Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Þeir vörpuðu sprengjunni -hálf öld á sunnudag síðan kjamorkusprengju var varpað á Hiroshima Þeir vörpuðu fyrstu kjarnorkusprengjunni fyrir nákvæmlega fimmtíu árum og segjast ekki hafa samviskubit vegna þess. Paul Tibbets, flugmaður Enolu Gay. Snemma að morgni mánudagsins sjötta ágúst 1945 var bjart yfir Hiro- shimaborg á suðvestanverðri Hons- hu-eyju í Japan. Sólin skein og hvergi sást ský á hlmni. Snemma um morg- uninn voru loftvarnarflautur þeyttar en fljótlega kom í ljós að aöeins ein bandarísk flugvél var á ferð yfir borginni og í mikilli hæð að auki svo að hættuástandi var aflétt. Þennan dag höfðu margir námsmenn og fólk frá nærliggjandi þorpum og bæjum verið kallað út til aö bera burt brot úr húsum sem höfðu verið sprengd til grunna til að mynda eldvarnar- stíga vegna yflrvofandi loftárása bandamanna. Þegar klukkan var fimmtán mínút- ur og sautján sekúndur gengin í níu opnaðist sprengjuhurð bandarísku flugvélarinnar. Niður féll lítil sprengja sem sprakk í 580 metra hæð yfir miðborginni. En þótt hún væri lítil um sig urðu afleiðingarnar skelfilegar. Hitinn sem myndaðist í miðpunkti sprengingarinnar varð nokkur milljón stig. Allir sem stadd- ir voru á um það bil eins kílómetra svæði út frá sprengingunni létust samstundis og allt sem á því svæði var varð að ösku. Stuttu síöar skall á mikill stormur vegna gífurlegs hit- ans og sömuleiöis mynduðust háir rykstrókar. Eftir tuttugu til þrjátíu mínútur tók að falla svart regn á miðborgina og á svæðið norðvestur af henni. Mikið af geislavirku ofan- falli fylgdi þessu svarta regni. Fjór- um mánuðum síðar, í desember 1945, þegar bráðum veikindatilfellum og dauðsföllum vegna geislavirkninnar fór að fækka, mátu borgaryflrvöld að 140 þúsund manns hefðu látist vegna sprengingarinnar. Einn af hverjum fimm lést samstundis er sprengjan féll, að því er tahð er. Langflestir, eða þrír af hverjum fimm, dóu vegna hitageislanna og eldanna sem fylgdu sprengingunni og fimmtungur af völdum geislunar. Margir þeirra sem liföu af þessa óg- urlegu sprengingu þjást enn þá lík- amlega, andlega eða hvort tveggja. 50 langar sekúndur Þessar staðreyndir má lesa í skýrslu Hiroshimaborgar til Samein- uðu þjóðanna árið 1976. En hvað skyldi hafa verið um að vera í háloft- unum á sömu stundu, það er að segja í flugvélinni sem kjarnorkusprengj- unni var varpað úr? „Um leið og sprengjan féll út varð ég að beygja þessari stóru flugvél nærri sextíu gráður. Við urðum að koma okkur á brott og ég hafði fimm- tíu sekúndur til þess. Þetta voru fimmtíu lengstu sekúndur sem ég hef lifað," segir Paul Tibbets undirhers- höfðingi sem flaug B29-sprengjuflug- vélinni Enolu Gay þennan örlagaríka morgun. Hann var þá tuttugu og níu ára gamall og er því nær áttræður núna. Hann man herförina í smáat- riðum. Sömu sögu er að segja af Ted „Dutch“ Van Kirk siglingafræðingi sem Tibbets valdi til að hafa með sér á sínum tíma. Þeir kynntust árið 1942 þegar báðir höfðu nýlokið námi í flugskóla hersins og Van Kirk var settur í flugsveit Tibbets. Tveimur árum síðar, þegar hann vann við prófanir á B29-sprengjuvélunum í Nýju-Mexíkó, var hann kallaður fyr- ir yfirhershöfðingja flughersins sem gaf honum fyrirskipun sem hann hefur orðrétt eftir enn þann dag í dag: „Þú hefur verið vahnn th að mynda starfshóp og þjálfa þann starfshóp til að varpa kjarnorku- sprengjum á Japan og yfir Evrópu samtímis. Þessi hernaðaraðgerð átti að fara svo leynt að Tibbets var bannað að segja mönnum sínum th hvers væri ætlast af þeim. Hann varð að leggja öll fyrirmæli á minnið. Ekkert mátti skrifa hjá sér. Engarvarnir „Fyrstu viðbrögð mín voru: Vá, maður, ef þetta heppnast bindum við snarlega enda á stríðið. Kjarnorku- vísindamennirnir höfðu talað um að engar vamir dygðu gegn slíkri sprengju. Ég var aðeins 29 ára og fuh- ur sjálfstrausts. Mér fannst ég geta leyst aht af hendi sem ég var beðinn um á þessum árum,“ segir Tibbets. Van Kirk minnist óljóst fyrstu fundanna með Tibbets eftir aö hann hafði verið valinn til að annast flug- leiðsögnina: „Þegar Paul hringdi og spurði hvort ég vhdi vera með sagði hann sem svo að ef það heppnaðist sem við ættum að gera myndum við binda enda á stríðiö eða að minnsta kosti stytta það til muna. Enginn settist niður með mér og útskýrði til hvers væri ætlast af okkur. Ég man hins vegar eftir því að ég hitti Nor- man Ramsey oft. Hann hafði nýlega verið á forsíðu Time og í blaðinu stóð að hann væri einn af helstu efna- fræðingum Bandaríkjanna. Það þurfti því enga stórgreind til að átta sig á því sem var á seyði.“ Tibbets og félagar þurftu aö breyta sprengjuflugvélinni sem síðar var gefið nafn móður hans, Enola Gay, til að hún hentaði sem best til farar- innar. Skipt var um hreyfla og sömu- leiðis var sprengjuhurð sett á vélina sem hægt var að opna með þrýsti- lofti á hálfri sekúndu og loka jafn fljótt. Öllum var ljóst að eftir að sprengjunni var kastað lægi á að koma sér sem fyrst á brott til aö lifa ósköpin af. Evrópa slapp Meðan á undirbúningnum stóð var friður saminn í Evrópu. Þar með var ljóst að sprengju yrði einungis varp- að á Japan. Þegar Tibbets var í Wash- ington í maí 1945 voru nokkur skot- mörk vahn og skoðuð nánar. „Þetta vora Hiroshima, Nagasaki, Niigata og Kokura,“ segir Tibbets. „Þessar íjórar borgir voru valdar því að, stjórnendur Manhattan-rannsóknar- verkefnisins svonefnda, sem hafði smíði fyrstu kjarnorkusprengnanna með höndum, vildi fá óskemmdar borgir með öhu til að þeir gætu met- ið th fullnustu afleiðingar þess sem ein svona sprengja ylh.“ Ákveðið var að skotmarkið yrði endanlega valið með thliti til veðurs. Ljóst var að ekki mátti vera skýjaö þar eð ratsjár flugvéla voru enn svo ófullkomnar að þeim var ekki fylh- lega treystandi. Fyrstu dagar ágúst- mánaðar voru því taldir heppilegast- ir til verksins. Van Kirk sighngafræðingur minn- ist þess að spennan óx í hópnum þeg- ar leið að farardegi. Hann þurfti meira að segja að leggjast á sjúkra- hús vegna útbrota sem talið var að mætti rekja th streitu. Áhöfnin var komin til eyjarinnar Tinian á Kyrra- hafi og nú var búið að segja öllum frá því sem í vændum var. Van Kirk telur að spenningurinn í áhöfninni hafi ekki fyrst og fremst verið vegna ábyrgðarinnar sem var lögð á herðar henni með því að fela henni svo mik- hvæga ferð heldur vegna þess að vís- indamennirnir óttuðust að sprengjan myndi ekki virka. Lítil en stórtæk „Hún var nú ekki sérlega merkheg á að líta,“ segir Van Kirk, „og stór var hún ekki - um það bh eins metra breið og rúmlega þrír á lengd. Satt best að segja minnir mig að ég hafi fundið fyrir einhvers konar lotningu fyrir því að eitthvað svo lítið gæti eyðilagt jafn mikið og visindamenn- imir höfðu sagt okkur. Einnig vonaði maður náttúrlega að hún spryngi. Talsverð hætta var á að eitthvað færi úrskeiðis. Hún haföi nú ekki verið prófuð neitt sérstaklega mikið fyrir fram og tveimur dögum áður en við lögðum í’ann kom í ljós að kveikjubúnaöurinn virkaði ekki.“ Hvorki Tibbets né Van Kirk sváfu mikið nóttina fyrir ferðina. Þegar sighngafræðingurinn smeygði sér upp um gólflúguna á sprengjuflug- vélinni hugsaði hann með sér: Dríf- um okkur í að hefja sýninguna. Stemningin var „eins og við frum- sýningu í Hollywood". Einn fluglið- inn bar hana saman við það að verið væri að opna stórmarkað i Suður- Kaliforníu. Margir háttsettir menn í Bandaríkjaher voru viöstaddir, hers- höfðingjar, aðmírálar og fleiri. Menn tóku ósköpin öll af ljósmyndum. „Greinilegt að liðið í Manhattan- verkefninu ætlaði að eiga sem flest á filmu til að hafa sagnfræðina sem réttasta," segir Van Kirk sposkur. „Og þannig gekk þetta lengi vel. Að lokum var tilstandið farið að verða hálfvandræðalegt. Þegar við máttum loksins leggja af stað held ég að ahir í flugvéhnni hafi verið hálffegnir." Enóla Gay hóf sig th lofts klukkan 2.45 að staðartíma á Tinian-eyju. Það átti að taka hana sex og hálfa klukku- stund að komast á áfangastað - að skotmarkinu. Van Kirk segir að flug- ið hafi gengið samkvæmt áætlun. Hann hlær að því að hann sem leið- sögumaður átti annríkt alla leiðina. Tibbets flugstjóri og Parsons sprengjustjóri gátu hins vegar tekið lífinu með ró. Eftirlitsvélar með í för „Fyrir vikið hafði ég meiri tíma en ella th að hugsa og hafa áhyggjur," segir Tibbets. „Ef ég á að vera hrein- skilinn hafði enginn getað fullvissað mig um að sprengjan ætti eftir að springa. Alla leiðina hugsaði ég stöð- ugt: Hafa mér orðið á einhver mistök við undirbúninginn? Er það eitthvað sem ég hef gleymt?“ Enola Gay var ekki eina flugvélin í leiðangrinum. Við hhð hennar flugu tvær eftirlitsflugvélar og á -undan þrjár aðrar sem áttu að láta vita af veðrinu yfir borgunum þremur sem nú höföu verið valdar sem líklegt skotmark, það er að segja Hiroshima, Nagasaki og Niigata. „Aðalskot- markið var Hiroshima," segir Tib- bets. „Eftirlitsvélin þaðan var líka fyrst að láta frá sér heyra: „Skyggnið er nær ótakmarkað." Þetta nægði okkur og við hlustuðum ekki á meira af skilaboðunum." Sprengjunni, sem hafði fengið við- urnefnið Lítill drengur, átti að varpa úr Enolu Gay klukkan 8.15 að jap- önskum tíma. Hún féh út sautján sekúndum síðar en áætlað hafði ver- ið. Van Kirk var hrósað eftir á fyrir ótrúlega mikla nákvæmni við flug- leiðsögnina. Fimmtíu árum síðar viðurkennir hann að um heppni hafi verið að ræða. Eins og skothríð Um leið og sprengjan féh af stað þurfti flugstjórinn að taka til hend- inni og koma flugvélinni eins hratt á brott og unnt var ef ske kynni að sprengjan spryngi. Og það gerði hún. Skyndilega hristist flugvélin ákaf- lega og einhver hrópaði: „Skothríð!" „Það var engu líkara en einhver hefði sent okkur loftvarnarskothríð þrjátíu þúsund fet upp í loftið,” segir Van Kirk. „En stélskyttan bar það til baka. Hann haföi séð höggbylgjurnar stefna á okkur með meira en tvöföld- um hraða hljóðsins." Áhöfnin var sem höggdofa þegar hún sá afleiðingar sprengingarinnar. Skýstrókurinn sem myndaðist náði upp í þrjátíu þúsund feta hæð á inn- an við mínútu og stækkaði stöðugt. „Úr miðju stróksins sáum við ekk- ert af borginni því að fyrir utan gluggann var eins og pottur með sjóðandi tjöru á að líta - reykur, ryk, skítur og eitthvað fleira. Og þótt við sæjum ekki hvað hafði gerst í borg- inni sjálfri gátum við ímyndað okkur hvað þessi ótrúlega orka sem sendi strók upp í okkar hæð á svipstundu haföi gert þarna niðri." Van Kirk hikar. Hann veit hvaða spurning kemur næst og svarar áður en hún er borin fram: „Hvað mig varöar liðu íjögur eða fimm ár áður en ég gat hætt að hugsa um fólkið sem við sprengdum." Höfðu sína trú Á leiðinni til baka hljóðritaöi Tib- bets á stálþráð það sem hverjum og einum í áhöfninni lá á hjarta. Hann minnist þess að allir voru sannfærð- ir um að það sem þeir höfðu gert ætti fljótlega eftir að binda enda á heimsstyrjöldina. „Einn orðaði það svo að við værum í raun og veru ekki hermenn heldur óbreyttir borg- arar sem heföu orðið að fara í stríðið gegn vilja sínum. Við vildum bara að því lyki sem fyrst svo að við gæt- um farið heim. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það þýddi fyrir okkur að fara heim.“ Hvorki Paul Tibbits né Ted „Dutch" Van Kirk efast um að þeir gerðu rétt þegar þeir vörpuðu kjarn- orkusprengjunni að morgni 6. ágúst 1945. Þeir telja að sprengjan hafl bjargað fleiri mannslífum en hún tók. „Efþað heföi reynst nauðsynlegt að gera innrás (í Japan) hefði mann- fallið orðið gífurlegt," segir Van Kirk. „Og jafnvel án innrásar heföi stríðið dregist mjög á langinn og menn hefðu fallið á báða bóga.“ Tibbets samsinnir þessu: „Mér er sama hvað hver segir. Við björguðum þúsundum mannslífa á þúsundir ofan. Ég vissi hvað ég var að gera þegar ég tókst þessa ferð á hendur og þegar ég rifja hana upp öllum þessum árum síð- ar er ég sáttur við sjálfan mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.