Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 41 Trimm Viljum fá fleiri hjólreiðamenn - segir formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur „Eins og er teljast félagar í Hjól- reiðafélagi Reykjavíkur 108 en virkir félagar eru talsvert færri," sagði Bjarni Svavarsson, formaður þessa unga félags, í samtali við Trimmsíð- una. Til þess að vinna að uppbygg- ingu úr grasrótinni hefur Bjarni sett á laggirnar þjálfun fyrir unga hjól- reiðamenn, 16 ára og yngri. Þeir sem hafa áhuga geta hitt Bjarna á hjól- hesti sínum við veitingastaðinn Sprengisand kl. 16 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hjólreiöafélag Reykjavíkur var stofnað í kringum 1980 en lagðist í dvala og var endurreist fyrir um það bil þremur árum. Einn af hápunkt- um sumarsins hjá félaginu er hjól- reiðakeppni milli Reykjavíkur og Hvolsvallar sem fram fer laugardag- inn 1. júlí og verða keppendur ræstir kl. 8 árdegis við verksmiðjuna Vífil- fell. Bjarni sigraði í keppninni í fyrra og stefnir á að verja titil sinn í ár. „Besti tíminn á þessari leið, sem er 106 kílómetrar, er 2:50 en í fyrra var mikill mótvindur og þeir fyrstu voru 4:15 á leiðinni. Þetta er keppni sem allir geta tekið þátt í því aö við bjóðum upp á keppni í mismunandi vegalengdum. Þannig er hjólað frá Selfossi til Hvolsvallar eða frá Hellu og Vík í Mýrdal. Það verður bíll bæði á undan og eftir keppendum svo að keppendur sem örmagnast verða hirtir upp. Skráning fer fram í Sælu- búð á Hvolsvelli sem stendur að þess- ari keppni ásamt Hjólreiðafélaginu. Það hafa jafnan verið um 20 kepp- endur en við viljum gjarnan fá fleiri en keppnismenn til þess að taka þátt.“ Fleiri athyglisverðir atburðir á dagskrá Hjólreiðafélagsins er ijalla- hjólakeppni á Hallormsstað 15. júlí og í tengslum viö hana verður keppt í götuhjólreiðum á leiðinni Hall- Bjarni Svavarsson, formaður Hjólreiðafélag Reykjavikur og Islandsmeistari i hjólreiðum. DV-mynd Sveinn ormsstaður-Oddsskarð. Þá er hjólað frá Hallormsstaö gegnum Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð og endað í Oddsskarði sem mun vera 600 metra hækkun neðan af Eskifirði. Kjörið fyrir þá sem vantar skemmtilegan hjólatúr í sumarfríinu. Önnur erfið keppni er Kambakeppni sem fer fram 30. júlí. Þá er hjólað upp Kambana úr Hveragerði sem mun vera um 9 kílómetrar og 300 metra hækkun. En hefur félaginu dottið í hug að efna til götuhjólreiðakeppni innanbæjar? „Það er verið að ræða við rétt yfir- völd um að koma á hjólreiðakeppni fyrir alla íjölskylduna í Reykjavík þar sem yrði keppt í 5 kílómetra hjól- reiðum. Til þess að það mætti verða þarf að loka leiðinni algjörlega fyrir umferð því að hraðinn í hjólreiða- keppni getur orðið býsna mikill. Þetta er þó ekki alveg komið á hreint." Bjarni og félagar hans sem taka hjólreiðarnar alvarlega æfa sig með skipulegum þætti allt árið og nota lyftingar og styrkjandi æfingar á vetrum og eins hjóla þeir innanhúss á þar til gerðum rúllum sem gera keppnishjól að þrekhjóli. Síðan um leið og verður autt er farið út að hjóla og skiptast á langar hægar ferðir og skipulegar sprettæfingar. Hlaup og skokk er notað til upphitunar. Þegar álagið er mest hjólar Bjarni 600 kíló- metra á viku en það gerði hann t.d. fyrir Smáþjóðaleikana í Lúxemborg í vor en hann tók þátt í þeim ásamt félögum sínum. „Hjólreiöaeign virðist vera mjög útbreidd á íslandi og við vildum gjarnan sjá fleiri taka þátt til þess að auka breiddina í þessu. Eins og er taka varla þátt í þessum keppnum nema keppnismenn og því viljum við gjarnan breyta." Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Gott að hlaupa með öðrum eða í hóp Það getur verið mjög hvetjandi að hlaupa með öðrum eða í skokkhóp. Mörgum reynist erfitt í byrjun að 5. vika. 25/6-1/7 -10 km, hálfmaraþon og maraþon koma sér út að hlaupa og vantar til- hald sem þig vantar. í skokkhópnum fmnanlega aöhald. Skokkhópurinn bera menn saman bækur sínar og getur veitt þér það nauðsynlega að- skiptast á upplýsingum. Auk þess 10km 21 km 42 km Sunnudagur 10km ról. 22 km ról. 20 km Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur). 10km (Hraðaleikur). 10km (hraðaleikur). Fyrst2km ról.og Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan síðan2km hrattog 1 km hratt siðan 1 km 1 km hratt, síðan 1 km loks2km ról. hægt3x og síðan 2km ról. í lokin hægt 3x og siðan 2 km ról. í lokin. Miðvikudagur 6km Kópavogshlayp kl. 19. Fífuhvamrnj. 12kmról. 15 km ról. Fimmtudagur Hvíld 8 km ról. 14km ról. Föstudagur 4 km ról. Hvild 10km ról. Laugardagur 5kmjafnt 8kmjafnt 8 km jafnt Samt.: 31 km 60 km 77 km finnst mörgum skemmtilegra að hlaupa með öðrum. Margir skokk- hópar eru starfandi hér í bæ og hefur trimmsíðan gert þeim skil hér fyrr í vetur. Þeir sem fara í hálfmaraþon hlaupa 22 km í þessari viku og er það lengsta vegalengdin sem farin verður á einni æfingu. Þessi vegalengd verður þó farin aftur síðar einu sinni enn. Há- marksvegalengd á einni æfingu fyrir fullt maraþon verður 30 km. Jakob Bragi Hannesson Þor- valds- dalur '95 Laugardaginn 1. júlí nk. fer fram eitt sérstæðasta almenn- ingshlaup á íslandi. Hér er átt við Þorvaldsdalsskokkið sem nú fer fram í annað sinn. Þorvaldsdals hvað? Jú, Þorvaldsdalur er við vest- anverðan Eyjafjörð og opnast að sunnan i Hörgárdal og að norðan Árskógsströnd. Ræst er við Fornhaga í Hörgárdal og endað viö Árskógsskóla efdr 23 kíló- metra. Allbratt er fyrsta spölinn eða um 440 metra hækkun á 5 kílómetrum en eftir það hallar undan með nokkrum frávikum. Leiðin liggur eftir fjárgötum, móum og mýrum og reyndar mega keppendur stytta sér leiö að vild. Fjórar drykkjarstöövar verða á leiöinni og keppt verður i aldursflokkum. Tilkynna skal þátttöku til skrifstofu UMSE í síma 462-4477 eða við rásmark. Það eru Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Reynir, Björg- unarsveitin Ströndin og Ferða- þjónustan Ytri-Vik/Kálfsskinni sem standa aö þessu óvenjulega víöavangs-/landslags-/út-um- holt-og-hóla-skokki. Þeir sem fóru í fyrra gleyma því aldrei en misjafnlega hart er und- ir fæti eða misjafnlega blautt Þetta er kjörið fyrir þá sem eru á leiö í friið og langar í eitthvað virkilega örvandi til að glíma við. vatns- mara- Nýtt á hlaupaskránni er Mý- vatnsmaraþon 9. júli nk. þar sem hlaupið verður hringinn í kring- um Mývatn. Trimmsíðan veit aö nokkrir harðir hlauparar úr ÖL- hópnum nafntogaða ætla að fljúga norður og skokka um- hverfis vatnið. Eitt af þvi sem ekki má gleyma er að kaupa flugnanet eða vargskýlu, eins slíkt nefnist á máli heimamanna. Svo er spurning hvort þaö verða loftkökur í boði á drykkjarstööv- unum. Ekki má kalla Mývatn poll svo heimamenn heyri og muna að syngja Blessuð sértu sveitin mín - mín megin. Umsjón Páll Asgeir Ásgeirsson VOLVO 850 SS Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons ■ ...... , i er styrktaraðili flugleidir^ 1 Reykjavíkurtnaraþonsins w dSlCS^ mMm ^ RlU5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.