í mig eftir ágætan gærdag þar sem við fengum 34 vinn- ingsstig(2jafntefli = 30 vinningsstig) á móti Dönum og Frökkum sem fyrir fram eru taldir í hópi sex til átta efstu. Nú áttum við að spila við Litháa, sem flokkast með lakari þjóðum, og Belga, sem teljast svona af miðlungsstyrk- leika, þó að þeir hafi unnið okkur, 20-10, í Menton fyrir tveimur árum. Annars þarf að fara varlega í svona flokkanir eins og úrsht fyrstu um- ferða bera vott um. Bilið milli veik- ustu og sterkustu þjóðanna er sífellt að minnka og á góðum degi spila þær veikari eins og meistarar og öfugt. Þess vegna má ekki, í svona löngu móti, einblína um of á árangur í ein- stökum leikjum eða dögum þó sveitin hafi fyrir fram gert sér áætlun um hvar stigin eigi að nást. Samkvæmt þeirri áætlun vantar nú þrjú vinn- ingsstig eftir fyrstu fjórar umferðirn- ar og gert var ráð fyrir fjörutíu vinn- ingsstigum þennan þriðjudag. Menn gera sér samt fiúla grein fyrir skekkjumörkunum í svona áætlun- um og reyna að einbeita sér að hverju spili fyrir sig sem væri örlítið brot í rúmlega 700 spila leik. Byrja daginn á skokki Ég byrjaði daginn meö Jón-Sævar og Jakob-Matthias inn á sem þýddi að Guðmundur Páll og Þorlákur voru ekki ræstir. Guðmundi líkaði það ekkert illa og Þorlákur fann sér einhverja leið til að bæta sér upp skokkið. Við hittumst klukkan 8.45 í anddyrinu og tókum 15 til 20 mínútur í rölt og rólegt skokk. Ragnar þjálfi passaði upp á að ekki væri farið of geyst. Við komum við á mótsstað og náðum í mótsblaðiö til að lesa yfir morgunverði. Aðalumfjöllun dagsins var viðureign okkar við Dani frá því daginn áður sem við unnum, 21-9, í vel spiluðum leik. Við reyndum að rifja upp hvenær við töpuðum síðast fyrir Dönum en tókst það ekki. Svo var það sturtan og allir voru mættir í morgunmat klukkan 9.30. Jón hafði átt erfitt með að sofna og tekið svefntöflu og fannst hann vera eitthvað tuskulegur vegna hennar. Ákveðið var að Ragnar færi á stúfana eftir annarri tegund. Nú fengu spilaramir kerfi og varnir við þeim ákveðnar. Eftir morgunmat var hvíld en leikurinn hófst 11.15. Ströng tímatakmörk Við mættum tímanlega á mótsstað. Menn þurftu að fara yfir kerfin með andstæðingunum og við vitum aö sveitirnar eru miskunnarlaust sekt- aðar ef spilarar mæta of seint eða fara yfir tímamörk. Við fengum 105 mínútur fyrir 12 spil sem þótti nokk- uð rúmur tími. Við Ragnar skipt- umst á með skráningu spila sem krafist er af mótsstjórn (sagnir og fyrstu þrír slagir) og þennan leik skráöi Ragnar. Svo hófst leikurinn. Allar sveitirn- ar spiluðu sömu spil en eins og oft áður voru fleiri sveiflur í okkar leik enda íslensku spilararnir þekktir fyrir hvassan stíl. Sem betur fór féllu fleiri sveiflur okkur í hag og í hálf- leik vorum við 18 impum yfir. Við héldum óbreyttu liði í seinni hálfleik og bættum 11 impum viö inneignina og stóðum því upp með 21 vinningsstig gegn 9. í þessum hálf- leik þurfti að kalla á keppnisstjóra þegar annar Litháinn við borð Jóns og Sævars gaf Jóni ranga skýringu á sögn félaga með þeim afleiðingum að Jón fann ekki réttu leiðina í 2 spöðum dobluðum og spihð vannst í staðinn fyrir að fara 1 eða jafnvel 2 niður. Keppnisstjóri úrskurðaði að leiðrétta bæri .skaðann og breytti úrslitum í 1 niður sem þýddi 200 til íslands í stað 670 til Litháens. Ef úr- slit spilsins hefðu verið látin standa hefði leikurinn aðeins unnist 17-13 en hér virtist brotið augljóst þó ekki væri um ásetning Litháans að ræða heldur misskilning. Ekkivel spilaður Eftir klukkutíma matarhlé hófst leikurinn við Belga kl. 16.15. Jón og Sævar spiluðu allan leikinn en Jakob og Matthías fyrri hálfleik og Guð- mundur og Þorlákur þann seinni. Leikurinn var ekki vel spilaður og við vorum 16 impum undir í hálfleik. í seinni hálfleik bættust við 5 impar þannig að leikurinn tapaðist, 11-19. Við þessi vonbrigði bættist síðan til- kynning um að Litháar hefðu áfrýjað úrskurði keppnisstjóra og að við þyrftum að mæta strax eftir leikinn hjá áfrýjunarnefndinni sem fjallaði um málið. Fyrst þurfti að stilla upp á móti ítölum sem var fyrsti leikur næsta dags. Ég ákvað að láta Jón-Sævar og Guðmund-Þorlák byrja og síðan vorum við Jón og Sævar mættir hjá áfrýjunarnefndinni klukkan 20.30 ásamt sex Litháum. Þar þurftum við að bíða í eina klukkustund áður en málið var tekið fyrir. Dómnefndin hlustaði á skýrslu keppnisstjóra, fékk útskýringar spilaranna og tók síðan málið til úrskurðar. Ekki tók nema tvær mínútur fyrir hana að ákvarða aö úrskurður keppnisstjóra skyldi standa og úrslit því óbreytt. Litháar fengu hins vegar tiltal fyrir að koma með jafn tilefnislitla áfrýj- un. Klukkan var því að ganga ellefu þegar við komumst heim á hótel. Síð- búinn kvöldverðurinn var með létt- ara móti, enda ekki gott að borða mikið rétt fyrir svefninn því erfiður dagur var í vændum, þrír leikir og eins gott að vera vel upplagður. Dag- urinn í dag var heldur slakari en ég hafði vonað en hann er liðinn og það er mikið eftir af þessu móti. Finnur þú fimm breytingar? 315 Þessi er ekkert sérstakur. Þú hefðir átt að sjá þann sem slapp. Nafn: Heimili:............................................ Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og þrettándu getraun reyndust vera: 1. Jón Ingi Ólafsson 2. Friðþjófur Helgi Þurranesi , Oddnýjarbraut 5 371 Búðardal ‘ 245 Sandgerði Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, firá Sjónvarpsmiðstöð- inni, Síöumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita: Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaílokknum Bróöir Cad- fael, aö verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri flölmiölun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 315 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.