Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 17 Þessa vikuna eru 16 stelpur í reið- skólanum og auk þess unglingar sem hafa verið þar áður og koma alltaf aftur og aftur. Það eru því nær 30 manns í heimili á Skavhaug. „Þetta er mikil vinna en það er allt í lagi þegar vel gengur," segir Ingi- borg þolinmóð. Samt stendur til að minnka umsvifm fyrir næsta sumar, selja nokkra hesta og reyna að stytta vinnudaginn. Draumur um íslenskan hest Stelpurnar í reiðskólanum eru vaktar upp klukkan hálfátta og ekki hvort ég hefði enn kjark til að byija upp á nýtt ef til þess kæmi.“ Búskapur í Noregi er að mörgu leytí. léttari en á íslandi og það er hægt að komast af með minni bú- stofn. „Norskir bændur eru einnig almennt nægjusamari en íslenskir,“ segir Tryggvi, „og þeir ganga betur um á jörðum sínum." „Við hér værum löngu farnir á hausinn ef við leyfðum okkur að kaupa öll ný tæki sem koma á mark- aðinn eins og þeir gera á íslandi: fimm eða sex dráttarvélar á hveijum bæ og nýju tækjunum frá í fyrra er kastað vegna þess að það eru komin enn nýrri og flottari tæki.“ Tryggva er nóg boðið. Sonurinn Tryggvi „litli“ vinnur á búi foreldra sinna en iangar mest að kom- ast til íslands og vinna við hestamennsku þar. DV-myndir Gísli Kristjánsson Langaði heim í réttirnar Tryggvi segir að hann hafi fyrstu árin í Noregi oft fengið heimþrá á haustin. Þá langaði hann heim í rétt- irnar. „Innst inni hefur mig alltaf langað til að vera bóndi á íslandi," viðurkennir hann. „Ég er þó hættur að hugsa um að fara heim og myndi ekki treysta mér til að byija búskap á íslandi nú.“ íslensku hestarnir eru einnig sára- bót fyrir fjarveruna frá heimaland- inu. Merin Hetja er í uppáhaldi, sem og graðfolinn Svertingur. Hestarnir hafa allir íslensk nöfn og íslenski bóndinn í norska skóginum er á heimavelli þegar hann teygir folann í gerðinu bak við fjósið. Hér ætlar hann að vera. Bestu vinkonurnar, Monika, níu ára, og Stjarna, fimm vetra. Monika er komin ein frá Ósló til að læra að sitja íslenskan hest. • Suöuramerískir dansar • Standard dansar • Barnadansar • Gömlu dansarnir Nýtt: • ROKK • ROKK • ROKK, kennari Óli Geir. Einkatímar í boði. Systkina-, fjölskyldu- og staðgreiðsluafsláttur. Innritun og upplýsingar 1. - 10. september kl. 10 - 22 í síma 564 1111. Opiö hús öll laugardagskvöld. Kennarar og aðstoðarfólk í vetur: Sigurður, Óli Geir, Þröstur, Hildur Ýr, Edgar og Ragnheiður, auk erlendra gestakennara. f" x Dansskoli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, Kópavogi. klukkan níu hefst fyrri törn í kennsl- unni. Hvíld er um miöjan daginn en svo er aftur tekið til viö reiðmennsk- una síðdegis. Stelpurnar koma úr öllum landshornum en flestar frá Ósló. Sumar eiga íslenska hesta en aðrar eiga sér bara draum um hest. Monika litla, níu ára gömul hnáta, er t.d. komin ein frá Ósló til að læra að sitja íslenskan hest. Hún er orðin aðstoðarbústýra á bænum eftir fárra daga dvöl og sýnir blaðamanni búið meðan Tryggvi er að mjólka og Ingi- börg að matbúa. íslenskan hest á hún engan, enn sem komið er, en það stendur til bóta. Á meðan verður hún að láta sér nægja vinskapinn við hana Stjörnu, fimm vetra hryssu. Sinn eigin ís- landshest ætlar hún að fá sér þótt síðar verði. Herragarður í skóginum Húsakostur er reisulegur á höfuð- bóhnu Skavhaug. íbúðarhúsið er lík- ast herragarði - tvílyft hús frá því fyrir aldamótin með mörgum stórum stofum og málverkum af fyrri ábú- endum, Umhverfis er þéttur skógur- inn svo langt sem augað eygir. Að loknum morgunverkum á öðr- um degi heimsóknarinnar er sest við kaffibolla í sólskininu á svölunum. Tryggvi er spurður hvort hann sjái eftir að hafa „látið plata sig“ í Mosjö- en sumarið 1968. „Nei, aldrei," svarar hann ákveðið. „Þetta h'efur auðvitað oft verið basl en það er líka basl á íslandi og okkur hefur vegnað vel hér. Ég veit samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.