Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 31
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 39 Til er fólk sem er illa haldið af læknafikn og leitar í sífellu til hvers læknisins á fætur öðrum. Þessir einstaklingar verða friðlaus- ir af spennu heyri þeir um nýjan lækni og linna ekki látum fyrr en þeim hefur tekist að ná fundi hans. Öll tæki, mælingar og blóðrann- sóknir soga þá að sér eins og mykjuskán feita hrossaílugu. Sjaldnast fá þeir þó nokkra bót meina sinna en halda ótrauðir áfram píslargöngu sinni á gulum síðum símaskrárinnar. Sigursveinn og höfuðverkurinn: Einn frændi Nökkva læknis heit- ir Sigursveinn K., stressaöur rið- vaxinn ýtustjóri á miðjum aldri sem vinnur út í eitt og drekkur mikið brennivín um helgar. Hann er mikill læknafikill og hefur próf- að ótal lækna. Engin biðstofa er nógu óvistleg, ekkert biðstofules- efni nógu gamalt og óhrjálegt til að fæla hann frá. Sigursveinn fær öðru hverju mikil óljós höfuð- verkjaköst eins og band eða þoku- slæðing um höfuðið. Þessu fylgir hjartsláttaróregla og fjarlæg svimakennd. í köstunum syngur stundum í höfði hans gamalt lag með Alfreð Clausen. Þá leggst Sig- ursveinn bölvandi í rúmið á skítug- um, ljósbláum hlýrabol og alltof litlum gulleitum nærbuxum, ét- andi magnyl og segist vera aö deyja. Þegar þetta gerist hefur Nökkvi stundum litið inn en þó yflrleitt vísað Sigursveini á aðra lækna. Margir læknar Heimilislæknirinn sagði honum að þetta væri streita og spenna og hann yrði að hafa hægar um sig „Þessir einstaklingar verða friðlausir af spennu heyri þeir um nýjan lækni og linna ekki látum fyrr en þeim hefur tekist að ná fundi hans.“ Maður illa hald- inn af læknafíkn og lifa reglusömu lífi. Sigursveinn hefur ekki talað við heimilislækn- inn sinn síðan og lýsir honum sem „helvítis mjóróma fífli og rindli". Einhver vinnufélagi vísaði honum þá á hámenntaðan taugasjúkdóma- lækni. Hann skoðaði Sigursvein gaumgæfilega með tilliti til krafta, reflexa og snertiskyns og sendi hann síðan í heilahnurit og sneið- myndatæki. Sigursveinn misskildi flest sem þessi læknir sagði og lýsti hann honum síðar sem „stamandi bjána“. Hann sendi Sigursvein til sjúkraþjálfara en þeirra kynni voru ekki langvinn. Upp úr þessu fór Sigursveinn til lyflæknis sem sendi hann í hjartarit og lungna- mynd og mældi kólesteról. Sigur- sveinn var hrifnari af þessum lækni en hinum enda minntist hann ekki á stress eða vinnuálag heldur sagði Sigursveini að hann hefði hjarta og blóðþrýsting eins og ungbarn. „Þú verður að fara sparlega með smjöriö," sagði hann og kvaddi. Beinalæknirinn og hálsliðirnir Næst fór Sigursveinn til beina- læknis sem skoðaði hann gaum- gæfilega og tók myndir af hálslið- um og öxlum. Sigursveini fannst beinalæknirinn hinn besti drengur og sagði hann eins og einn af strák- unum á ýtunum, fljótur til verka og ekkert hangs. Svona „no-nons- ens maður“ sagði hann. Myndatak- an sýndi einhverjar smábreytingar á hálsliðum sem beinalæknirinn sagði að gætu mögulega skýrt ein- kenni Sigursveins en kannski ekki. Hann gaf honum vöövaslakandi lyf og síðan kvöddust þeir með virkt- um eftir að hafa rætt um fótbolta drykklanga stund. Sigursveini batnaði ekkert svo að hann hélt áfram að leita lækna. Einn vinnufé- laganna sagði honum að fara til geðlæknis og gerði hann það eftir ákveðið þóf. Hann kom af þeim fundi hinn reiðasti og talaði hrak- lega um þetta mannkerti sem hafði Á læknavaktíiuú Óttar Guðmundsson læknir reynt að ræða við hann um streitu og álag, auk drauma og tilvistar- kreppu. Hann fór svo til hnykk- læknis sem hnykkti honum til og lagaðist hann eitthvað við það um skamman tíma. Deyfingalæknir sprautaði nokkrum sinnum í vöðvafestur án árangurs; giktar- læknir sprautaði í axhr, augnlækn- ir skrifaði upp á gleraugu, háls- nefogeyrnalæknir hreinsaði merg úr eyrum, þekktur skurðlæknir fjarlægði fæðingarblett af hálsi, endurhæfingarlæknir sendi hann á Reykjalund um tíma, kvensjúk- dómalæknir mældi hormóna, húð- læknir gaf honum smyrsl í gulri túpu, meltihgarlæknirinn skoðaði hann allan að innan gegnum rör. i Fermingarveisla og höfuðverkur En allt kom fyrir ekki, Sigur- sveinn er enn með höfuðverk og situr fullur bjartsýni á nýjum bið- stofum. Hann hitti Nökkva lækni í fermingarveislu um páskana. Sam- an fengu þeir sér mat af fallegu hlaðborði þar sem ægði saman ó- teljandi réttum úr jurta-dýra-og- steinaríki. Sigursveinn blandaði saman á diskinn sinn graflaxi, rækjugumsi, róstbiffi með remúl- aði og kartöflusalati og smellti síð- an heitum kjötrétti yfir allt saman. Þeir sátu svo hvor með sinn disk á litlum, óstöðugum tekkbökkum á hnjánum og borðuöu. „Hvað held- urðu að sé að mér, frændi?" sagði Sigursveinn, „hann veit ekkert um þetta, læknirinn sem ég er hjá núna.“ „Hver er það?“ sagði Nökkvi. „Æ, þeir eru allir eins þessir andskotar," sagði Sigur- sveinn, „segjandi sama hlutinn hver á sinn hátt; að ég sé alltof stressaður og kannski hálfmóður- sjúkur.“ „En það er alveg rétt hjá þeim,“ sagði Nökkvi, „þú ert alltof stressaður. Minnkaðu við þig vinn- una, hættu að drekka og reykja og farðu að hlaupa nokkrum sinnum í viku og hættu að tala við lækna. Þegar menn eru komnir á þetta stig í læknafikn skapar læknirinn fleiri vandamál en hann leysir." „Já, kannski maður geri þetta,“ sagði Sigursveinn og stakk upp í sig vænum bita af skinku sem hann hafði makað í graflaxsósu. „Annars á ég tíma eftir helgina hjá nýjum sérfræðingi sem var að koma til landsins í fy rra og læknaði alveg mömmu eins gaursins sem vinnur með mér. Svo ætla ég ekki að fara til fleiri laekna." „Fáum okkur meira," sagði Nökkvi, „Þetta hef ég heyrt svo oft áður; bara einn lækni enn. Hvað segirðu um að við fáum okkur kryddsíld út á hangi- kjöt?“ „Er það gott við höfuð- verk?“ sagði Sigursveinn og saman gengu þeir að fermingarhlaðborð- inu. „Alvegóbrigðult," dæsti Nökkvilæknir. Námskeið haustið ’95 Bútasaumur - föndur 1. Teppi (byrjendur) 5. Jóladúkar 2. Skurðartækni (framhald) 6. Jólasveinar 3. Veggteppi 7. Jólasokkar 4. Dúkkur 8. Jólateppi o VIRKA Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. frá 1. sept. Mörkin 3, sími 568 7477 T V (við Suðuriandsbraut) kl. 10-14 Vatnsþéttum þök svalir, tröppur og áveðursveggi með Aquafin-2K. Aquafin-2K er 2ja þátta sveigjanlegt múrefni, ætlað til vatnsþéttingar á steyptum flötum. Vatnsþétting á útitröppum var áður vandamál, en Aquafin-2K gjörbreytti dæminu. Við veitum 3ja ára ábyrgð á efni og vinnu. 4 ára reynsla af Aquafin-2K sannar okkur, að þar er komið efni sem ekki flagnar af, þrátt fyrir regn, frost og umgang. Húsahlynning hf. Alhliða húsaviðgerðir 567 3730 894 3324 567 0 7 6 6\ INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yöar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnarööun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólflagnir,. vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang .......................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark TÓMSTUNDIR fÆÆJÆÆÆÆÆÆJJÆÆÆJJJJÆÆJÆIÆlÆÆÆjri. Aukablað TÓMSTUNDIR OG HEILSURÆKT Miðvikudaginn 6. september nk. mun aukablað um tómstundir og heilsurækt fylgja DV. Meðal efnis veróur umfjöllun um það sem almenn- ingi stendur til boöa í vetur til líkamlegrar heilsubótar. í því sambandi verður athugað hvað dansskólar og heilsuræktarstöðvar hafa upp á að bjóða. Umsjónarmaður efnis er Svanur Valgeirsson blaðamaður í síma 563 2814. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaói vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hiðfyrsta í síma 563 2723. Vinsamlegast athugið aó síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 31. ágúst. ATH.I Bréfasími auglýsingadeildar er 563 2727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.