Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Qupperneq 30
42 LAUGARDAGUR 29. JULI1995 Tíska Rauður kjóll með rennilás frá Ralph Lauren. Ullarkápa niður á kálfa frá Dior. Það verður allt í lagi að láta brjósta- haldið sjást á böllunum f haust eins og í sumar. Dragt með síðum jakka frá MaxMara. Hér kemur nýr tónn, sem verður sjálfsagt vinsæll meðal unga fólks- ins, en það er dragt úr einhvers kon- ar plastefni frá hönnuðinum Önnu Sui. Haust- og vetrartískan: Kvenlegar ullardragtir í brúnum litum vinsælar Þaö hefur varla verið veður hér á landi í sumar til að taka - upp stuttbuxurnar, ermalausu bolina og sumarkjólana. Víðast annars staðar í heiminum hafa slík föt komið sér vel í hitabylgj- unni sem fræg er orðin. Það er þó ekki öll nótt úti enn og við teljum að minnsta kosti einn mánuð eftir af þessu sumri. Þrátt fyrir það eru nú verslan- ir úti í hinum stóra heimi að klára sumarútsölur og ekki líð- ur á löngu uns haust- og vetrar- tískan verður komin í alla * verslunarglugga. í erlendum tískublöðum er þegar farið að kynna hausttískuna frá París, Mílanó, New York og London. Þar boða menn nýja sídd á pils- um og kjólum og dragtir verða vinsælli en nokiam sinni fyrr. Síddin sem verður allsráðandi í Kvenlegar dragtir í brúnum litum verða vinsælar í haust. Og hér er það kasmírullardragt frá Calvin Klein. vetur er rétt fyrir neðan hné, stundum situr hún á hnénu en hjá sumum tískuhönnuðum nær hún alveg niður á miðja kálfa. Kamelbrúnn litur er nokkuð áberandi og reyndar flestir mildir brúnir litir. Jakkar eru aðsniðnir í mittinu, kragar stækka en þó sjást einnig kraga- lausir jakkar. Það er eins og venjulega ýmis- legt sem fram hefur komið á tískusýningum. Dimmrauður litur hefur komið nokkuð mikið fram á prjónuðum kjólum, káp- um og jöldcum. Hinir hefðbundnu haustlitir, svo sem svart, grátt og dökk- fjólublátt, sjást einnig. Eitt er þó öruggt og það er að tískan er kvenleg, eins og þróunin hefur reyndar verið að undanfómu. Ljós ullardragt frá Gianni Versace sem súpermódelið Linda Evang- elista klæðist. Ef einhvern langar að vita það þá kostar dragtin tæp 140 þúsund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.