Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Á toppnum Lagið Missing með bresku hljómsveitinni Everything but the Girl situr í toppsæti íslenska listans þessa vikuna. Lagið, sem er búið að vera í þrj ár vikur á list- anum, var í 7. sæti í síðustu viku. Everything but the Girl, sem stofhuð var árið 1983, hefur kom- iö með eitt og eitt lag sem hiotið heftir vinsældir. Missing, sem er frekar rólegt lag, kom fyrst út fyr- ir ári en hefur nú verið endurút- gefið. Nýtt Lagið Country House með hljómsveitinni Blur kemur nýtt inn á listann þessa vikuna og lendir í 9. sæti. Blur, sem er bresk hljómsveit, vakti m.a. mikla at- hygli á Brit hljómlistarhátíðinni þar sem hún vann til nokkurra verðlauna. Það kæmi ekki á óvart að lagið færi ofar á listann á næst- unni. Hástökk Hástökk vikunnar er lagið Fallin’ in Love með hljómsveit- inni La Bouche. Lagið, sem er búið að vera á listanum í tvær vikur, var í 34. sæti í síðustu viku en er nú komið í 20. sæti. La Bouche er þýskur dúett en þetta er annað lag hans sem kemst inn á íslenska listann, hitt lagið var Be My Lover. Ekkimína tónlist, takk! Framleiðendur kvikmyndar- innar I Shot Andy Warhol, þar sem David Bowie leikur Warhol, eru komnir í klandur með tónlist- ina við myndina. Hugmyndin var að nota tónlist Velvet Und- erground í myndinni enda hafði Warhol náin tengsl við þá hljóm- sveit. Lou Reed, einn af liðsmönn- um Velvet Underground og höf- undur flestra laga sveitarinnar, hefur hins vegar forboðið alla notkun á þeirri tónlist í mynd- inni. Ástæðuna segir hann vera þá að myndinni sé ætlað að upp- hefja Valeri Solanis, stúlkuna sem skaut og særði Andy Warhol illa árið 1968. Holland rekin? Sögusagnir eru á kreiki um að Annie Holland, bassaleikari hljómsveitarinnar Elastica, hafi fengið reisupassann úr sveitinni. í það minnsta hefur hún ekki leikið með hljómsveitinni á Lollapalooza tónleikaferðinni að undanfornu. Talsmenn sveitar- innar neita að Holland hafi ver- ið rekin og segja eingöngu að hún hafi tekið sér frí að læknisráði. & mtr ’mt f 0T- ‘W Æ ^ -mrr •«*» *r - ___ ^ i -1 Þ LJ' - - :—& Ml J ~ ■L S 'R' © j JL nL ms> vi || jfi chsc • J © V.-/ © '•J.Jj ð. 9.5 ÞESSI VIKA SI'ÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM 1 ’»i»! * 4 á ~ 1 VIKA NR. f~ o 7 16 3 MISSING EVERYTHING BUTTHE GIRL 2 2 2 6 '74-'75 CONNELS G> 8 - 2 SUPERSTAR ÚR SUPERSTAR 4 1 1 5 | ENGU ER AÐ KVÍÐA ÚR SUPERSTAR 5 .4 8 3 ÁSTIN DUGIR UNUN OG PÁLL ÓSKAR 6 3 4 4 TÍÐHNIT ÚR ROCKY HORROR G> 17 - 2 FAT BOY MAX A MILLION 8 6 6 5 VILUDÝR SÁLIN HANS JÓNS MÍNS ••• NÝTTÁ LISTA ~ Cs> 1 COUNTRY HOUSE BLUR G5> 11 36 5 SHYGUY DIANA KING 11 5 5 6 A GIRL LIKE YOU EDWYN COLLINS 12 9 7 5 WATERFALLS ItcJ m TT 1 VÍSINDASPUNI ÚR ROCKY HORROR G3> 19 19 4 ALRIGHT SUPERGRASS Gs> 22 25 3 YOU ARE NOT ALONE MICHAELJACKSON 16 13 13 5 SAY IT AIN'T SO WEEZER Gz> 21 - 2 UPP (SVEIT STJÓRNIN HANS BUBBA MÍNS | 18 16 17 4 IT'S IN HER KISS KIKITUP 19 12 9 10 HOLD ME, THRILL ME, KISS ME U2 - HÁSTÖKK VIKUNNAR ... (20) 34 - 2 FALLIN'IN LOVE LA BOUCHE 21 15 10 9 l'LL BE THERE FOR YOU THE REMBRANTS 22 14 12 4 ALVEG ÆR SIXTIES (23> 30 - 2 ONLY WANNA BE WITH YOU HOOTIE & THE BLOWFISH <s> 26 - 2 RING MY BELL HUNANG G 27 33 3 BÍ BÍ TWEETY 26 18 20 5 SEARCH FOR THE HERO M PEOPLE (2Z> 38 - 2 COLORS OF THE WIND VANESSA WILLIAMS 28 10 3 6 BOOM BOOM BOOM OUTHERE BROTHERS 29 20 21 5 HERE FOR YOU FIREHOUSE NÝTT 1 MIKIÐ ERTU UÚF GCD 33 - 1 SEI LA PIU'BELLA DEL MONDO RAF 32 23 26 4 EINHVERSTAÐAR EINHVERN TÍMANN AFTUR MANNAKORN 33 32 35 3 OUTOFTHE BLUE MICHAEL LEARNS TO ROCK 34 24 18 5 SOMETHING FOR THE PAIN BON JOVI 35 35 31 4 NEVER FORGET TAKETHAT Gfi) TT 1 BABY, NOW THAT 1 FOUND ÝOU ALISON KRAUSS (32) N Ý TT 1 3 IS FAMILY DANA DAWSON (38> 40 | . I 2 THE FIRST CUT IS THE DEEPEST PAPA DEE (5> 1 LET ME BE THE ONE BLESSED UNION OF SOULS (S) NÝ TT 1 BLACK ROSES INNER CIRCLE Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski iistinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Við semjum ekki fyrir England Breska knattspymusamband- ið hafði á dögunum samband við piltana í Oasis og var erindið að biðja þá imi að semja lag fyrir úr- slitakeppni Evrópumóts lands- liða sem fram fer á Englandi næsta sumar. Viðbrögð drengj- anna við beiðninni voru kannski ekki þau sem við var búist en Noel Galiagher sagði við fjöl- miðla: „Fyrr dett ég dauður nið- iu-.“ Og ástæðan fyrir því að þeir Oasis-menn eru svo afundnir er sú að þeir eru írskir að uppruna og þar í landi eiga Englendingar og allt sem þeim tiiheyrir lítt upp á pallborðið. Skilaboð Noels til enska knattspymusambandsins vom þau að fá Blur til að semja lagið. Myndbands- raunir Hljómsveitin China Drum lenti í ógnvænlegum hremming- um við upptöku á myndbandi í Lundúnum á dögunum. Mynda- tökur áttu að fara fram í frægu skuggahverfi og hljómsveitin var rétt komin á staðinn þegar ung- lingagengi réðst inn í húsið og braut þar allt og bramlaði. Þegar börnin sáu kvikmyndavélar hljómsveitarmanna sneru þau sér að þeim og sögðu þeim af himskast á brott ef þeir vildu ekki hafa verra af. Þeir töldu þetta bara einhverja krakkabjána og létu þessi orð sem vind um eyru þjóta. En þar tóku þeir heldur bet- ur skakkan pól í hæðina því einn unglingurinn tók þá fram byssu- hólk til að sýna þeim fram á al- vöm málsins. Hljómsveitarmenn ákváðu að fara en töldu sér óhætt að ljúka nokkrum tökum utan við húsið. Þær vora rétt haihar þeg- ar byssuskot kváðu við og þar með brast flótti á liðið. Upptöku- stjóri China Drum sagðist meðal annars hafa komið í helstu glæpa- hverfi Rio de Janeiro en þau væru róleg í samanburði við þetta. Plötufréttir Hljómsveitin The Drum Club, sem er okkur íslendingum að góðu kunn, er þessa dagana að senda frá sér tónleikaplötu sem ætti að vekja athygli hér á landi enda heitir platan Live in Iceland . . . The Levellers senda frá sér plötu nú um mánaðamótin og ber gripurinn nafhið Zeitgeist... Og nýja platan frá Cypress Hill, sem beðið er eftir með óþreyju, er væntanleg og mun bera nafn- ið Cypress Hill III: Temples of Boom... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.