Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 55 Fréttir Var að verja hlutaféð sem stjómin samþykkti, segir Benedikt Jónsson: Breytir engu um okkarafstöðu - segir formaður stjómar Lífeyrissjóðs bænda Benedikt Jónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, segir í yfírlýsingu að meginástæða þess að hann stóð að veitingu 90 milljóna króna láns til flugfélagsins Emerald Air hafi verið sú að verja það 11 milljóna króna hlutafé sem stjórn sjóðsins hefði ákveðið að leggja í félagið. Auk þess hefði til- gangurinn verið aö ná ríflegri ávöxt- un á fé sjóðsins á skömmum tíma. Benedikt segir að haustið 1994 hafi stjórn Lífeyrissjóðs bænda ákveðið að kaupa hlutafé í Emerald Air fyrir um 11 mUljónir. Sérstakt minnisblað til stjórnar Síðan segir í yflrlýsingunni: „Snemma í nóvember 1994 var stofnað eignarhaldsfélagið Activa hf. til að halda utan um hlut íslenskra hluthafa í Emerald Air. Undirritaður var kosinn stjórnarformaður á stofn- fundi Activa og í stjórn Emerald Air skömmu seinna. Stjórn sjóðsins var strax greint frá þessu á sérstöku minnisblaði. AUnokkrir stjómar- fundir hafa verið haldnir síðan og ekki liggja fyrir neinar bókaðar at- hugasemdir af hálfu stjórnar Lífeyr- issjóðs bænda um þessa stjórnarþátt- töku.“ Benedikt segist hafa verið sann- færður í upphafi um aö Emerald Air tækist að komast af stað í fullan rekstur og að öll lán yrðu endur- greidd. Hann bendir á að á hið síöar- nefnda hafi ekki reynt. „í ágústmánuði sl. varð undirrituð- um hins vegar ekki ljóst að rekstur Emerald Air var ekki með þeim hætti sem hann hafði tahð.“ Benedikt telur að ekki sé um saknæmt athæfi að Skákviðburður: Gamlir snillingar á afmælismóti Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson varð sextugur á þessu ári og í tilefni þess og honum til heiðurs efnir Skák- samband íslands til skákmóts og Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari íslendinga. hefst það í dag. Mótið fer fram í Þjóð- arbókhlöðunni og í tengslum við það verður í dag opnuð sýning á skák- bókum og skákmunum. Friðrik Ólafssonar var sem kunn- ugt er fyrsti stórmeistari íslendinga. Hann var í hópi allra sterkustu skák- manna heims meðan hann einbeitti . sér að skáklistinni. Á þetta afmælis- mót koma nokkrir erlendir stór- meistarar sem voru upp á sitt besta á sama tíma og Friðrik og taka þeir ásamt honum þátt í mótinu. Þar má nefna Bent Larsen frá Danmörku, Vasily Smyslov, fyrrum heimsmeist- ara, og Svetoza Ghgoric frá Júgóslav- íu en við hann tefldi Friðrik eitt sinn skák og sigraði, en hún er talin með- al frægustu skáka. Aðrir þátttakendur eru Sofia Polg- ar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pét- ursson, Helgi Áss Grétarsson, Þröst- ur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafs- son. Keppni hefst í dag klukkan 14.00 en mótinu lýkur 16. september. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda: Drög að búvöru- samningi samþykkt Aðalfundur Landssamtaka sauð- Qárbænda samþykkti í gær í megin- atriðum framkomnar hugmyndir aö gerð nýs búvörusamnings fyrir sauðfjárbændur. Nokkrar áherslu- breytingar voru samþykktar sem þó eru ekki bindandi fyrir samninga- nefnd bænda. Fylgjandi drögunum voru 29, andvígir 6 en 2 sátu Lyá. Heitar umræður urðu um samnings- drögin á fundinum sem lauk í gær- kvöldi Breytingarnar sem samþykktar voru kveða meðal annars á um aukn- ar beingreiðslur, að uppsafnaðar birgðir verði fluttar úr landi og að bændur með bú á bihnu 180 til 450 ærgildi geti sótt um 10 prósenta aukningu á greiðslumarki. Bændum með minni bú er hins vegar gert að sanna að þeir hafi lifibrauð sitt af sauöfjárbúskap. Á fundinum voru samþykktar ýmsar tillögur um markaðs- og verð- lagsmál, þar á meðal tillögur um að verð á ærkjöti verði lækkað um 20 prósent í haust, að markaðssetning á kindakjöti verði bætt, að kannaðir verði möguleikar á að stofna sameig- inlega kjötheildsölu bænda og unnið verði að því að lækka slátur- og heild- sölukostnað. Sauðfjárbændur telja núverandi kjötmat óviðunandi með öllu og mælast til að fjármagns verði aflað til útflutnings á kjöti undir kjörorðinu „hreint og ómengað". -kaa ræða af hans hálfu og þaö sé rangt að hann hafi reynt að leyna umrædd- um lánveitingum. Máliðfer til rannsóknarlögreglu Guðríður Þorsteinsdóttir, formað- ur stjórnar Lífeyrissjóðs bænda, sagði við DV að yfirlýsing Benedikts breytti engu um afstöðu stjórnarinn- ar. Hans þætti í málinu yrði eftir sem áður vísað til RLR. Guðríður sagði það ekki koma fram í yfirlýsingunni að Benedikt hefði ekki tilkynnt stjórninni þátttöku sína í stjórnum Activa og Emerald Air fyrr en eftir á. Það sé þó rétt að stjórnin hafi aldrei bókað athuga- semdir við stjórnarsetuna. „Ég var ekki í stjórninni á þessum tíma en stjórnarsetan var látin kyrr liggja. Ef stjórnin hefði látið aftur- kalla þessa stjórnarsetu hefði það verið harkalegt og komið út sem van- traust á hans störf. Benedikt leyndi þessum lánveitingum þangað til hann skýrði frá þeim sjálfur 21. ág- úst sl. en fram að þeim tíma komu lánveitingarnar ekki fram í bókhald- inu. Hann talar um starfsreglur og venjur í yfirlýsingunni. Lánin eru að sjálfsögðu í algjöru ósamræmi við lög um lífeyrissjóðinn og í ósamræmi við venjur að veita há lán án trygg- inga og án þess að ræða viö stjórn- ina,“ sagði Guðríður. Hún sagði það furðulegt að Bene- dikt héldi því fram að hann hefði ekki fengið nægar upplýsingar um rekstur Emerald Air, sérstaklega í ljósi þess að hann heföi sjálfur setið í stjórn flugfélagsins. -bjb Þarftu að gera við leka? Ertu þreyttur á að endurtaka aðgerðina annað hvert ár eða svo, notaðu þá Roof Kote og Tuff Kote, amerísk efni sem þróuð voru 1954 og hafa staðist reynslu tímans. Heildsala: G K Vilhjálmsson Smyrlahraun 60 220 Hafnarfjörður Sími 565 1297 Akureyri: Lenti undir vörulyftara Vinnuslys varð hjá fyrirtækinu Möl & sandi hf. á Akureyri um miðjan dag í þegar þegar 18 ára gamall piltur lenti með fótinn undir vörulyftara. Pilturinn fót- brotnaði en slapp að öðru leyti frá slysinu. Hann hafði verið uppi á lyftar- anum þegar honum skrikaði fót- ur og datt niður á jörðina og und- irlyftarann. -bjb Njarðvík: Ekið á 3ja ára stúlku Þriggja ára stúlka slapp ótrú- lega vel þegar fólksbíl var ekið á hana þar sem hún var að leik á Brekkustíg í Njarðvík í gærmorg- un. Stúlkan fékk rispu og hlaut kúlu á höfuðið en fékk að fara heim af sjúkrahúsi eftjr aðhlynn- ingu. -bjb BARMAHLIÐ S Sækja - senda Tll iD 16" pizza + 3 álegg að eigin vali +21 kók kr. 1.050 18" pizza + 3 álegg að eigin vali +21 kók kr.1.250 Gildir aðeins efpizzan er sótt pizza + 3 álegg að eigin vali +21 kók i fcr 1 18" pizza + 3 álegg að eigin vali +21 kók t" llö Heimsending Alltaf eitthvað nýtt 15 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.