Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur DV Raðmorðingi ennáný Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Debt of Honour. 2. Anais Nin: A Model. 3. Patricía D. Cornwell: The Body Farm. 4. Danielle Steel: Accídent. 5. Oscar Wilde: The Happy Prince. 6. Maeve Binchy: The Glass Lake. 7. Italo Calvino: Ten Italian Folk Tales. 8. Gabriel Garcia Marquez: Bon Voyage, Mr. President. Q Antnn Bandaríkin Skáldsögur: 1. Patricia Cornwell: The Body Farm. 2. Celeb Carr: The Alienist. 3. Tom Clancy: Debt of Honor. 4. Carol Shields: The Stone Diaries. 6. Barbara Taylor Bradford: Everything to Gain. 6. John Grisham: The Chamber. 7. Nora Roberts: Born m lce. 8. Jude Deveraux: Remembrance. 9. Peter Benchley: White Shark. 10. Frederick Forsyth: The Fist of God. 11. Chatherine Coulter: The Nightingale Legacy. 12. John Saul: The Homing. 13. Mary Higgins Ctark: Remember Me. 14. John T. Lescroart: The 13th Juror. 15. Meave Binchy: Circle of Friends. Rít almenns eðlis: 1. Richard Preston: The Hot Zone. 2. J. Lovell 8i J. Kluger: Apollo 13. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 7. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings, 8. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 9. Delany, Delany & Hearth: Having Qur Say. 10. M. Knox & M. Walker: The Private Diary of an O.J. Juror. 11. Hope Edelman: Motherless Daughters. 12. Nicholas Dawidoff: The Catcher Was a Spy. 13. Thomas Moore: Soul Mates. 14. Christopher Ogden: Life of the Party. 15. Laurence Leamer: The Kennedy Women. (Byggt á New York Tímes Book Review) Allt frá því sá ógeðslegi þrjótur Hannibal Lecter sló í gegn, fyrst í skáldsögunni The Silence of the Lambs eftir Thomas Harris og svo í samnefndri kvikmynd, hafa blóðug- ar spennusögur um raðmorðinga veriö eftirsóttar vestan hafs sem austan. Það á við um sakamálasögur Patriciu Cornwell en nýjasta papp- írskiljan hennar - The Body Farm - ílaug snarlega í efsta sæti metsölu- listanna. bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Patricia Cornwell er 38 ára að aldri, fædd í Miami í Bandaríkjunum en alin upp í Norður-Karólínuríki þar sem þessi nýjasta skáldsaga hennar gerist að verulegu ieyti. Hún gekk menntaveginn á heimaslóðum en fór svo út í blaðamennsku. Henni var í upphafi falið að sinna lögreglufrétt- um og þar með hófust þau kynni hennar af löggæslu og afbrotum sem brátt áttu hug hennar allan og urðu henni tilefni til að skrifa sakamála- sögur. Sló ígegn árið 1990 Patricia var svo hrifm af barátt- unni gegn alvarlegum glæpum að hún starfaði með lögreglunni um árabil sem sjálfboðaliöi. Svo fékk hún vinnu hjá embætti líkskoðarans í Richmond, höfuðborg Virginiu- ríkis, og kynntist þá náið aðferðum lækna við að skoða lík fórnarlamba ofbeldisglæpa í leit að sönnunar- Umsjón Elías Snæland Jónsson gögnum. Sú sérfræði einkennir mjög sögur hennar þar sem gjarnan er lýst í smáatriðum hvernig gramsað er í líkum manna. Þegar Patricia fór að semja saka- málasögur hélt hún sig fyrst við hefð- bundnar formúlur enskra spennu- sagna; samdi þrjár slíkar en fékk enga þeirra útgefna. Smám saman hallaðist hún að því að fara inn á þá braut hörkulegs raunsæis sem einkennir útgefnar sögur hennar. Sú fyrsta, sem skrifuð var í þeim stíl, heitir Post Mortem og kom út árið 1990 og sló í gegn; fékk m.a. fern verðlaun í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Scarpetta kemur til bjargar Næstu sögur Patriciu juku enn vin- sældir hennar: Body of Evidence, All That Remains, Cruel & Unusual og The Body Farm, enda er hún nú orðin forrík, hefur íjölda manns í þjónustu sinni og er jafnvel búin að stofna sérstakt kvikmyndafyrirtæki til að koma sögunum á hvíta tjaldið. í þessari nýjustu bók, eins og hin- um fyrri, er höfuðpersónan fertug kona, dr. Kay Scarpetta, líkskoðari í Richmond, sem tekur þátt í að leysa óhugnanleg morð með sérfræði sinni. Að þessu sinni hefst leitin með iíki ellefu ára gamallar telpu sem finnst myrt á víðavangi. Frásögnin er óneitanlega hröð og spennandi þótt niðurstaðan komi reyndar ekki svo mjög á óvart. Lýs- ingarnar eru á stundum harla nær- göngular, eins og gjarnan í þessari tegund spennusagna, og ekki fyrir þá sem vilja lesa um blóðlaus mann- dráp a la Agatha Christie. THE BODY FARM. Höfundur: Patrlcla Cornwell. Berkley Books, 1995. The Black Monk. 10. Patricia Highsmith: Little Tales of Misogyny. Rit almenns eðlis: 1. Elizabeth David: l'll Be with You in the Squeezing of a Lemon. 2. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 3. Marcus Aurelius: Meditations. 4. Albert Camus: Summer. 5. Virginia Woolf: Killing the Angel in the House. 6. James Herriot: Seven Yorkshire Tales. 7. Kahlil Gibran: Prophet, Madman, Wanderer. 8. Paui Theroux: Ðown the Yangtze. 9. Bíll Bryson: Made in America. 10. Spike Milligan: Gunner Milligan 954024. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Lise Norgaard: Kun en pige. 2. Joanna Trollope: Den spanske elsker. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Bao Ninh Krigens sorg. 5. Lone Kuhlmann: Lev selv. 6. Jung Chang: Vilde svaner. 7. Guneli Gún: Pá vejen til Bagdad. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Mænuskaði ekki eins endanlegur og talið var í framtíðinni verður kannski hægt að takiparka eða laga skaða sem fólk verður fyrir á mænu, eins og leikarinn Christopher Reeve. Eldingar lífs- nauðsynlegar Efnafræðingurinn Pud Franz- blau hefur komist að því að eld- ingar eru bráönauðsynlegur hluti lífs á jörðinni. Plöntur, sem nota köfnunarefn- isatóm til að búa tíl prótin, geta ekki notáö köfnunarefnið eins og það kemur fyrir í náttúrunni. Köfnunarefnismólekúl í loftinu fyrirfmnast tvö og tvö saman og geta plöntur ekki rofiö tengsl þeírra. Margar bakteríur í jarð- veginum brjóta köfnunarefnið hins vegar niöur í nýtanlegt form og vitað var að eldingar gerðu slíkt hið sama. Franzblau hefur komist að því að eldingar eru stórtækari en bakteríurnar. Áður var talið að eldingar framleiddu 10 milljón tonn af nýtanlegu köfnunarefni en Franzblau telur það vera millj- arö tonna. Risalindýr við suðurskaut Risalindýr fóru i fríðum flokk- um um úthöfm í 350 milljón ár eða þar tilþau þurrkuöust út með risaeðlunum fyrir 65 miUjónum ára. Nýlega fannst steingervt ein- tak af einu slíku dýri á eyju und- an Suðurskautslandinu, hið stærsta sinnar tegundar. Dýrið er hvorki meira né minna en tólf feta langt jiegar búið er að rétta úr því. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Nýjar rannsóknir vísindamanna benda til þess að mænuskaði sé kannski ekki jafn endanlegur og hingaö til hefur verið talið. Visinda- menn segja hugsanlegt að hægt verði að draga úr eða jafnvef laga skaða á mænu ef nógu snemma er gripið inn í, sérstaklega í því augnamiöi aö tak- marka meiðsli sem eru fylgifiskar upphaflega skaðans. Vísindamennirnir hafa þó þann varann á að mörg ár geti liðið áöur en hægt verður að beita uppgötvun- um þeirra á manninn. En þeir telja að rannsóknir þeirra gefl von um að hægt verði að rjúfa keðju lömunar og fótlunar sem svipta svo marga einstaklinga hreyfigetu sinni á hverju ári. „Viö erum farnir að átta okkur betur á mænuskaða og svo virðist sem þessi meiðsl séu ekki jafnendan- leg og okkur virtist fyrir bara nokkr- um árum,“ segir Rick B. Delamarter, skurðlæknir við læknadeild Kalifor- níuháskóla í Los Angeles. „Sífellt fleiri vísbendingar eru um að hugs- anlega sé hægt að draga úr mænu- skaðanum ef gripið er til aðgerða íljótt og þar eru hugsanlega nokkrar klukkustundir upp á að hlaupa." Delamarter og félagar hans birtu nýlega grein þar sem þeir sögðu frá tilraunum sínum með mænuskadd- aða hunda. Svo virðist sem umtals- verður bati hafi náðst ef þrýstingi var létt af mænu hundanna innan klukkustundar eftir að þeir urðu fyr- ir skaðanum. Aðrir hópar vísindamanna hafa einnig skýrt frá auknum skilningi á þeirri lífefnafræðilegu keðjuverkun sem veldur fylgikvillunum og haml- ar lækningu skaða á heila og mænu. Verið er að reyna nokkur lyf sem eiga að vernda gegn þessUm fylgi- kvillum. John D. Steeves, prófessor í tauga- líffræði við háskólann í Bresku Kól- umbíu í Kanada, segir að hópur sinn sé að vinna með „prótínablöndu" sem örvar endurnýjun taugasíma í sködduðum mænum á kjúklingum. Prótínin koma tímabundið í veg fyrir myndun mýelíns, verndarsliðurs ut- an um eðlilega taugaþræði, sem virð- ist einnig hamla nýjan vöxt tauga og taugasíma. Steeves segir að enn sé of snemmt að gera svipaðar tilraunir á mönnum en rannsóknir sínar bendi til að þarna sé enn eitt svið þar sem lækn- ar kunni einhvern tíma að grípa inn í það flókna fyrirbæri sem tauga- frumuskaði og viðgerðir eru. Nýjarmæl- ingar á gíg Nýjar mælingar á gíg undan ströndum Yucatan-skagans í Mexíkó, sem myndaðist annað- hvort við árekstur halasfjörnu eða smástirnis og jarðarinnar fyrir 65 milljónum ára, áætla að hann sé úm 175kílómetrar í þver- mál. Stærö gígsins skiptir miklu máli þegar meta á orkuna sem leystist úr læöingi við árekstur- inn. Lausagrjót, sem þyrlaöist upp við áreksturinn, þakti alla jörðina. Þykkast var það við gíg- inn sjálfan eða um 400 metrar. Sumir vfsindamenn telja- að rykið í andrúmsloftinu hafi vald- ið loftslagsbreytingum sem or- sökuðu dauða í lífríkinu, þar á meðal útrýmingu risaeðlanna. Sojabaunir á táfýluna Táfýia getur verið ansi hvim- leíð, bæði þeim sem gefa hana frá sér og ekki síður hinum sem þurfa að þöla hana. Japanskt líf- tæknifyrirtæki hefúr nú fundið upp ráð við bráðri táfýlu og sett á markað. Undraefnið byggir á illa þefjandi og gerjandi soja- baunum, nánar tiltekið bakter- ium sem í þeim eru. Gerjandi sojabaunir eru vinsælar sem morgunverður í Japan. Bakteríunni er blandaö saman viö sag, hrísgrjónaklíð og úr þessu er u búnar til þunnar plötur sem séttar eru í skó. Önnur efni í blöndunni varðveita bakteríuna þar til hiti og raki fótarins lífgár hana viö og hún eyðir táfýlunni vondu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.