Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 39
FÖSTUDAGUR 4. ÁGUST 1995 55 Afmæli Birkir Angantýsson Guömar Birkir Angantýsson, múrarameistari og starfsmaður Sauðárkróksbæjar, Sæmun'dargötu 15, Sauðárkróki, verður íimmtugur á morgun. Starfsferill Birkir er fæddur í Kópavogi en ólst upp á Sauðárkróki en fyrsta heimili hans var þó í Málmey á Skagafirði. Hann tók gagnfræðapróf á Sauðárkróki og var í iðnskóla þar og í Keflavík. Birkir, sem nam múraraiðn á Suðurnesjum, fékk meistarabréf1973 en meistari hans var Óskar Guðjónsson. Birkir, sem bjó í Sandgerði í 15 ár, hefur setið nokkur þing Meistara- sambands byggingamanna og starf- að í 5 ár í Kiwanisklúbbnum Drang- ey á Sauðárkróki. Hann hefur feng- ist viö ritstörf, ljóðagerð og kveð- skap og samið lög og texta sem flutt- ir hafa verið á árshátíðum. Fjölskylda Birkir kvæntist 11.9.1966 Hafdísi Guðnadóttur, f. 23.10.1944, húsmóð- ur. Foreldrar hennar: Guðni Ágúst Guðjónsson og Sesselja Júníusdótt- ir, þau eru bæði látin, þau bjuggu í SæbóliíSandgerði. Börn Birkis og Hafdísar: Elínóra Bára, f. 4.9.1965, bóndi, hún á fjögur börn, sambýlismaður hennar er Böðvar F. Sigurðsson bóndi, þau eru búsett á Brunastöðum í Lýtings- staðahreppi; Atli Heimir, f. 16.6. 1968, þungavinnuvélstjóri; Jón Hall- ur, f. 10.8., 1970, sérhæfður fisk- vinnslumaður; Birgitta Sóley, f. 10.6. 1972, fiskvinnslumaður, búsett á Grundarfirði, sambýlismaður hennar er Tryggvi Svansson, þau eigaeittbarn. Systkini Birkis: Lára Salome, f. Guðmar Birkir Angantýsson. 25.1.1938; Sigurgeir, f. 12.4.1939; Anton Jón Ingvar, f. 25.6.1940; Sig- rún Stefanía Ingibjörg, f. 18.7.1943; María Kristjana, f. 8.11.1948; Matt- hias Hafþór, f. 1.6.1952; drengur (Lilli), f. 26.10.1953, d. 5.11.1953; Sig- urlaug Sæunn, f. 14.5.1958. Foreldrar Birkis: Angantýr Elínór Jónsson, f. 16.8.1910, d. 23.9.1982, og Björg Dagmar Bára Jónsdóttir, f. 19.11.1919, d. 16.8.1987. ____________________________Fréttir Miðfjarðará: 140 laxar núna 46 laxar í fyrra Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 10/8, fáein sæti laus, föstud. 11 /8, fáein sæti laus, laugard. 12/8, uppselt, fimmtud. 17/8, föstud. 18/8, laud. 19/8. Miðasalan verður lokuð um verslun- armannahelgina, laugardag, sunnu- dag og mánudag. Miðasalan er opin alla daga nema sunnudaga, frá kl. 15-20 og sýningardaga til kl. 20.30. Tekið er á móti miðapöntunum i sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýning- ardagana. Gjafakort - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Safnaöarstarf Föstudagur Hallgrímskirkja: Orgeltónlist kl. 12-12.30 á laugardag. Douglas A. Brotchie leikur. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta í Há- túni lOb laugardag kl. 11.00. Friörikskapella: Kyrrðarstund í hádegi á mánudag. Léttur málsverður í gamla fé- lagsheimilinu að stundinni lokinni. Seltjarnarneskirkja: Fundur í æsku- lýðsfélaginu á sunnudag kl. 20.30. „Fyrsta maðkahollið eftir útlendinga veiddi 140 laxa núna en í fyrra á þess- um sama tíma veiddust 46 laxar í hollinu. Samt voru alls ekki góðar aðstæður við árnar, hrikalega hvasst næstum allan tímann," sagði Gunnar Gunnarsson en hann var að koma úr Miðfjaröará í fyrradag. „Það eru komnir 510-520 laxar á land og besta stöngin í hollinu var Veiðimenn sem voru að koma úr Eyjafjarðará sögðu að bleikjan væri að koma á staðinn en mikil sílagengd í Eyjafirðinum tefði för hennar upp í ána. Vænar bleikjur hafa veiðst en þær mættu vera fleiri. „Það er komið mikið af bleikju í Fnjóská og hún er væn, þær stærstu eru kringum 4 pund,“ sagði Eiríkur Sveinsson á Ákureyri. með 25 laxa, næsta með 24 laxa og svo 18 laxa. Efri Vesturáin var lang- best en neðri Vesturáin var slöpp- ust,“ sagði Gunnar í lokin. Hítará hefur gefið fleiri laxa en í fyrra „Hítará hefur gefið 230 laxa núna en í fyrra gaf áin 225 laxa allt sumar- ið,“ sagði Steinar Friðgeirsson er við spurðum um Hítárá á Mýrum en veiðin hefur verið mjög góð þar síð- ustu daga. „Ég held að áin fari yfir 400 laxa enda hefur verið hörkuveiði síðustu daga,“ sagði Steinar enn fremur. -G.Bender Tilkyimingar Prestsvígsla í Dómkirkjunni Sunnudaginn 6. ágúst kl. 10.30 verður prestsvígsla í Dómkirkjunni. Vígð verður til Seyðisfjarðarprestakalls Kristin Páls- dóttir guðfræðikandídat. Vígsluvottar veröa séra Bjarni Þór Bjarnason, Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, séra Jakob Ág- úst Hjálmarsson, sem þjónar fyrir altari ásamt biskupi íslands, og séra Kristján Róbertsson, fráfarandi sóknarprestur á Seyðisfirði sem lýsir vígslu. Ný hársnyrtistofa Ný hársnyrtistofa, Salon Bezt, hefur tek- ið til starfa aö Laugavegi 45a, Reykjavík, 2. hæð. Eigandi stofunnar er Ása Bald- vinsdóttir og starfa þar Eyjólfur Magnús- son hársnyrtimeistari, Ástrid Boysen hársnyrtir og Guðrún Elsa Kristjánsdótt- ir hársnyrtinemi. Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn verður opinn um verslunarmannahelg- ina kl. 10-18. Boðiö verður upp á bátsferð- ir á tjörninni og Hrói hrakfallabálkur kemur í heimsókn bæði á laugardag og sunnudag en á mánudaginn kemur Brúðubíllinn í heimsókn kl. 15. í Húsdýragarðinum verður hægt að fylgj- ast með þegar dýrum er gefið og þegar kýrnar eru mjólkaðar í fjósinu kl. 17.30. Þriðjudagur 8. ágúst Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu, Lækjargötu 14a, kl. 10-12. Fella- og Hólakirkja: Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Aftan- söngur kl. 18.00. Vesper. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Tapað fundiö Tölvuúr tapaðist í Kringlunni Á miðvikudaginn sl„ milli kl. 12.30 og 12.45, tapaðist Casio tölvuúr með tölvu- reikni viö Pizza Hut, Hard Rock eða þar á milli. Finnandi vinsamlega hringi í síma 434 1428. Gleraugu fundust Gleraugu í svörtu hulstri fundust í fjör- unni neðan við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Upplýsingar gefur Ólafur í s. 515 1240. Vitni óskast Brotist var inn í rauðan Opel Astra stati- onbíl við Hæðargarð í Bústaðahverfi að- faranótt fimmtudagsins sl. Úr bílnum var tekið útvarpstæki með geislaspilara, ferðageislaspilári, radarvari og sígarettu- kveikjari. Enginn getur notað útvarpið því það er tengt þjófavöm. Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið er sá vinsamlega beöinn að hafa samband við lögregluna. Peysa fannst á Hveravöllum Ferskjulit, hneppt peysa á 3-4 ára fannst á Kili, í nágrenni Hveravalla. Upplýs- ingar í síma 8541193. Veski tapaðist Grábrúnt Búnaðarbankaveski með skil- ríkjum tapaöist á miðvikudaginn sl. Finnandi vinsamlega hringi í s. 587 4225. Vindjakki tapaðist Dökkblár vindjakki tapaðist í síðustu viku í Fossvogi. Finnandi vinsamlega hringi í s. 557 6832. Fundarlaun. Veiðin hefur verið góð í Hítará og eru komnir 230 laxar á land en þau Yvonne Hannan og Oddur Steinarsson leiðsögumaður eru með iax sem veiddist á flugu við ána í fyrradag. DV-mynd Steinar Friðgeirsson Bleikjan að koma á svæðið Allt í veiðiferðina < Beitan í veiðiferðina: , Makríll - laxahrogn - maðkur - sandsíli 4 l / ^ Laugavegi 178, símar: 551 6770 og 581 4455 AÍllH Kk sa: 11 Ml m ifin~ 904-1700 Verö aðeins 39,90 mín Fótbolti . 2 [ Handbolti 31 Körfubolti 4| Enski boltinn 5[ ítalski boltinn 61 Þýski boltinn 7 [ Önnur úrslit 8i NBA-deildin dj Vikutilboö stórmarkaðanna 2J Uppskriftir ' lj Læknavaktin 21 Apótek 3 [ Gengi 11 Dagskrá Sjónvarps 2) Dagskrá Stöövar 2 3J Dagskrá rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5j Myndbandagagnrýni JSJ ísl. listinn -topp 40 7j Tónlistargagnrýni 8j Nýjustu myndböndin «5 ~~í f 1 j Krár 2] Dansstaðir 31Leikhús 4j Leikhúsgagnrýni I Bíó 6j Kvikmyndagagnrýni wmMáMMmm 1} Lottó : 2 [ Víkingalottó Getraunir mmií l#ÍÍIÍfl, 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.