Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Dagur í lífl Áma Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunar NLFÍ: Haldið upp á 40 ára afmæli Ég vaknaöi aö vanda vel fyrir klukkan sjö. Á meðan ég var í sturtu hringdu stöllur frá gömlu gufunni (Ríkisútvarpinu) og spurðu mig spjörunum úr um 40 ára afmæli Heilsustofnunar NLFÍ sem var þenn- an dag. Raunar þurftu þær ekki aö spyrja mig spjörunum úr því ég sat á adamsklæðunum á meðan ég svar- aði þeim. Fékk mér kjarngóöan morgunverð og saknaði Moggans. Var kominn á skrifstofuna rúmlega hálfátta. Því miður hafði veðurspáin staöist. Það var byrjað að rigna. Við höfðum skipulagt afmæhsgleði starfsmanna og ijölskyldna þeirra í Þrastalundi en nú varð að breyta því í skyndi. Varaskeifan var stóra tívoh-húsið. Þangað fór hð vaskra manna til aö gera klárt fyrir kvöldið. Ég hafði samband við Jón Ragnarsson á Hótel Örk. Hann lánaði okkur borð og stóla með brosi á vör. Og sama gerði Ólaf- ur í Húsinu á sléttunni. Valdimar í Kjörís bjargaði ísmálum barnanna. Allir voru boðnir og búnir til að að- stoða. 300 manna veisla hafði verið í undirbúningi nokkurn tíma og nú var allt tilbúið um miðjan dag. í hug- anum fagnaði ég og þakkaði kosti lít- ils samfélags og samhjálpar. Áhyggjur af þrastahreiðri Fyrir hádegi komu til mín nokkrir dvalargestir og starfsmenn til að ræða margvísleg mál. Elskulegur eldri maöur hafði af því nokkrar áhyggjur að þrastarungar í hreiöri í blómakörfu utandyra kynnu að detta niður og meiöast og þá kannski að köttur næði í þá. í vor hafði varp misfarist hjá þrastarhjónum en þau byrjuðu bara aftur dvalargestum til ómældrar ánægju. Þroski og vöxtur unganna haföi verið uppspretta um- ræðna og gleði. Um miðmorgun fór ég yfir rekstr- aryfirlit fyrstu sex mánaða. Launa- kostnaður hafði hækkað verulega vegna kjarasamninga og afleysinga í sumarleyfum. Stofnunin er á fostum fjárlögum og allur rekstur í járnum. Ég ýtti áhyggjunum frá mér í trausti þess að fjármálaráðuneytið bætti kostnað vegna samninga sem það gerði sjálft. Ég fór yfir innlagnahsta. Aht fullt, um 160 dvalargestir og margir á biðhsta. Kannaði trygginga- mál vegna listaverka Þorbjargar Pálsdóttur og Hannesar Lárussonar. Þau sýna verk sín á 40 ára afmælis- sýningu NLFÍ og lífga mjög upp á húsakynni og nágrenni. Sýningin verður formlega opnuð á sunnudag og fjölda manns boðið. Síðan hafði ég samband við vin minn, Baltasar hstmálara, sem var að ljúka við mál- verk af Jóni Guðmundssyni yfirsmið sem hér hefur starfað síðan 1953, í tvö ár áður en stofnunin tók til starfa. Við afhjúpuöum myndina inni í borösal klukkan hálftólf, að viðstöddum íjölda starfsmanna. Mál- verkið reyndist einstaklega vel gert, eitt besta verk sem ég hef séð eftir Baltasar - glettið brosið hans Jóns og vinnulúnu hendurnar. í öllu sínu lítillæti og andúð á hégóma held ég að Jóni hafi hkað myndin vel. Ræöa í hádegi í hádeginu var hátíöarmatur: lax og margs konar góðgæti annað. Ég ávarpaði dvalargesti og minntist brautryðjandans, Jónasar Kristjáns- sonar læknis, sem hafði forgöngu um smíði og rekstur Heilsustofnunar og boðaði nýja lífshætti og forvarnir í heilbrigðismálum. Eftir hádegi gekk ég frá nokkrum atriðum vegna hjól- reiðakeppni sem var haldin daginn áður og tókst vel. Hún var háð í til- efni afmælisins. Þá skoðaði ég tilboð í bónvinnu. Mestur hluti síðdegisins fór í undirbúning kvöldsins. Fúll í lauginni Um hálfsexleytið fór ég í bestu laug á íslandi, laugina í Laugaskarði. Þar tókSt nokkrum útlendingum að koma mér í illt skap. Þeir óðu inn í búningsklefa á gönguskónum og ætl- uðu út í laug án þess að þvo sér. Ég gerði þeim grein fyrir reglum um sápuþvott á kroppi en þeir urðu bara fúhr. Flestir þvoðu sér þó. Einn neit- aði alveg að fara úr skýlunni. Hann tók sápu ogþvoði sér á milh fótanna í skýlunni. Eg var ennþá argur þegar ég lagðist í' heita pohinn. Þá kom maður, sem mér sýndist ekki hafa þvegið sér, og lagðist niður meö sæluhljóðum. Ég sagði stundarhátt við konu mína og aðra sem ég þekkti Árni Gunnarsson hafði i nógu að snúast að halda upp á afmæli NLFÍ. að hér væri kominn einn sóðinn í viðbót. Þá kallaði sóðinn á htinn son sinn og talaði íslensku. Að auki var hann sápuþveginn frá hvirfli til ilja. Konumar hlógu svo mikið að þær sáu þann kost vænstan að forða sér. Ég varð í framan eins og karfi með andarteppu. Þegar ég kom úr laug- inni hitti ég fararstjóra útlending- anna, elskulega stúlku sem baðst af- sökunar á því að hafa gleymt að brýna fyrir ferðamönnunum að fara eftir baðreglum. Útlendir kólígerlar eru ekkert betri en innlendir. Fullt í tívolíhúsinu Um klukkan sjö vorum við komin í tívolíhúsið og aht fyhtist af gómsæt- um mat sem matreiðslumaðurinn okkar, Francois Fons, hafði útbúið með aðstoð afmælisnefndarinnar sem Jóna Einars stýrði með bravúr. Alhr borðuðu vel og lengi og síðan hófst dagskrá fyrir börnin sem stóð langt fram eftir kvöldi. Sigga Krist- jáns hjúkrunarfræðingur hafði skipulagt leiki og fórst það vel úr hendi, enda skáti. Ég held að alhr hafi skemmt sér vel og verið ánægð- ir með kvöldið. Þegar allir voru farn- ir heim gengum við frá og þrifum eftir okkur. Ég var kominn í rúmið rétt eftir miönætti, ætlaði að lesa Newsweek en sofnaði með blaðið í höndunum. Þetta var góður dagur með góðu fólki. Hvers meira er hægt að krefjast? Finnur þú fimm breytingar? 320 Mundu það, Júlíus: Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér, sama hvað hann er vitlaus, Ijótur, smekklaus og dónalegur. Nafn:. Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og átjándu getraun reyndust vera: 1. Ingibjörg Guðmundsdóttir 2. Borghildur Flórentsd. Smáragrund 7 Krummahólum 33 531 Hvammstangi 111 Reykjavík Myndimar tværvirðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þúþessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöö- inni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita Likþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cad- fael, aö verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsrí flölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú finun breytingar? 319 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.