Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Dagur í lífí Sigurðar Sigurjónssonar leikara: Ég vaknaöi um sexleytiö þennan mánudagsmorgun uppi á Gemlu- fellsheiði, í rútu á leiö til Bolungar- víkur. Við Spaugstofumenn vorum að koma frá Patreksfirði þar sem hafði verið mikil skemmtun í tilefni tíu ára afmælis okkar. Við vorum ljómandi ánægðir með hinar frá- bæru móttökur sem við fengum þar. Síðan skröltum við alla nóttina yfir fjallgarðana á leið til Bolungarvíkur. Við vorum dauðþreyttir og fórum því beint inn á gistiheimilið og ætluðum að reyna að sofa til hádegis. Sonur staðarins meó í ferð Það var gaman að koma til Bolung- arvíkur erida sonur staðarins einn af okkur, Pálmi Gestsson. Við feng- um því fínar móttökur og Pálmi var hrókur alls fagnaöar. Við elduðum okkur pylsur í hádeginu áður en haldið var í félagsheimilið þar sem við þurftum að setja upp leikmynd- ina og gera lýsingu klára fyrir kvöld- ið. Um þrjúleytið áttum við smáhlé og notuðum tækifærið til að fara og skoða verbúðina í Ósvör þar sem Geir Guðmundsson útskýrði fyrir okkur allt um sjósókn fyrri ára. Við höfðum af því mikla skemmtun og var unun á að hlýða. Ég vil endilega hvetja alla sem þarna eiga leið um að koma við hjá Geir og fá hjá honum fróðleik. Þarna stöldruðum við í á annan tíma en þegar því var lokið fórum við niður á bensínstöð og skemmtum nokkrum krökkum sem þar voru. Þegar fór að halla að sýningu fór fiðringur um okkur og við veltum fyrir okkur hvort aðsóknin yrði góð sem við höfum verið að þróa og fengu frábærar móttökur. Þegar sýningunni lauk um hálftólf- leytið fórum við úr búningunum og í aðra búninga til að rífa niður ljós- kastara og tína saman dótið og bera út í rútu. Einnig þurftum við að skila þessum stólum sem við fengum lán- aða. Sigurður Sigurjónsson leikari ferðast nú um landið með félögum sínum úr Spaugstofunni í tilefni tíu ára afmælis hennar. um kvöldiö. Við fengum okkur líka að borða, pitsu, í gistiheimilinu. Þar sem þetta hálfsmánaðar ferðalag okkar er bæði erfitt og krefjandi höfðum við ákveðið að borða bara hollan mat en það hittist þannig á þennan dag að við létum freistast. Einnig reynum við að sofa eins mik- ið og við getum til að fá hvíld og ef sundlaug er í grenndinni leggjum við okkur í líma að komast í hana. Um áttaleytið var síðan stormað upp í félagsheimili þar sem við klæddum okkur í búninga og gerðum allt klárt fyrir sýninguna sem stend- ur yfir í rúma tvo tíma. Það kom í ljós, okkur til mikillar ánægju, að löng biðröð hafði myndast fyrir utan félagsheimilið. Við gátum ekki byrj- að sýningu fyrr en kortér yfir niu þar sem finna þurfti fleiri stóla svo að allir kæmust að. Við fengum feikilega góðar viðtök- ur þetta kvöld og ekki skemmdi fyrir að Pálmi átti salinn. Við lékum hins vegar svolítið á hann. í einu atriðinu átti Öm að koma inn á svið til Pálma en við sendum bílstjórann okkar, Halldór Úlfarsson, í staöinn. Þaö var ekki að sökum aö spyija að sá lék hlutverkið eins og alvanur og nú bíð- um viö eftir að sjá Örn undir stýri á rútunni. Gamlir karakterar, eins og Ragnar Reykás og Kristján „heiti ég“ Ólafsson, komu að sjálfsögðu lít- illega við sögu en einnig nýir aðilar Einangrað líf Við vorum ekki komnir á gisti- heimihð fyrr en um tvöleytið um nóttina og þá þurfti að undirbúa næsta dag því við áttum að sýna í Hnífsdal og á ísafirði. Þannig verður líf okkar Spaugstofumanna næsta hálfa mánuöinn og hvert kvöld skipulagt. Á laugardag, þegar þetta birtist, verðum við komnir norður og munum þar heimsækja Siglufjörð, Ólafsfjörð, Akureyri og svo framveg- is hringinn í kringum landið. Þegar komið verður til höfuðborgarinnar á nýjan leik munum við reyna að vera með nokkrar sýningar þar. Rútan er því heimili okkar þessa dagana og oft erum viö að keyra fimm til sex tíma á dag. Venjulega reyni ég að hringja heim til fjölskyldunnar til að láta vita af mér en hafði engan tíma til þess þennan dag vegna anna. Ég lifi því mjög einangruðum heimi þessa dag- ana en ballið er bara rétt að byija. Þetta er þriðja skiptið sem Spaugstof- an, ég, Pálmi, Óm Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Randver Þorláks- son, förum um landið. Auk þess eru með okkur í ferðinni nú sem fyrr undirleikarar og bílstjóri. Þessi hóp- ur er því vel hristur saman og við höfum mjög gaman af þessu. í afmæli hjá Ragnari Reykás og Spaugstofunni Finnur þú finun breytingar? 324 I síðasta sinn, ætlar þú aö segja okkur hvar þú geymir byssuna? Nafn: Vinningshafar fyrir þijú hundruö tuttugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Ingvar Steinar Vilbergsson Suðurgötu 115 300 Akranesi 2. Sigrún Helgadóttir Digranesvegi 18 200 Kópavogi Heimili:. Myndlrnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöö- inni, Síöumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans úr bókaflokknum Bróðir Cad- fael, að verömæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Ftjálsri ijölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö raeð lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 324 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.