Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 27
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Undanfarin ár hefur Nökkvi lækn- ir farið í framhaldsskóla nokkurn á Reykjavíkursvæðinu til að ræða við yngri nemendur um áfengis- drykkju og fíkniefni. Að loknum stuttum fyrirlestri hefur hann spurt hópinn um drykkjuvenjur og afstöðu tíl áfengis. Flestir virðast þeirrar skoðunar að gæta beri var- úðar þegar stígin er glíma eða dans við Bakkus konung. Fólk er hrætt við óminni eða blakkát, mörgum er illa við móral og brennivíns- dauða og flestir hafa ímugust á af- rétturum og margra daga drykkju. Þó virðast allir á einu máh að við- teknar venjur og hefðir varðandi áfengisneyslu falh allar úr gildi eina helgi á ári, sjálfa verslunar- mannahelgina. Þá er í himnalagi að drekka sig ofurölvi, fara í óminni, deyja, fá sér afréttara og drekka nokkra daga í röð. Þessa fyrstu helgi í ágúst eiga allir að sleppa fram af sér beislinu, eyða miklum peningum, drekka og skemmta sér ærlega. Glaðhlakkalegir kaupahéðnar Margir kaupahéðnar gera að sjálfsögöu út á þennan markað hömluleysis og unglingaæðis. Nokkrar útíhátíðir eru skipulagðar til að að stefna saman sem flestum unglingum og hafa af þeim eins stóran hluta sumarlaunanna og hægter. Með dyggri aöstoð fjölmiðla tekst yfirleitt að magna upp mikinn trylhng í kringum þessi hátíðahöld. Unghngurinn fær þá tilfinningu að um sé aö ræða „nú eða aldrei ævin- týri“, þeir sem missi affjörinu nái sér aldrei á strik í lífinu. Stans- lausar auglýsingar um útihátíðir bylja á landsmönnum; þekktir popparar og alls kyns smástirni vitna um ágætí ákveðinna staöa og menn keppast við að yfirbjóöa hver annan. Um þessa helgi mun aðalstraum- urinn vera til Kirkjubæjarklaust- urs en þangað hefur verið stefnt einhverjum óþekktum útlendum hljómsveitum ásamt nokkrum ís- lendingum til að spila og syngja á hefðbundnu verslunarmannahelg- arfylliríi. Framkvæmdastjóri há- tíðarinnar heitir því sögufræga „Þá er i himnalagi að drekka sig ofurölvi, fara i óminni, deyja, fá sér afréttara og drekka nokkra daga í röð.“ Múgsefjun um verslunar- mannahelgi nafni Einar (Örn) Benediktsson. Nafna hans, stórskáldinu, tókst fyrr á öldinni að selja útlendingum norðurljósin og virðist slík ofur- sölumennska fylgja nafninu að drengstaula þessum hefur tekist að æra upp fáheyrða stemningu kringum þetta helgarskrall. Hann hefur tryllt fréttamenn og dag- skrárgerðarmenn upp úr skóm og sokkum og búið tíl ótrúlegustu fréttir af þessum „viðburði" til að skapa sem mesta spennu og eftir- væntíngu. Landsmenn hafa t.d. fylgst af athygli með fréttaflutningi piltsins af „trukknum mikla sem framleiðir hávaða“. Fréttamenn hafa ótrauöir gengið erinda hátíð- arinnar og tíundað samviskusam- lega alla eiginleika þessa trukks, ferðakostnað og fararmáta Bjarkar Guðmundsdóttur og skattlagningu hátíðarinnar. Um tíma var þeirri frétt komið á framfæri að allt yrði fljótandi í vímuefnum og dílerar landsins væru á leiðinni á þessa hátíö. Allir sjá hversu fáránlegar þessar gervi- fréttir eru enda hafa þær þann til- gang einan að æra og trylla ungl- inga svo að þeir fái þá tilfinningu að um einhvern meiri háttar „við- burð“ sé að ræða en ekki venjulegt gamalkunnugt fyllirísskrall á nýj- um stað. Aðrar hátíðir hafa fallið í skuggann af ofursölumennsku Ein- Á læknavakdiuú ars þessa Benediktssonar og fjöl- miðlatengslum og sennilega munu einhveijir sitja uppi með sárt enniö þegar kvöldar mánudaginn 7. ág- úst. Sorgleg þróun Þessi sérstaða verslunar- mannahelgar í áfengismenningu þjóðarinnar er í raun ákaflega sorglegt fyrirbæri sem oft hefur dregið á eftir sér alvarlegan og feit- an dilk. Ófá hörmuleg slys hafa orðið um verslunarmannahelgi, alls kyns ofbeldi, þjófnaðir, nauðg- anir og árásir hafa þrifist í þessu fyllirísumhverfi þar sem allt er jú leyfilegt. Fyrir venjulegt foreldri er þessi barátta algjörlega glötuö. Lýðskrum og múgsefjun eru svo algjör að enginn fær rönd við reist. Fjölmiðlar magna upp slíka stemningu aö venjulegum unghngi er vart mögulegt aö standa mótí straumnum og sitja heima meðan alhr skunda á útíhátíð til að skemmta sér ærlega enda eiga menn að „vera í banastuði alla helgina" (dauðadrukknir?), að sögn dagskrárgerðarmanna útvarps- stöðvanna. Þarna er um að ræða dæmi um vanmátt einstaklingsins gagnvart hugarfari, stemningu, peningagræðgi og tíöaranda sem trylUr, villir og ærir um stundar- sakir. Þess vegna mun heillavæn- legast að leggjast á bæn þessa helgi og vona að ekkert alvarlegt komi fyrir og alUr þessir unglingar kom- istheilirheim. 43 LiTTi Vinningstölur , mldvlkudaginn: Helldarupphaeð þessa vlku 44.265.630 á ísi.: 1.235.630 fjff irinningur ertvöfaldur næsT UPfVÍ'SjNGAR, SÍMSVARI «1- «815 11 LUKKUUNA M 10 00-TEXTAVARP 451 ■iRT MEO FYRIRVARA UM PREMTVILLUR Smáauglýsingadeild /////////////////////////////// Verslunarmannahelgin Opið: föstudag frá kl. 9-18 mánudag frá kl. 16-22 Lokað laugardag og sunnudag Næsta blað kemur út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 8. ágúst. Akið varlega og góða ferð smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 563 2700 Sumar-Þrumuleikur 904-1750 Verð kr. 39,90 mín Taktu þátt í skemmtilegum leik þar sem þú átt þess kost að vinna glæsilega Samsung Max 370 hljónrijækja- samstæðu að verðmæti kr. 35.900 eða tíu geisladiskastanda frá Bónus Radíó að verðmæti kr. 1.490 hver. Það eina sem þu þarft að gera er að hringja í 904-1750 og; svara þrem laufléttum spurningum um hin fjölbreyttu Sumar-prumutilboð Bónus Radíó. Svörin við spurningunum finnur þú í fjögurra síðna blaðauka frá Bónus Radíó sem fylgdi DV laugardaginþ 29. júlí. Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn sem d verður úr föst 11. ágúst. Þú getur tekið þátt einsk oft og þú vilt og þannig aukið vinningsmöguleika þína! Grensósye Sími: 5 886 886 Fox:5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.