Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
11
DV
George Micha-
el keyptur
Breski söngvarinn George Mic-
hael fær loksins að senda frá sér
nýja plötu en slíkt hefur hann
ekki getað gert í fxmm ár vegna
deilna viö útgáfufyrirtæki sitt,
Sony. Það eru plötufyrirtækið
Virgin og hið nýja fyrirtæki Stev-
ens Spielbergs sem kaupa George
af Sony fyrir einn miRjarð.
Eva Gabor
brotnar
Ameríska leikkonan Eva Ga-
bor, systir hinnar frægu Zsa
Zsha, varð fyrir því óhappi um
daginn að detta og mjaðmagrind-
arbrotna vinstra megin þegar
hún var á ferðalagi í Mexíkó. Hún
liggur nú á sjúkrahúsi i Los
Angeles og er líöan hennar eftir
atvikum. Eva er 74 ára, frægust
fyrir sjónvarpsþættina Grænar
grundir.
Ullman í nýj-
umþáttum
Söng- og leikkonan Tracey Ull-
man hefur skrifað undir samning
við kapalsjónvarpsstöðina HBO
um að gera nýja þáttaröö. Alls
verða framleiddir tíu þættir og
kostar hver þeirra um þrjátiu
milljónir króna. Frumsýning
verður í janúar 1996. Gaman,
gaman.
Travolta kvik-
Austurrísk
sjónvarps-
stjama fær
senda bréfa-
sprengju
Austurríska sjónvarpskonan Ara-
bella Kiesbauer komst í heimsfrétt-
irnar um daginn þegar öfgasinnaðir
hægrimenn sendu henni bréfa-
sprengju. Henni brá nokkuð við tíö-
indin, eins og eðlilegt er, en ekki var
hún þó hrædd við að fækka fótum
fyrir júlíhefti karlaritsins Playboy.
Arabella er 27 ára og í vinsælum
þætti sínum ræðir hún um kynlíf,
glæpi og snyrtivörur, svo eitthvað sé
nefnt. Hún er þess fullviss að mynd-
irnar í Playboy muni ekki skaða
frama hennar á neinn hátt. Hvernig'
ættu þær svo sem að geta það?
Hin fagra Arabella Kiesbauer.
nakinn í frægri
dansstellingu
John Travolta hugsar um
fátt annað þessa dagana en
að ná sér niðri á hljómsveit-
inni Extra Fancy frá Los
Angeles. Ekki vegna þess að
honum mislíki tónlist hljóm-
sveitarinnar heldur vegna
þess að hljómsveitin notar
nektarteikningu af Travolta á
umslagi nýjustu plötu sinnar
sem nefnist „You Look Like a
Movie Star, Honey“ eða Þú
líkist kvikmyndastjörnu, ljúf-
ur.
Á myndinni er Travolta í
hinni frægu Saturday Night
Fever stellingu. En í stað
hvítu jakkafatanna, sem seld-
ust fyrir metfé á uppboði ekki
alls fyrir löngu, er ekkert.
Travolta er teiknaður kvik-
nakinn. Myndin er reyndar
fengin úr tímariti sem hætt
er að koma út en birti á sínum
tíma teikningar af kvik-
myndastjörnum í eftirminni-
legum stellingum, klæð-
lausar.
Lögfræöingar leikarans
hafa fariö fram á lögbann á
plötuumslagið og frést hefur
af þeim þar sem þeir hafa rif-
ið niður auglýsingaplaköt um
plötuna í plötubúðum í Holly-
wood.
Þeir sem kaupa nýjustu plötu hljómsveitarinnar Extra Fancy fá teikningu
af John Travolta nöktum í hinni frægu Saturday Night Fever stellingu i
kaupbæti. Lesendur DV verða að láta sér nægja gömlu útgáfuna - að sinni.
Sviðsljós
Gott fyrir
sam-
skiptin
Viö höfum áöur sagt frá því aö
Robert Duvali og James Earl Jon-
es muni leika hálfbræður í mynd-
inni A Family Thing, en eins og
allir vita er Robert hvítur en Ja-
mes svartur. Robert sagði nýlega
að hann vonaðist til að þessi sér-
kennilega staða yrði til þess að
bæta samskipti kynþáttanna -
veitir sjálfsagt ekki af.
Kennarar félagsfræðigreina.
Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir með
Ijósmyndum af leyndarbréfum Hæstaréttar
um einstaka stjórnarhætti, sem embættis-
og stjórnmálamenn hafa brugðist við með
þögn og aðgerðaleysi. Útg.
SANYL
Þakrennur fyrir
íslenska veðráttu
AIFABORGf
KNARRARVOGl 4 • 8 568 6755
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 al 5 0 2.041.810
2. p‘L51 m 543.919
3. 4al5 69 7.130
4. 3 at 5 2.134 530
Heildarvinningsupphæð:
4.208.719
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
FERÐIR
24 síðna aukablað um ferðir innanlands fylgii
DV á morgun.
í blaðinu verða upplýsingar um helstu valkosti serr
boðið er upp á í hverjum landsfjórðungi. Kynntii
verða allir helstu gististaðir úti á landi með
nákvæmu korti í opnu.