Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Side 31
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 43 Sannur vinur skilur ekki vin sinn eftir einan í landi sorgarinnar. Vinur í sorg Maður nokkur á óræðum aldri hringdi til Nökkva læknis fyrir nokkru. Honum var mikið niðri fyrir. Eftir stuttaralega kveðju og „afsakaðu að ég hringi heim til þín seint um kvöld“ vék hann sér beint að efninu. „Getur þú ekki gefið mér einhver ráð? Vinur minn einn varð fyrir miklu áfalli fyrir skemmstu. Hvað fmnst þér að ég eigi að gera? Tala við hann? Hvemig? Á ég að ráðleggja honum eitthvað? Hvað? Skrifaðu fyrir mig um hlutverk vina í sorg. Skin og skúrir í mannlegu lífi skiptast á skin og skúrir. Þegar hamingja brosir út undir eyru er oft sorg á næsta leiti. Mönnum verða á mistök, taka rangar ákvarðanir, lenda 1 ógöngum og villast í fimbulþokum tilverunnar. Óvænturharmur knýr stundum dyra þegar veislan stendur sem hæst. Állur missir er erfiður og viðbrögð fólks geta verið ákaflega mismunandi. Eitt sinn var tahð að allt sorgar- ferli væri keimlíkt, syrgjandinn fyndi fyrir örvinglan og þunglyndi fyrst eftir áfallið, ynni sig síðan hægt og bítandi gegnum sorgina, sætti sig við missinn og aðlagaðist lokst breyttum aðstæðum. Þetta átti að gerast nokkuð fljótt og ör- ugglega og öll tilbrigði við sorgar- stefið voru áhtin óeðlileg og af hinu illa. Þeir sem ekki töluðu opinskátt um sorg sína og missi voru stund- um sakaðir um afneitun eða þegj- andahátt. Hinir sem jöfnuðu sig of fljótt voru álitnir kærulausir og kaldlyndir. Ekkja sem dansaði á bahi nokkrum mánuðum eftir lát manns síns var talin bæði lauslát ogtilfinningalaus. Nýjar rannsóknir benda þó til þess að fólk fari á marga vegu gegn- um þetta ferli. Ekki er til nein ein „rétt“ leið sem syrgjandinn velur sér.Sorg er ákaflega einstakhngs- bundin. Mikilvægi vina Á raunastundum lífsins skipta vinir ákaflega miklu máli: Margir frnna þó fyrir miklum vanmætti gagnvart sorg vina sinna: verður orðavant, fara hjá sér og draga sig síðan í hlé. En syrgjandinn þarf mjög á nærveru vina sinna að halda. En hvað skal segja? Ahs kyns athugasemdir um hæfni eða getuleysi einstaklingsins til að tak- ast á við sorg sína falla oftast í grýttan jarðveg og gera meiri skaða engagn. Á laákmvaktinm Einn syrgjanda hitti Nökkvi fyrir nokkru. Hann kvartaöi mikið und- an gömlum frænkum sínum sem í sífellu sögðu honum sögur af því hvernig Stínu frænku hefði tekist að komast yfir sonarmissi með þvi að syngja í kirkjukór og fara í sund tvisvarádag. Sú leið sem einn velur sér þarf ekki að henta neinum öðrum. Stundum er gott að leiða að því hugann hvað maður sjálfur helst vildi heyra í þessum sömu erfiö- leikum. Það er erfitt að gefa ein- hver ráð en þó hafa þessi atriði stundum komið sér vel: 1. Varast skal alla gagnrýni á syrgjandann. Ekki skamma fólk fyrir aumingjaskap, grátköst eða viðkvæmni heldur draga fram j á- kvæða þætti og uppbyggilega. 2. Syrgjandanum finnst betra aö tala en hlusta. Því er brýnt að sýna stuðning með því að hlusta af at- hygli en kaffæra ekki syrgjandann í sögum og ráöleggingum úr eigin reynsluheimi. Ef gömul frænka vill tala um manninn sinn heitinn sem dó fyrir tveimur árum er henni mestur greiði gerður með þvi að hlusta af athygh en þagga ekki nið- ur í henni á yfirlætislegan hátt „vegna þess að svo langt er um lið- ið“. 3. Á sama tíma er gott að gera sér grein fyrir því að syrgjandinn kærir sig sjaldnast um að tala ahtaf um sorg sína. Það er ágætt að brydda stundum upp á öðrum um- ræðuefnum. 4. En mikilvægast er þó að vera til taks og bjóða fram aðstoð sína og umhyggju. Ung ekkja sagði Nökkva eitt sinn frá því hvernig mikið fjölmenni hefði verið við jarðarför manns hennar. Ahir vottuðu samúð sína og sögðu „henni bara að hringja ef hún þyrfti einhvers með“. Hún hringdi aldrei í neinn og sat ein með sorg sína. í slíkum thvikum er rétt að hringja reglulega, bjóða fram aðstoð sína, hlusta og vera alltaf thbúinn að sitja með syrgj- andanum, þegja og finnna th. Mestu skiptir þó að skilja ekki vini sína eftir eina á raunastund. Fyrir nokkrum dögum var Nökkvi staddur í Washingtonborg í Bandaríkjunum. Hann heimsótti hinn merkilega vegg sem reistur var th minningar um þá rúmlega íimmtíu þúsund hermenn sem féllu í Víetnam. Þar hitti hann fyrir nokkra gamla hermenn sem nú voru meðlimir í hinni frægu Hells Angels mótorhjólareglu. Þeir voru allir í htríkum bolum með einfaldri áletrun: „Bikers don’t leave their brothers behind". Nökkva fannst að ekki þyrfti að hafa fleiri orð um vináttuna. Sannur vinur skilur ekki vin sinn eftir einan í landi sorgarinnar; hann fer með honum og yfirgefur hann ekki á leiðinni til mannheima á nýjan leik. BMW 520i, 24 v, árg. ’91, ekinn 51 þús. km, ssk., 4 dyra, svartur, sóllúga, áfelgur og fleira. Verð kr. 2.200.000. BMW 525i, árg. ’92, ekinn 38 þús. km, ssk., 4 dyra, sóllúga, álfelgur og fleira. BÍLAÞING HEKLU NOTAÐIR BÍLAR Bílaþing Heklu • Laugavegi 1 74 • Sími 69 56 60 • Fax 69 56 62 Tilkynning frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins Lögum og reglugerð um Þróunarsjóð sjávarútvegsins hefur nýlega verið breytt. Þetta eru lög nr. 89/1995 um breytingu á lögunt nr. 92/1994 og reglugerð nr. 387/1995 um breytingu á reglugerð nr. 644/1994. Breytingarnar lúta nær eingöngu að úreldingarstyrkj- um vegna fiskiskipa. Helstu breytingar eru þessar: í. Krókabátar fá nú aðild að sjóðnum. Þeir geta feng- ið úreldingarstyrk og greiða til sjóðsins með sam- bærilegum hætti og aflamarksskip. 2. Heimilt er gegn ströngum skilyrðum að halda skipi á skipaskrá þótt greiddur hafi verið úreldingarstyrk- ur vegna þess. 3. Styrkhlutfall (lengst til ársloka 1995) verður 45% vegna krókabáta en 20% vegna annarra skipa. Vakin er athygli á því að frá og með 1. janúar 1996 mun gilda sama styrkhlutfall fvrir öll skip og gildir þá einu hvort þau eru krókabátar eða aflamarksskip. Líklegt er að það hlutfall verði mun lægra en 45% og raunar er ekki unnt að útiloka þann möguleika að hlutfall eða hlutföll verði lækkuð fyrir lok þessa árs. Hins vegar er heimilt til ársloka að iáta krókabáta njóta hærra styrkhlutfalls en aflamarksskip njóta. Krókabátar verða gjaldskyldir til Þróunarsjóðs bæði hvað varðar árlegt gjald fyrir hvert brúttótonn (nú 775 kr. fyrir hvert brúttótonn reiknað með tveimur auka- stöfum) og hvað varðar árlegt gjald fyrir hverja land- aða þorskígildislest (nú 1.000 kr. fyrir hverja þroskí- gildislest). Gjald fyrir hvert brúttótonn verður fyrst lagt á krókabáta þann 1. janúar 1996 og gjald fyrir hverja landaða þorskígildislest verður fyrst lagt á krókabáta 1. september 1996 og miðast það við landað- an afla viðkomandi báts á tímabilinu 1. ágúst 1995 til 31. júlí 1996. Ekki er við því að búast að stjórn Þróunarsjóðs sam- þykki fyrstu styrkina samkvæmt nýjum reglum fyrr en í lok ágústmánaðar 1995. Hins vegar ættu væntanlegir umsækjendur að sækja sem fyrst um, m.a. vegna þess að alla opna báta þarf að meta og það tekur tíma. Áætlaður kostnaður slíks mats er nú kr. 12.600. Aflamarksskip, sem fyrst voru skráð á skipaskrá eftir 31. desember 1993, og krókabátar, sem fyrst voru skráðir á skipaskrá eftir 30. apríl 1995, geta ekki feng- ið úreldingarstyrk fyrr en þeir hafa greitt gjald til Þró- unarsjóðs í a.m.k. 3 ár. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins. Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur aðsetur hjá Fisk- veiðasjóði íslands, Suðurlandsbraut 4,155 Reykjavík. Síminn er 588 9100 og fax 568 9588. Reykjavík, 26. júlí 1995 Þróunarsjóður sjávarútvegsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.