Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Oebt of Honor. 2. Celeb Carr: The Alienist. 3. Michael Crichton: Congo. 4. John Grisham: The Chamber. 5. Carol Shields: The Stone Diaries. 6. Nancy Taylor Rosenberg: First Offense. 7. Mary Higgins Clark: Remember Me. 8- Sandra Brown: Charade. 9. Elizabeth Lowell: Only Love. 10. Anne Rivers Siddons: Downtown, 11. Steve Martini: Undue Influence. 12. Jackie Collins: Hollywood Kids. 13. Roger MacBride: Assault at Selonia. 14. Meave Binchy: Circle of Frlends. 15. Jack Higgins: On Dangerous Ground. Rit almenns eðlis: 1. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 2. B.J. Eadíe 8i C. Taylor: Embraced by the Light. 3. Mary Pipher: Revivíng Ophelia. 4. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Hope Edelman: Motherless Daughters. 7. M. Knox 8t M. Watker: The Private Diary of an O.J. Juror. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 10. Thomas Moore: Soul Mates. 11. Delany, Delany 8t Hearth: Having Our Say. 12. Laurence Leamer: The Kennedy Women. 13. A. Toffler 8. H. Toffler: Creating a New Civilization. 14. Nicholas Dawidoff: The Catcher Was a Spy. 15. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. (Byggt á New York Times Book Review) Tekist á við ebola-veiruna Talið er að HlV-veiran, sem leiðir til eyðni, hafi fyrst borist í menn suöur í Afríku, en þar er þessi alvar- lega veiki víða orðin landlæg. En þótt sú veira sé ógnvænleg, ekki síst vegna þess að við henni hefur ekki enn fundist nein lækning, þá er hún aðeins ein af mörgum „nýjum“ veirum sem stökkva milli dýra og manna þar suður frá. Nú í sumar komst svokölluð ebola- veira í fréttimir, en hún olli hundr- uðum dauðsfalla í Afríkuríkinu Za- ire. Þessi veira er ógnvænleg fyrir þar sakir hversu fljótt hún vinnur á fórnarlömbum sínum. Einhver orð- aði það svo að það sem HIY-veiran Umsjón Elías Snæland Jónsson gerði í mannslíkamanum á tíu árum „afrekaði" ebola-veiran á aðeins tíu dögum. Rústar líkamann En ebola-faraldurinn í Zaire nú er engan veginn fyrsta innrás þessarar veiru í líkama manna. Eins og rækilega er rakiö í bókinni The Hot Zone hefur ebola-veiran gert vart við sig nokkrum sinnum á síð- ustu tveimur áratugum. Fyrst í Zaire A I KRRIFYIN’G TRUE STORY RKiiARD PR.EST0N og síðan í nágrannaríkinu Súdan. Og hugsanlega í fleiri ríkjum Afríku, þótt það hafi ekki sannast. Dauðdagi þess fólks í Afríku sem fékk ebola-veiruna var óskaplegur. Veiran margfaldast afar íljótt í mannslíkamanum: breytir blóði, æðum, innyflum og flestum öðrum hlutum líkamans í óteljandi afrit af sjálfri sér á örfáum dögum. Lýsingar Prestons á þessu ferli eru ógnvekjandi og líkjast einna helst hugmyndaríkri fantasíu vísinda- sagnahöfundar. En þær eru því mið- ur sannar og skýra hvers vegna ebola-veiran vekur slíkan óhug sem . raun ber vitni. Það hefur verið orðað svo að hún hreinlega éti upp hold og blóð sjúklinganna á mettíma. Uppruninn óþekktur Það eykur á áhyggjur manna af ebola-veirunni að vísindamönnum hefur ekki enn tekist aö komast að því hvaðan hún kemur. Þó er vitað til þess að hún hefur borist með öpum sem fluttir eru tug- þúsundum saman heimsálfa á milli vegna læknisfræðilegra tilrauna af ýmsu tagi. Verulegur hluti bókar Prestsons fjallar einmitt um það hvernig ebola-veiran barst til Bandaríkjanna með öpum sem keyptir voru frá Filippseyjum. Bandarísk stjómvöld gripu til róttækra ráðstafana þegar vitnaðist um komu veirunnar til Ameríku og drápu mörg hundruð apa sem ýmist höfðu fengið veiruna eða komist í námunda við sýkta apa. Sú uppákoma varö reyndar kveikja að nýrri spennukvikmynd sem nefn- ist Outbreak og fjallar um baráttu gegn veiru af þessu tagi. Þótt verið sé að lýsa raunveruleg- um atburðum í The Hot Zone er frá- sögnin eins og hörkuspennandi reyf- ari sem ógerlegt er að leggja frá sér fyrr en við bókarlok. THE HOT ZONE. Höfundur: Richard Preston. Anchor Books, 1995. Metsölukiljur Bretland Skáidsögur: 1. Patricia D. Cornwell: Ths Body Farm. 2. Maeve Binchy: The Glass Lake. 3. Jeffrey Archer: Twelve Red Herrings. 4. Anais Nin: A Model. 5. Gabriei Garcia Marquez: Bon Voyage. Mr. President. 6. John Grisham: The Chamber. 7. Oscar Wilde: The Happy Prince. 8. Italo Calvino: Ten Italian Folk Tales. 9. Anton Chekhov: The Black Monk. 10. Roald Dahl: A Lamb to the Slaughter. Rit almenns eðlis: 1. Albert Camus: Summer. 2. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 3. Marcus Aurelius: Meditations. 4. Virginia Woolf: Killing the Angel in the House. 5. James Herriot: Seven Yorkshire Tales. 6. Paul Theroux: Down the Yangtze. 7. Kahlil Gibran: Prophet. Madman, Wanderer. 8. Elizabeth David: l'll Be with You in the Squeezing of a Lemon. 9. Camilte Paglia: Sex and Violence, or Nature and Art. 10. Dirk Bogarde: From Le Pigeonnier. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Juliane Preisler: Kysse Marie. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jorn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Til sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Ðen lille prins. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Slæm tíðindi fyrir sólbaðsfíklana: UVA-geislar sólar eru engin meinleysisgrey Eins gott að passa sig vel þegar farið er á sólarströnd. Sífelltmeiri rigning Úrkoman á tempruðum land- svæðum á norðurhveli jarðar hefur aukist jafnt og þétt á þess- ari öld. Aukningin er þegar orðin tíu prósent og er búist við að fratnhald verði á. Það er enskur veðurfræðingur, Mike Hulme, sem hefur komist að þessari niðurstöðu eftir að láta tölvu greina veðurlýsingar frá átta þúsund veöurathugunar- stöðvum. Úrkoman á hitabeltissvæðum norðan miðbaugs hefur minnkað samsvarandi á sama tíma en löndin milli 23. og 50. gráðu norð- lægrar breiddar virðast hafa haldið sínu óbreyttu. Meðalhítinn hefur hækkað um háJfa gráðu en ekki er vitað hvort gróðurhúsaáhrifum er um að kenna eöa hvort orsakarinnar er að leita í mismikilli sól. Finnarvilja flýtimeðferð Finnskt líftæknifýrirtæki hefur óskað eftir þvx að bandaríska matvæla- og lytjaeftirlitið hraöí umíjöllun sinni um nýja meðferð viö insúlínliáðri sykursýki. Aöferðin byggir á því að græöa frumur, sem framleiða insúlin, í sjúklinga. Það hefur sýnt sig að hægt er að halda falóðsykurshlut- fallinu eölilegu án þess að sjúkl- ingar sprauti í sig insúlíni. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Norski lífefnafræðingurinn Hilde Bánrud flytur sóldýrkendum þessa heims heldur slæmar fréttir. Þaö bendir jú allt til þess aö svokallaðir UVA-geislar sólarinnar séu ekki eins meinlausir og af hefur verið látið heldur geti þeir þvert á móti orsakað slæm tilfelli af húðkrabba. Þetta eru niðurstöður Hilde Bánrud í doktorsritgerð sem hún varði fyrir skömmu og fjallaði um áhrif UVA-geisla á frumur. Bánrud hefur áður birt greinar í þekktum vísindatímaritum í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur vinna hennar vakið alþjóða athygli. Það hefur sýnt sig að húðkrabba- meinstilfellum í Noregi hefur ekkert fækkað þrátt fyrir að landsmenn séu sífellt að smyría á sig betri og betri sólaráburð. Sólargeislarnir sem verma á okkur kroppinn á fógrum sumardegi skipt- ast í tvo hópa. Annars vegar eru svo- kallaðir UVA-geislar og hins vegar UVB-geislar. Hættan á húðkrabba samfara hinum sterku UVB-geislum hefur verið þekkt í mörg ár. Snyrti- vörufyrirtækjum hefur smám saman tekist aö þróa sólaráburði sem úti- loka áhrif UVB-geisla sólarinnar og koma í veg fyrir að viö sólbrennum. Engu að síður fá tíu þúsund Norð- menn húðkrabba á ári hverju, þar af eru níu hundruð tilfelli af illkynj- uðu tegundinni. Hilde Bánrud telur hins vegar aö mesta hættan á húðkrabba tengist UVA-geislunum. „Niðurstöður rannsókna minna sýna nefnilega verulegar frumu- breytingar af völdum UVA-geisla. Margar frumur mynda tvo kjarna með erföaefninu DNA eftir að hafa orðið.fyrir áhrifum UVA-geisla en í eölilegu ástandi eiga frumur aðeins að hafa einn kjarna. Þessar frumu- breytingar geta verið orsakimar að myndun húðkrabba," segir Hilde Bánrud. Hún er þeirrar skoðunar að sól- kremin, sem vemda fólk svo vel gegn UVB-geislunum, veiti falska öryggis- tilfinningu. Krem þessi séu svo góð að við getum allt að því verið eins lengi úti í sólinni og við kærum okk- ur um án þess að brenna. Líkaminn sendir ekki frá sér boð um að hann hafl fengið nóg. Hilde Bánmd segist þó alls ekki vera nein öfgamanneskja. „Sólböð í hófi og með góðri vöm eru heilsu- samleg fyrir líkamann," segir hún. Nýtt ástand efnisins Vísindamönnum hefur tekist að kæla atóm frumefnisins rúbíd- íum svo mikið niður að þau þétt- ust saman í eitt stórt ofuratóm sem hegöar sér allt öðruvísi en annað efni. Atómin voru kæld niður í 170 milijarðasta hluta úr gráðu ofar alkulí. Þaö er þrjú hundrað sinn- um lægra hitastig en vísinda- mönnum hefur tekist að ná til þessa. Jaftivel flarlægustu hom alheimsins eru þúsund milljón sinnum hlýrri en þetta. Alkul verður við mínus 273,15 gráður á celsíus en við þaö hitastig er eng- in hreyfing í efninu og það gefur ekki frá sér neinn varma. Það mun hins vegar ekki vera hægt að kæla efni niður í alkul. Albert Einstein hafði séð fyrír hið nýja ástand efnisins fyrir sjö- tíu ámm. Ekki útdauð- irenn Á Seychelles-eyjum í Indlands- hafl hafa nú uppgötvast tvö karl- dýr af risaskjaldbökutegund sem ekki var vitað tíl að lifði annars staöar en á Aldabra-eyjum og sem allir töldu að hefði dáið út í kring- um árið 1840. Karldýrin tvö voru snarlega friðuð en nú ríður á að finna handa þeim kvendýr. Skjaldbökur voru með fyrstu dýrunum til að hverfa þegar sæ- farendur fyrr á öldum tóku land á eyjum út um heim allan í leit að fersku kjöti til að næra sig á á langferðum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.