Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 41 Tískuþáttur í Cosmopolitan: ísdrottningin í Bláa lóninu . , . ~-r? Wrap up warm in motiaif ant) bouclés ' ihciare botlto fre touch. To complej/ “ ■ *■ ‘ " 1 look, fake fur and chenilles '' roeít even the coldest hearts. Módelnámskeið - model 79 Upplýs. og innritun í s. 588-8855 og 588-8783 alla virka daga milli 13 og 17. Hvít kápa ísdrottningarinnar er úr gervifeldi og kostar 312 pund. í texta með myndinni má sjá þakklæti til Flugleiða og Ólafs Skúlasonar. Ljósm. Asta amm mum sœxtmrx ísdrottningin klæðist fölbleikum viscose og rayonkjól og er í satínstígvélum í stil. Til gamans má geta að kjóllinn kostar 335 pund og stigvélin 210 pund - það þættu varla ódýr föt á íslandi. ir með vinnuhópa eins og þennan frá Cosmopolitan, kostnaðinum er reynt aö halda í lágmarki. Það eiga þó allir þessir útlendingar sem hingað koma sameiginlegt að þeir eru dolfallnir yfir landinu eftir að hafa ferðast um það,“ sagði Ólafur Skúlason. Ull og mohair eru tískuefni haustsins og hér er dress i lillabláum lit frá tískuhúsum Lundúna í íslenskri nátt- úru. landið og tók mynair víðar en í Bláa lóninu t.d. á Snæfellsnesi, talsvert um Borgarfjörð og Reykjanesið þannig að trúlega er þetta aðeins byrjunin af fleiri tískuþáttum sem birtir verða frá íslandi. Mikil fyrirhöfn „Það var töluverð vinna í kringum komu þessa hóps. Við lánuðum þeim stórt fataherbergi með speglum og útveguðum þeim siár fyrir öll fótin sem mynda átti. Þau voru með stóran bíl og fóru venjulega út snemma á morgnana og komu aftur seinni part dagsins." Olafur sagðist halda að ástæða þess að ákveðið var að taka myndirnar á íslandi væri sú að annar ljósmyndar- inn hefði komið til landsins áður. - og þakklæti til íslendinga Það verða ekki allir módel en okkur er öllum nauðsyn að öðlast sjálfstraust og fágaða fram- komu, þess vegna bjóðum við hjá Model 79 eftirfarandi módelnámskeið þar sem tekið verður fyrir: „Þessi kveðja er sennilega til komin vegna þess að fólkið bjó hjá mér þeg- ar það kom hingað til lands 27. apríl og var hjá mér í sjö daga. Það stóðu yfir miklar bréfaskriftir við fólkið áður en það kom en þetta var sjö manna hópur, tvær bandarískar fyr- irsætur, tveir hollenskir ljósmyndar- ar, franskur hár- og förðunarmeist- ari, ritstjóri og aðstoðarmaður. Ég átti nú ekki von á að okkar yrði get- ið með þessari grein en þaö er ánægjulegt," sagði Ólafur Skúlason, hótelstjóri og eigandi Gistihússins 101, en hann og eiginkona hans fá sérstakar þakkir í tískuþætti í nýj- asta hefti bresku útgáfu Cosmopolit- an. í blaðinu eru sex síður með tísku- fötum sem teknar eru í Bláa lóninu. Að sögn Ólafs ferðaðist fólkiö um „Fólkiö var yfir sig hrifið af íslandi og sá ljósmyndari sem ekki hafði komið hingað áður sagðist örugglega koma aftur. Hópnum fannst lands- lagið svo skemmtilega breytilegt frá degi til dags og jafnvel á sama degin- um. Ljósmyndaramir sögðu stór- kostlegt að mynda hér og höfðu oft orð á því. Einnig talaði fólkið um hversu góða og þægilega þjónustu það hefði fengið. Ég var pínulítið kvíðinn í upphafi því maður veit aldrei hvaða kröfur svona fólk gerir. En þetta var þakklátt og gott fólk.“ Grannholda fyrirsætur „Fyrirsæturnar voru merkilega hressar en mér fannst þær ansi grannholda. Veðrið var heldur ekki alltaf upp á það besta. Hins vegar tók ég eftir að þær skiptu með sér verk- um og önnur gat alltaf hvílt sig heima meðan hin fór í tökur. Sú sem var að vinna þurfti að vakna klukkan sjö á morgnana í förðunina. Þau komu með tíu eða tólf stór koffort af fötum sem öllum var raðað upp á slárnar eftir verslunum og síð- an var tekið þema dagsins eftir slán- um. Sennilega hafa þessar verslanir kostað að hluta ferð hópsins hingað til lands.“ Ólafur sagðist hafa haft gaman af þessari óvenjulegu heimsókn. „Það er alltaf skemmtilegt að fá tilbreyt- ingu í þetta,“ sagði hann. Ólafur hef- ur rekið gistiheimili sitt í sex ár að Laugavegi 101 og er með sextán her- bergi. Hann hefur lítið auglýst en segist engu að síður fá óhemjumarga útlendinga til sín. „Við finnum fyrir því að útlendingar, sem komu hingað fyrir nokkrum árum, eru að senda kunningjana til okkar þannig að þetta berst milli manna. Annars er- um við í tölvu Flugleiða og því hægt að panta hjá okkur hvort sem er frá Þórshöfn eða Tokyo. Það gefur þessu starfi okkar gildi hversu fjölskrúðugt mannlífið er.“ Dolfallnir útlendingar Ólafur sagðist hafa tekið eftir að margir útlendingar kjósi aö búa ódýrt en leyfa sér meira að ferðast og borða góðan mat. „Það sama gild- • Ganga/sviðsframkoma • Framkoma/mannleg samskipti • Pósur/snúningar • Förðun/hárgreiðsla • Næringarfræði Tískusýning í lok námskeiðs ásamt afh. prófskírteina._____ Leiðbeinendur verða toppfólk hvert í sinni grein, erída viljum við aðeins það besta fyrir nemendur okkar. • Vikunámskeið • Mánaðarnámskeið • 2ja mán. námskeið Við viljum minna á að skráning í Unglingamódel '95 er hafin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.