Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Fréttir Stuttar fréttir Norðmenn að hefla viðræður við ESB um síldarsmuguna: Þetta kann að vera hefndarráðstöfun - segir Þorsteinn Pálsson sem vonar að þetta sé klaufaskapur „Ég átta mig nú eiginlega ekki á því hvað Norðmenn eru að fara með þessu. Það kann vel að vera að þeir hugsi þetta sem hefndarráðstöfun gagnvart okkur. En ég er að vona að hér sé um einhvern klaufaskap hjá þeim að ræða en ég get svo sem ekk- ert fullyrt um það,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um þá ákvörðun Jan Henry T. Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Norðmanna, að hefla samningaviðræður við ESB um skiptingu síldarkvóta í síldarsmug- unni. „Það sem mér þykir verst við þetta er að mér sýnist að svona frumhlaup veiki samstöðu strandríkja. Auðvit- að er það svo að komi brestur í sam- stöðu strandríkja getur það komið niður á þeim öllum. Þá gengur þessi ákvörðun Norðmanna þvert á þaö sem við ræddum um á fundinum í Pétursborg á dögunum," sagði Þor- steinn. Hann var spurður hvort hann teldi að það myndi skaða okkur ef Norð- menn semdu um síldarkvóta við ESB? „Það er alveg ljóst að ef samstaða strandríkjanna veikist veikir þaö alla í þessu máli, okkur líka. Ef Norð- menn eru þegar farnir að bjóða Evr- ópusambandinu kvóta þá þykir mér eðlilegast að þeir taki það magn af sínum eigin kvóta þannig að það sem þeir hugsanlega semja um við ESB skerði ekki aðra,“ sagði Þorsteinn Pálsson. HeUisá: Setja net í ána til að útrýma löxunum Kýlaveiki hefur greinst í laxi úr Heliisá á Síðu en laxi úr Kolla- firöi var sleppt i ána snemma í sumar. Menn á vegum fisksjúk- dómanefndar hafa verið gerðir út til að veiða með netum þá um það bil 200 fiska sem eftir eru í ánni. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, segir að ekkert at- hugavert hafi komið fram í ferö aö ánni fyrr í þessari viku. Hins vegar hafi fisksjúkdómadeildinni að Keldum borist fiskur úr ánni og hann hafi greinst með kýla- veiki. „Það var ekkert óeölilegt að sjá við ána en niðurstaöa úr grein- ingu á fiski sem við fengum deg- inum áður varð sú aö hann hefði veriö sjúkur. Það er fyrsti og eini kýlaveiki iaxinn sem hefur komið úr þessari á og Brynjudalsáin er alveg frí eftir þvi sem við best vitum. Við höfum fengiö þaöan fiska og hún hefur ekki greinst þar en við vöktum ána,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma. Nokkur hundruðum laxa úr hafbeitarstöðinni í Kollafiröi var sleppt í Hellisá á Síðu og Brynju- dalsá í sumar áður en kýlaveiki greindist í laxi í Elliðaánum. -GHS Síldartorfur hafa að undanförnu gert sig heimakomnar inni á Dýrafirði. Fólk hefur fjölmennt á bryggjuna á Þingeyri til að veiða þetta silfur hafsins á stöng. Þeir sem mest hafa fengið hafa veitt allt að 20 kílóum. Á myndinni er Líni Hannes Sigurðsson að setja síld í poka sem Friðrikka Rafnsdóttir, 8 ára, heldur opnum. DV-mynd Hlynur „Þessi samningur ber vott um að menn hafi trú á því sem við erum að gera. Þessi breska samsteypa hefur áhuga á að selja ferðir til Is- lands og fyrir vikið tengjumst við þeirra neti. Eg er nýög ánægður," segir Gísli Örn Lárusson, forstjóri Arctic Air, þegar hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis í gær. í farteskinu haföi Gísli ramraasamning við LAG-samsteyp- una í Bretlandi sem er umfangs- mikill söluaöili ferða, einkum til Korsíku og Sardiniu, og hefur auk þess þrjár Boing 737-200 vélar til umráöa. Að sögn Gísla kveöur samningur- inn á um samstarf við IAG um flug til íslands gegn því að Arctic Air njóti samstarfs við um 1.200 feröa- skrifstofur en alls feröist um 400 þúsund farþegar á vegum IAG á ári. Þá hafi IAG-samsteypan lýst yfir áhuga á að eignast hlut í Arctic Air og að sögn Gísla verður fyrst gengið í það mál í næstu viku. Skipulagsstjóri ríkisins fellst á fyrirhugaða lagningu Fljótsdals- línu 1, frá Veggjafelli norðan Herðubreiðarfialla, með því skíl- yrði að haft verði samráð viö þá sem hagsmuni eiga á svæðinu. Barnadeikfinfhitt Barnadeild Landakotsspítala er Qutt á Borgarspítalann. I gær var barnadeildin formlega opnuð á B-5 með hátíölegri athöfn. Stof nanir verðiaunadar Fjármálaráöherra hefur ákveð- ið að skipa nefnd sem á að veita þeim ríkisstofnunum viöurkenn- ingu sem skarað hafa fram úr í þjónustu, hagræðingu í rekstri eða hugvitssamlegum nýjungum. Undúbúa stofnun félags Fata- og textílkennarar í fram- haldsskólum landsins midirbúa stofnun félags. Markmiðíð er að efla veg fagsins innan skólanna. Frönskráðstefna Frönsk feröamálaráðstefna verður í Reykjavík í næstu viku á vegum Feröamálaráðs Frakk- lands. Hingað til lands koma 60 aðilar úr frönsku ferðamanna- þjónustunni til að kynna þjón- ustu sína ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum. Varaðviðniðurskurði Læknaráð Landspítalans og Borgarspítalans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við frekari niðurskurði á rekstrar- fjármagni spítalanna. Uppbygg- ing sjúkrahúsanna i Reykjavík er sögð nauðsyn. Starfsmannamál skoðuð Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að endurskoða stefnu ríkisins í starfsmannamálum þess. Markmiðið er að auka hag- kvæmnina, bæta þjónustuna og gera starfsmannastefnuna skýr- ari. í forsvari fyrir raförvun Guörún Siguijónsdóttir, yfir- sjúkraþjálfi á Landspítalanum, hefur verið kosín í stjórn nýstofn- aðra alþjóðasamtaka um rafórv- un. Raförvun er þegar rafþúlsum er beitt til að framkalla taugaboð eða vöðvasamdrátt. Bókasafnínýtthús Héraðsbókasafn Kjósarsýslu var opnað í gær í nýjum húsa- kynnum í Kjama við Þverholt, nýju miðbæjarbyggingunni í Mosfellsbæ. Safniö er búiö nýj- ustu tölvutækni. Opið hús verður í safninu um helgina. Fjárlagagerðin á lokastigi: Við erum að fara yf ir dreggjarnar - sagði Friðrik Sophusson eftir ríkisstjómarfund í gær NIÐURSTAÐfl Á að aðskilja og kirkju? „Við erum að fara yfir dreggjamar í þessu og klárum það vonandi á þriðjudaginn. Ramminn hefur legið fyrir mjög lengi en við erum að fylla út í hann,“ sagði Friðrik Sophusson íjármálaráðherra eftir ríkisstjórnar- fund í gær þar sem fjárlagagerðin fyrir næsta ár var til umræðu. Stefnt er aö því aö ljúka fjárlaga- vinnunni að mestu á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudaginn kemur. Á mið- vikudaginn veröa frumvarpsdrögin kynnt þingflokkum stjórnarflokk- anna áður en endanlega verður geng- iö frá frumvarpinu. Leggja á frum- varpið fram á Alþingi þegar þing kemur saman í byrjun október. Triðrik vill ekki tjá sig um einstaka þætti íjárlagafrumvarpsins, hvorki gjaldamegin né tekjumegin. Að- spurður um hækkun tryggingagjalds af launum, skerðingu ellilífeyris, fi ármagnstekj uskatt og samræm- ingu í gjaldtöku innan heilbrigðis- kerfisins sagðist Friðrik ekki geta staðfest eitt eða neitt annað en það að stefnt væri að því að ná fjárlaga- hallanum niður í 4 milljarða. „Við höfum að vísu orðið fyrir áfóllum vegna þess að þjóðhagshorf- ur á næsta ári eru lakari en við gerð- um ráð fyrir í upphafi. Ég á hins vegar von á því að í okkar tillögum verði miðáS við þessa fjóra milljarða og að frumvarpið verði lagt fram í þeim búningi." í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 112,1 milljarður, útgjöldin 119,5 milljarða og hallinn því 7,4 milljarðar. Sam kvæmt heimildum DV er hins vega fyrirséð að útgjöldin verði mui hærri í ár, meðal annars vegna ný geröra kjarsamninga. Ljóst er því a tekjur ríkissjóð verða að aukas verulega í krónum talið ef ná á hal lanum niður í 4 milljaröa eins oe a er stefnt. „Við ætlum að afla tekna á mói þvi sem við töpum, bæði hjá einstakl ingum og fyrirtækjum. Gjaldaniðui skuröurinn og sparnaðurinn mui dreifast hlutfallslega jafnt, sem þýði að hann verður mestur hjá stærsti ráðuneytunum," segir Friörik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.