Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 13 Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum; Elsti bakarinn á Suðumesjum, Val- geir Þorláksson, hélt nýlega upp á tvöfalt afmæli. Bakaríið hans, Val- geirsbakarí í Njarðvík, varð 25 ára og sjálfur átti hann 50 ára afmæh. í gegnum árin hefur Valgeir bakað margar brauðtegundir. „Nú eru komin þessi góðu súrdeigsbrauð sem eru tvímælalaust komin til að vera. Þetta eru tískubrauðin í dag og mik- il heiisubrauð. Þessum brauðum hef ég. mikla trú á,“ segir Valgeir um súrdeigsbrauðið sem hefur vakið mikla athygli á Suðurnesjum og við- ar. Brauðinu, sem er gerlaust og fitu- laust, hefur verið vel tekið enda fjölg- ar þeim landsmönnum ört sem hugsa meira um línumar og gæta aö því hvað þeir setja ofan í sig. Valgeir reynir aö breyta uppskriftinni tvisv- ar í viku til að fá annað bragð en heldur sömu uppbyggingunni á súr- deigsbrauðinu. Hann segir þó að menn megi ekki gleyma fransk- og heilhveitibrauðunum. Þau séu ekki óhoh enda séu miklar trefjar í þeim. „Það em margir sem kaupa eingöngu heilsubrauðin. Við seljum einnig mikið af tertum og vínarbrauðum sem fólk verður alltaf annað slagið að leyfa sér að fá. Fólk fær sér þá bara einn góðan göngutúr á eftir.“ Valgeir hefur verið í faginu frá því hann var 15 ára. Hann er uppalinn á Húsavík en flutti 25 ára gamall til Njarðvíkur, en þaðan er konan hans, Magdalena Olsen, með innbú úr bak- aríi sem hann hafði keypt. Þau hjón- in hófu rekstur á Valgeirsbakaríi og leigöu til að byrja með 104 fermetra húsnæöi. Síöan keyptu þau hús- næðið og fyrir 10 árum byggðu þau nýtt 300 fermetra bakarí við hhðina á því gamla. Gamla húsnæöið gáfu þau björgunarsveitinni í Höfnunum og er það notað sem björgunarskýh. Fyrstu árin unnu þau Valgeir og Magdalena tvö í bakaríinu og af- greiðslunni en nú eru breyttir tímar og starfsmennimir eru orðnir ellefu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum hvar bakaruð er til húsa í Njarðvík. Þar er byrjað að vinna eldsnemma á morgnana og hefur ilmurinn vakið marga Njarðvíkinga með bros á vör. Þeir em einnig margir sem ekki geta keyrt fram hjá bakaríinu án þess að fá sér eitthvert góðgæti þar. radiomidíin. Grandagarði 9 • Sími 511 1010 Valgeir Þorláksson bakari i Njarðvik. DV-mynd Ægir Már 28" LITASJONVARP . . 4F Hágœða Surround Nicam-Stereo! _ slibroijwd ^ sama VERÐl! Nicam Stereo Surround-hljómgæöi íslenskt textavarp Super Planar myndlampi og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.800 STGR. SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 568 9090 U RÐ elsta bakarans Tvöfalt afmæli AUKAHLUTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.