Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Page 37
[.AUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 45 Rannsóknarleiðangur á A-Grænlandi: Meðal ísbj arna í forn- um byggðum eskimóa Gert að ísbirninum sem felldur var. Menn gæddu sér á kjötinu og slógu síðan upp dansleik. DV-myndir Jón Benediktsson Sýnin sem jarðfræðingarnir safna eru söguð niður og tekin til frekari vinnslu á rannsóknarstofum f Dan- mörku. Eftir erfiðan dag langt frá öllu mannlífi sest starfsfólk niður, rabbar sam- an og lætur sér líða vel. Frá ísafirði til Södalen á Græn- landi er um tveggja tíma flug. Rannsóknarleiðangur jarðfræð- inga fór fyrir stuttu til Grænlands og dvaldi í Mikkafirði. Flogið var inn í Mikkafjörð en þar eru fornar byggðir eskimóa. Einar nokkur Mikaelsen byggði sér kofa hjá eski- móunum og varð vinskapur með þeim. Eskimóamir gátu ekki borið fram nafnið Mikaelsen, kölluðu hann því Mikka og staðinn Mikka- Qörð. Upp af botni Mikkafjarðar liggur Södalen og þar eru búðir jarðíræð- inga og flugvöllur. í þoku er oft erfitt að fljúga milli fjallshlíða um þrönga firði og lenda á stuttri brautinni. Þjónusta er frá búðum í Södalen fyrir þá sem safna sýnum úr jarðlögum. Þar eru t.d. tvær þyrlur sem eru á ferðinni allan daginn að ferja sýni til búða og vistir til þeirra sem hafast við í fjöllum í 14 búðum á rannsóknar- svæðinu. Sýnin eru söguð niður í þunnar sneiðar til nánari rannsóknar þeg- ar heim kemur. Landsvæði þetta er illt yfirferðar, skriðjöklar og sorfin fjöll með bröttum hlíðum. Ógerlegt væri að kanna þetta svæði og ná niður sýnum án þess að nota þyrlur. Tveir til fjórir menn hafast við í hverri búð í allt að 10 daga en koma þá til aðalbúða þar sem þeir geta farið í sturtu og þvegið af sér. Undirbúningur að þessu verkefni hefur tekið nokkur ár og er búið að fljúga yfir svæðið og mynda jarðlögin til að ákveða hvar á að safna sýnum. Töluvert er um ís- birni á svæðinu og eru því allir vopnaðir byssum. ísbjörn felldur Kent Brooks jarðfræðingur var í tjaldi í 5460 feta hæð í fjöllum sem heita Prins of Wales-fjöl! og eru upp af botni Kangerdlúgssuak-firði (Stórafirði). Hann taldi óþarfa að hafa með sér byssu upp í þessa hæð en gerði það samt. Sú varð líka raunin að hann fékk ísbjörn í heimsókn og varð að fella hann á 35 metra færi með skammbyssu. ísbirnir eru mjög lyktnæmir og renna á mat nokkra kílómetra þótt matnum hafi verið pakkað í plast. Eftir að Kent hafði skotiö björninn kallaði hann eftir hjálp í talstöð. Nokkuð af þeim atburðum var fest á mynd og þegar menn eru að búast af stað til að vinna endan- lega á bangsa. Um fjörutíu mín- útna flug var til búða Kents og beið hann i tjaldi sínu á meðan. Björninn var ungur, tveggja til þriggja ára. Þegar gert var að birn- inum kom í ljós að maginn var tómur og því hefur bjöminn verið svangur og hættulegur. Sent var skeyti til veiðieftirlitsins um at- burðinn og feldurinn síðan sendur þangað ásamt hauskúpu. Um kvöldið var smakkað á bjarn- dýrskjöti sem hafði góð áhrif á fólkið því dansað var fram eftir nóttu, enda eru menn sem vinna erfiðsvinnu glaðir og frískir og skemmta sér af miklum krafti. Gömul hraunlög Þær rannsóknir sem Danir stunda nú á A-Grænlandi fara að- allega fram á svæðinu frá Kanger- dlúgssúak í suðri (68. gráðu norð- ur) til Scoresbysunds i norðri (70. gráðu norður) á um 600 km kafla eftir strandlengjunni. Svæðið nær um 200 km inn til landsins, inn að Grænlandsjökli. Þetta svæði ein- kennist af blágrýtishraunlögum sem hafa verið talin um 50-60 milljón ára gömul og urðu til við gliðnun meginlanda Evrópu og N- Ameríku. Svæðið er að því leyti einstakt að það varðveitir um- merki fyrstu stiga þróunar Norð- ur-Atlantshafsins. Sérstaða svæð- isins felst m.a. í því að rof jökla hefur leitt til þess að nú er hægt að kanna jarðlög sem áður voru á mismiklu dýpi eða niöur á allt að 5 km. Verkefninu er stjórnað af dr. Hans-Christian Larsen frá danskri jarðfræðistofnun er nefnist Dansk Lithosphere Center (DLC). DLC á náið samstarf við aðrar danskar jarðfræðistofnanir enda eru dansk- ir þátttakendur alls staðar frá í Danmörku. Það átak sem Danir vinna nú á A-Grænlandi er afar umfangsmik- ið og byggist raunar á 50 ára langri rannsóknarsögu grænlensku jarð- fræðistofnunarinnar (Grönlands Geologiske Undersögelse). í ár vinna þarna um 50 vísindamenn af ýmsu þjóðerni, auk um 10 aðstoð- armanna. Við sögu koma nokkrir Islendingar sem starfsmenn og þátttakendur í rannsóknarvinnu, auk þess sem Flugfélag Norður- lands annast fólksflutninga frá ís- landi til Södalen en þar eru aðal- bækistöðvar leiðangursins. Ferðast með þyrlum Rannsóknarvinnan felst einkum í gagnasöfnun en undirbúningur hennar hófst 1994, m.a. með ljós- myndatöku úr lofti. Síðastliðinn vetur var síðan unnið úr þessum myndum og ákveðið hvar sýna- taka og gagnasöfnun færi fram í ár. Aðeins verðm- komist inn á svæðið með þyrlum. Sýnataka úr jarðlögum fór fram í fjórum heild- arjarðlagasniðum en samanlögð þykkt þeirra var um 20 kílómetrar, eða sambærileg við heildarþykkt jarðlaga á íslandi. Víöáttumikil hraunlög og setlög á A-Grænlandi hallast til sjávar og finnast í jarð- skorpunni neðansjávar út af land- inu. Þar hafa Danir einnig staðið að könnun jarðlaga með endur- kastsmælingum á hafi úti og ná þær rannsóknir inn á íslandssvæð- ið. Nátengdar þessari rannsókn á landi eru djúpboranir úti fyrir ströndinni sem fara fram í haust á vegum fjölþjóðaverkefnis er nefn- ist Ocean Drilling Project (ODP) og eru íslendingar reyndar aðilar að því þótt enginn íslendingur verði um borð að þessu sinni. Borskipið, Jodies Resolution, er væntanlegt til íslands í byrjun september og mun verða við boranir í 40 daga. Leiðangursstjórar í þeirri ferð eru dr. Hans-Christian Larsen frá DLC og dr. Robert A. Duncan frá Or- egon State University en þeir eru jafnframt báðir þátttakendur í rannsóknarstarfinu á Grænlandi. Jón Benediktsson, Jóhann Helgason * 4 háskerpufilmu á þœr 1 Þátttökuseðlar fást á öllum útsölustöðum AGFA. Skilafrestur á myndum og seðlum (ein mynd með hverjum seðli) er til 31. ágúst 1995. Öllum þátttökuseðlum skal skilað til Heimilistækja hf. Sætúni 8, 105 Reykjavfk, merkt „Sumargleði". AGFA DREIFINGARAÐILAR: HEIMILISTÆKI HF. • SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 OG O. JOHNSON & KAABER • SÆTÚNI 8 • SÍMI 562 4000 AGFA Ljósmynda- samkeppni sumarsins!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.