Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Stuttarfréttir Frakkar í leynividræðum Frakkar viðurkenndu að hafa átt leynilegar viðræður við Bos- níu-Serba um lausn friðargæslu- liða Sameinuöu þjóöanna en neit- uðu aö hafa gefið nokkuð eftir í tilraun til að fá þá frelsaða. Bitdt með Bosníuf orseta Carl Bildt ræddi viö Alija Izetbegovic Bosníuforseta en sagði frctta-. mönnum að hann hygðist ekki hætta við- ræðum við for- ., , ingja Bosníu-Serba sem heíja a borgina. Skutu eidfiaugum Múslímskir skæruliðar skutu eidfiaugum á byggðir í norður- hluta ísrael, drápu franskan feröamann og særðu níu manns, þar af fjóra Evrópumenn. Markmið þeirra er að eyðileggja ferðamannaþjónustu ísraela. Kosiðumvantraust Rússneska þingið ákvað að efna til kosninga um vantraust á ríkis- stjórnina 1. júli Frakkar kaWir Frakkar brugðust kuldalega við þeirri ákvörðun Ástrala að kalla sendiherra sinn heim frá Frakk- landi í mótmælaskyni við fyrir- hugaðar kjamorkuprófanir Frakka í Kyrrahafi. Kólumbus fyrr á ferd Norski ævin- týramaðurinn Thor Hey- erdahl heldur því fram í nýju tímaritsviðtali að Kólumbus hafi farið til Ameríku 25 árum fyrr en hann er talinn hafa fundið hana, þá sem þátttakandi í dansk-portúgölskum landkönn- unarhóp. Grálúðuveiði stöðvuð Norska sjávarútvegsráðuneyt- iö bannaði í gær allar grálúðu- veiðar á Svalbarðasvæöinu. Sex spænskir togarar höfðu þá veitt 451 tonn á tveimur vikum. Játa mannfórn'r Forsprakki grískra djöfladýrk- enda játaði fyrir rétti að hann og fylgismenn hans hefðu rænt, nauðgað og drepið ungar stúlkur og fórnaö þeim þannig djöflinum til dýrðar. Sprenging banarsex Sprenging í verksmiöju í Belgrad banaði sex manns. Reuter/NTB Douglas Hurd sagði af sér sem utanríkisráðherra Breta Örlög Thatcher eins og vofa yf ir höfði Majors . . , n 1 _1n/\rnn nA 4-il nA fn Douglas Hurd sagði af sér sem ut- anríkisráðherra Breta í gær. Afsögn Hurds var almennt litin sem tákn um trúnað við John Major forsætisráð- herra sem á fyrir höndum erfiöa kosningabaráttu fyrir formannskosn- ingamar í íhaldsflokknum 4. júlí. Hurd, sem lýsti yfir eindregnum stuðningi viö Major í komandi kosn- ingum, hafði lengi sætt harðri gagn- rýni hægriarms Ihaldsflokksins sem viU mun harðari afstöðu til Evrópu- sambandsins en hann. Hann sagöi afsögn sína þó ekki tengjast óskum andstæðinganna um að sjá höfuð hans á sUfurfati, heldur hugsaði hann fyrst og fremst um að fjarlægja horn úr síðu Evrópuandstæðinga og gera Major um leið auðveldara fyrir ef hann ynni formannskosningamar og þyrfti að endurraða í ráöherrastóla. Yfirlýsing um framboð gegn Major hafði ekki komið fram þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi en talið var líklegt að Norman Lamont, fyrrum fjármálaráðherra, mundi bjóða sig fram. í öUu falli þyrfti sterkan mót- frambjóðanda, sitjandi eða fyrrum ráðherra. Margrét Thatcher kom mörgum á óvart í gær þegar hún sagðist styðja Major heUshugar. Það var einmitt Thatcher sem kom Major til valda á sínum tíma og það kann einníg að verða skrifað á hennar reikning tapi hann 4. júlí. Það var ekki síst hörð gagnrýni hennar í hans garð síðustu vikur sem blés lífi í óánægjuglæður í flokknum og áttu síðan þátt í ákvöröun hans um að segja af sér. Formannsbaráttu Majors nú ma líkja viö sams konar baráttu Thatc- her 1990. Sömu atriðin og felldu Thatcher á sínum tíma geta fellt Major nú. TU að vinna formanns- kosningarnar nægir Major ekki að fá hreinan meirihluta í fyrstu um- ferð. Flóknar kosningareglur Ihalds- flokksins segja að til að fá kosningu sem formaður þurfi frambjóðandi ekki aðeins að fá stuöning helmings þingmanna flokksins, sem eru 327, heldur hafa 15 prósenta forskot á þann sem næstur kemur á eftir. Thatcher fékk tilætlaðan meirihluta 1990 en vantaði einungis fjögur at- kvæði til að fá 15 prósentum meira en næsti maður. Thatcher var þá ráðlagt að segja af sér í stað þess að verða auömýkt með tapi. Sama kann að henda Major. Komi hann illa út úr fyrri umferðinni geta nánustu samstarfsmenn orðiö hans svörn- UStUÍjendur. Reuter Tvöhundruð kamrar reistír íkínverskri Börn, sem »oru Ur é,=l.n»,i Þr»ll,un i «um é Indl.udi, .pn,nin»um bl.d.m.nn. i Wýju-De^ í gær. Börnin voru frelsuð af sérstökum barattuhopi gegn barnaþrælkun. Tólfböm frelsuð úr þrælkun hjá indverskum teppagerðum: Barin með járnstöf um „Vinnuveitandinn var vanur að berja mig með jámstaf þegar ég fyllt- ist heimþrá og grét. Það var meira að segja mjög erfitt að fá leyfi til að fara á salernið. Mér var kennt aö vefa en refsaö illilega ef ég gerði mis- tök. Ég var meira að segja barin þeg- ar ég reyndi að safna kröftum meö því að blunda af og til,“ sagði Laiwa, 10 ára stúlka sem leyst var úr ára- langri nauðungarvinnu hjá ind- verskum teppaframleiðanda í gær. Baráttuhópur sem berst gegn bamaþrælkun frelsaði tólf börn úr þrælkun í teppagerðum héraösins Uttar Pradesh á Indlandi. Höfðu bömin verið hneppt í allt að fimm ára þrælkunarvinnu við teppagerð. Aðstandandi hópsins sagði nóg að horfa á börnin til að sjá hve hrylli- lega meðferð þau höfðu mátt þola. Var börnunum, á aldrinum 9-14 ára, annaðhvort rænt eða þau leigð af foreldrum sínum fyrir tæpar 3 þús- und krónur. Baráttuhópurinn, sem frelsað het- ur 7 þúsund börn úr ánauð á sl. 12 árum, fullyrðir að um hálf milljon barna sé hneppt í þrælkun í ind- verskum teppaiðnaði. Yfirvöld segja þessa tölu stórlega ýkta. Lög banna barnavinnu á Indlandi, nema 1 heim- ilisrekstri. Þó er talið að um 90 pro- sent vinnuafls við vefnað séu bórn sem þola verði mikið harðræði og fai aldreifrí. Reuter Hlutabréf hækka en bensín lækkar Minnkandi eftirspum hefur valdið töluverðri verðlækkun á bensíni og olíu á heimsmarkaði síðustu daga. Nemur lækkunin allt að 10% á aðeins rúmri viku. Olíufélagið hf. fékk nýj- an farm til landsins sl. fimmtudag en vegna fyrirliggjandi birgða er ekki að vænta verölækkunar á innan- landsmarkaði á næstunni. Þó gæti komið til lækkunar í næsta mánuði ef heimsmarkaðsverð heldur áfram að lækka. Hlutabréfaverð í helstu kauphöll- um heims hefur ekki verið hærra í langan tíma. í Wall Street sló Dow Jones vísitalan enn eitt metið sl. fimmtudag vegna væntinga um vaxtalækkanir á næstunni. Met voru sömuleiðis slegin í kauphöllunum i LondonogFrankfurt. -Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis borg Borgaryfirvöld í Guangzhou hafa ákveðlð aö bæta úr karnra- skortinum í borginni með því að smíða tvö hundruð stykki og koma þeim upp á þessu ári. Er það gert til að stytta biöraðimar fyrir utan kamrana sem fyrir eru. Mikill uppgangur er í Guangz- hou um þessar mundir en aðeins sex hundruö almenningssalerni eru fyrir fimm milljónir íbúa, þar af eina milljón hálfgerðra úti- gangsmanna sem liafa ekki í önn- ur náðhús að venda. Kamramir verða smíðaðir í samvinnu borg- aryfirvalda og þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig i saiemismál- um. Þýskkonaris uppfrádauð- umílíkhúsinu Þýsk kona á áttræðisaldri, sem læknar höfðu úrskuröað látna og sem hafði dvalið í líkhúsinu með öllum hinum líkunum í tvo daga, reyndist svo lifandi þegar til kom. Það var árvökul hjúkrunarkona sem tók eftir því að hvíta lakið ofan á „likinu" hreyföist. Líkamshiti gömlu konunnar var hins vegar kominn niður úr öllu valdi og lést hún degi síðar, að sögn æsiblaösins Bild. Sak- sóknarar velta nú vöngum yfir því hvort leggja eigi fram ákæm í málinu. Læknar sögðu ættingj- um þeirrar gömlu frá því í síö- ustu viku að hún hefði látist úr hjartaslagi, Offitadýrfyrir samfélagið Oífita er ekki aðeins byrði íýrir þá sem drattast um með auka- kílóin heldur einnig fyrir samfé- lagiö. Milli 5 og 10 prósent heil- brigðisútgjalda á Vesturlöndim má rekja til ofiitu og sjúkdóma sem eiga rætur sínar að rekja til hcnnar; sykursýki, kransæða- sjúkdóma, blóötappa og ákveö- ínna tegunda krabbameins. Þess- ar staöreyndir voru raktar á al- þjóölegu þingi um offitu í Kaup- mannahöfn á dögunum. Það efni ráöstefnunnar sem vakti mesta athygli var ofiita barna, en það er sívaxandi vanda- mál á Vesturlöndum. Kom fram aö offita í æsku mun hafa alvar- legar afleiðingar í fór með sér á seinniæviskeiðum. Rcuter/NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.