Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 6
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Stuttarfréttir Frakkar í leynividræðum Frakkar viðurkenndu að hafa átt leynilegar viðræður við Bos- níu-Serba um lausn friðargæslu- liða Sameinuöu þjóöanna en neit- uðu aö hafa gefið nokkuð eftir í tilraun til að fá þá frelsaða. Bitdt með Bosníuf orseta Carl Bildt ræddi viö Alija Izetbegovic Bosníuforseta en sagði frctta-. mönnum að hann hygðist ekki hætta við- ræðum við for- ., , ingja Bosníu-Serba sem heíja a borgina. Skutu eidfiaugum Múslímskir skæruliðar skutu eidfiaugum á byggðir í norður- hluta ísrael, drápu franskan feröamann og særðu níu manns, þar af fjóra Evrópumenn. Markmið þeirra er að eyðileggja ferðamannaþjónustu ísraela. Kosiðumvantraust Rússneska þingið ákvað að efna til kosninga um vantraust á ríkis- stjórnina 1. júli Frakkar kaWir Frakkar brugðust kuldalega við þeirri ákvörðun Ástrala að kalla sendiherra sinn heim frá Frakk- landi í mótmælaskyni við fyrir- hugaðar kjamorkuprófanir Frakka í Kyrrahafi. Kólumbus fyrr á ferd Norski ævin- týramaðurinn Thor Hey- erdahl heldur því fram í nýju tímaritsviðtali að Kólumbus hafi farið til Ameríku 25 árum fyrr en hann er talinn hafa fundið hana, þá sem þátttakandi í dansk-portúgölskum landkönn- unarhóp. Grálúðuveiði stöðvuð Norska sjávarútvegsráðuneyt- iö bannaði í gær allar grálúðu- veiðar á Svalbarðasvæöinu. Sex spænskir togarar höfðu þá veitt 451 tonn á tveimur vikum. Játa mannfórn'r Forsprakki grískra djöfladýrk- enda játaði fyrir rétti að hann og fylgismenn hans hefðu rænt, nauðgað og drepið ungar stúlkur og fórnaö þeim þannig djöflinum til dýrðar. Sprenging banarsex Sprenging í verksmiöju í Belgrad banaði sex manns. Reuter/NTB Douglas Hurd sagði af sér sem utanríkisráðherra Breta Örlög Thatcher eins og vofa yf ir höfði Majors . . , n 1 _1n/\rnn nA 4-il nA fn Douglas Hurd sagði af sér sem ut- anríkisráðherra Breta í gær. Afsögn Hurds var almennt litin sem tákn um trúnað við John Major forsætisráð- herra sem á fyrir höndum erfiöa kosningabaráttu fyrir formannskosn- ingamar í íhaldsflokknum 4. júlí. Hurd, sem lýsti yfir eindregnum stuðningi viö Major í komandi kosn- ingum, hafði lengi sætt harðri gagn- rýni hægriarms Ihaldsflokksins sem viU mun harðari afstöðu til Evrópu- sambandsins en hann. Hann sagöi afsögn sína þó ekki tengjast óskum andstæðinganna um að sjá höfuð hans á sUfurfati, heldur hugsaði hann fyrst og fremst um að fjarlægja horn úr síðu Evrópuandstæðinga og gera Major um leið auðveldara fyrir ef hann ynni formannskosningamar og þyrfti að endurraða í ráöherrastóla. Yfirlýsing um framboð gegn Major hafði ekki komið fram þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi en talið var líklegt að Norman Lamont, fyrrum fjármálaráðherra, mundi bjóða sig fram. í öUu falli þyrfti sterkan mót- frambjóðanda, sitjandi eða fyrrum ráðherra. Margrét Thatcher kom mörgum á óvart í gær þegar hún sagðist styðja Major heUshugar. Það var einmitt Thatcher sem kom Major til valda á sínum tíma og það kann einníg að verða skrifað á hennar reikning tapi hann 4. júlí. Það var ekki síst hörð gagnrýni hennar í hans garð síðustu vikur sem blés lífi í óánægjuglæður í flokknum og áttu síðan þátt í ákvöröun hans um að segja af sér. Formannsbaráttu Majors nú ma líkja viö sams konar baráttu Thatc- her 1990. Sömu atriðin og felldu Thatcher á sínum tíma geta fellt Major nú. TU að vinna formanns- kosningarnar nægir Major ekki að fá hreinan meirihluta í fyrstu um- ferð. Flóknar kosningareglur Ihalds- flokksins segja að til að fá kosningu sem formaður þurfi frambjóðandi ekki aðeins að fá stuöning helmings þingmanna flokksins, sem eru 327, heldur hafa 15 prósenta forskot á þann sem næstur kemur á eftir. Thatcher fékk tilætlaðan meirihluta 1990 en vantaði einungis fjögur at- kvæði til að fá 15 prósentum meira en næsti maður. Thatcher var þá ráðlagt að segja af sér í stað þess að verða auömýkt með tapi. Sama kann að henda Major. Komi hann illa út úr fyrri umferðinni geta nánustu samstarfsmenn orðiö hans svörn- UStUÍjendur. Reuter Tvöhundruð kamrar reistír íkínverskri Börn, sem »oru Ur é,=l.n»,i Þr»ll,un i «um é Indl.udi, .pn,nin»um bl.d.m.nn. i Wýju-De^ í gær. Börnin voru frelsuð af sérstökum barattuhopi gegn barnaþrælkun. Tólfböm frelsuð úr þrælkun hjá indverskum teppagerðum: Barin með járnstöf um „Vinnuveitandinn var vanur að berja mig með jámstaf þegar ég fyllt- ist heimþrá og grét. Það var meira að segja mjög erfitt að fá leyfi til að fara á salernið. Mér var kennt aö vefa en refsaö illilega ef ég gerði mis- tök. Ég var meira að segja barin þeg- ar ég reyndi að safna kröftum meö því að blunda af og til,“ sagði Laiwa, 10 ára stúlka sem leyst var úr ára- langri nauðungarvinnu hjá ind- verskum teppaframleiðanda í gær. Baráttuhópur sem berst gegn bamaþrælkun frelsaði tólf börn úr þrælkun í teppagerðum héraösins Uttar Pradesh á Indlandi. Höfðu bömin verið hneppt í allt að fimm ára þrælkunarvinnu við teppagerð. Aðstandandi hópsins sagði nóg að horfa á börnin til að sjá hve hrylli- lega meðferð þau höfðu mátt þola. Var börnunum, á aldrinum 9-14 ára, annaðhvort rænt eða þau leigð af foreldrum sínum fyrir tæpar 3 þús- und krónur. Baráttuhópurinn, sem frelsað het- ur 7 þúsund börn úr ánauð á sl. 12 árum, fullyrðir að um hálf milljon barna sé hneppt í þrælkun í ind- verskum teppaiðnaði. Yfirvöld segja þessa tölu stórlega ýkta. Lög banna barnavinnu á Indlandi, nema 1 heim- ilisrekstri. Þó er talið að um 90 pro- sent vinnuafls við vefnað séu bórn sem þola verði mikið harðræði og fai aldreifrí. Reuter Hlutabréf hækka en bensín lækkar Minnkandi eftirspum hefur valdið töluverðri verðlækkun á bensíni og olíu á heimsmarkaði síðustu daga. Nemur lækkunin allt að 10% á aðeins rúmri viku. Olíufélagið hf. fékk nýj- an farm til landsins sl. fimmtudag en vegna fyrirliggjandi birgða er ekki að vænta verölækkunar á innan- landsmarkaði á næstunni. Þó gæti komið til lækkunar í næsta mánuði ef heimsmarkaðsverð heldur áfram að lækka. Hlutabréfaverð í helstu kauphöll- um heims hefur ekki verið hærra í langan tíma. í Wall Street sló Dow Jones vísitalan enn eitt metið sl. fimmtudag vegna væntinga um vaxtalækkanir á næstunni. Met voru sömuleiðis slegin í kauphöllunum i LondonogFrankfurt. -Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis borg Borgaryfirvöld í Guangzhou hafa ákveðlð aö bæta úr karnra- skortinum í borginni með því að smíða tvö hundruð stykki og koma þeim upp á þessu ári. Er það gert til að stytta biöraðimar fyrir utan kamrana sem fyrir eru. Mikill uppgangur er í Guangz- hou um þessar mundir en aðeins sex hundruö almenningssalerni eru fyrir fimm milljónir íbúa, þar af eina milljón hálfgerðra úti- gangsmanna sem liafa ekki í önn- ur náðhús að venda. Kamramir verða smíðaðir í samvinnu borg- aryfirvalda og þýsks fyrirtækis sem sérhæfir sig i saiemismál- um. Þýskkonaris uppfrádauð- umílíkhúsinu Þýsk kona á áttræðisaldri, sem læknar höfðu úrskuröað látna og sem hafði dvalið í líkhúsinu með öllum hinum líkunum í tvo daga, reyndist svo lifandi þegar til kom. Það var árvökul hjúkrunarkona sem tók eftir því að hvíta lakið ofan á „likinu" hreyföist. Líkamshiti gömlu konunnar var hins vegar kominn niður úr öllu valdi og lést hún degi síðar, að sögn æsiblaösins Bild. Sak- sóknarar velta nú vöngum yfir því hvort leggja eigi fram ákæm í málinu. Læknar sögðu ættingj- um þeirrar gömlu frá því í síö- ustu viku að hún hefði látist úr hjartaslagi, Offitadýrfyrir samfélagið Oífita er ekki aðeins byrði íýrir þá sem drattast um með auka- kílóin heldur einnig fyrir samfé- lagiö. Milli 5 og 10 prósent heil- brigðisútgjalda á Vesturlöndim má rekja til ofiitu og sjúkdóma sem eiga rætur sínar að rekja til hcnnar; sykursýki, kransæða- sjúkdóma, blóötappa og ákveö- ínna tegunda krabbameins. Þess- ar staöreyndir voru raktar á al- þjóölegu þingi um offitu í Kaup- mannahöfn á dögunum. Það efni ráöstefnunnar sem vakti mesta athygli var ofiita barna, en það er sívaxandi vanda- mál á Vesturlöndum. Kom fram aö offita í æsku mun hafa alvar- legar afleiðingar í fór með sér á seinniæviskeiðum. Rcuter/NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.