Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Dagur í lífi Hafsteins Þ. Stefánssonar skólameistara: Fundað með sællegum kennurum kvæmdum aö mestu lokið og er þaö býsna gott. Sællegir kennarar birtast Nú fara kennaramir aö birtast, brosleitir og sællegir eftir sumarið, ég heilsa þeim og býð þá velkomna. Slegið er í bjöllu og kennarafund- urinn hefst. Ég flyt mína tölu og fundarstörf eru unnin. Fundi er slitið og sest aö kafíiboröi með tert- um og snittum. En störfin halda áfram, undirbúa þarf vetrarstarfið og það er í mörg horn að líta hjá öllum. Ég og að- stoðarskólameistari, hann Sölvi, höldum fund með nýjum kennur- um. Þeir fá handbók þar sem skráð er flest það sem nýir kennarar þurfaaö vita, fyrirspurnum svarað og málin rædd. Að þessu loknu eru afgreidd hin margvíslegustu er- indi, rætt-vjð forkólfa í félagslífi, gamla nemendur og nýja, foreldra og forráðamenn, kennara og sölu- menn og reynt að leysa vanda allra og þennan mánudag tókst það bara nokkuð vel. Undir lok dagsins gerði fjölritar- inn okkur lífið leitt. Afangastjórinn þurfti að fjölrita stundatöf- luramma strax því töflur þurftu að vera tilbúnar morguninn eftir. Skrýtið hvað tæki bregðast oft á ögurstundu. En eftir töluvert mas og margar blekklessur fengum við fjölritarann til að „makka“ rétt. Málunum var bjargað. Já, það þarf að sinna ýmsu. Vinnudagurinn leið og ég hélt heim á leiö ánægður. Það er svo gott að vinna á góðum stað með góðu fólki og á morgun verða KR- ingar enn þá bikarmeistarar. Er ekki lífið ljúft? Ég vaknaði nokkuð snemma þennan mánudagsmorgun eins og flesta morgna. Þaö var rigning og dumbungur úti en þó bjart yfir vesturbænum. KR-ingar urðu bik- armeistarar í gær. Hvað annað? Hveijir eru bestir? En sú spuming! Ég fór í sturtu, rakaði mig óvenju vel, setti upp bindi og fór í jakka- fót. í dag yrði ég að vera térlegur til fara því skólastarfið var aö byija, kennarar áttu að mæta til leiks. Ég og konan fengum okkur morg- unverð, það small í bréfalúgunni og DV datt inn á gólf. Konan fór í vinnuna en ég tyllti mér niður og gróflas Dagblaðið og hlustaði á fréttirnar og hélt svo af staö í vinn- una. Ég ók Bræðraborgarstíginn, Vesturgötuna, Hafnarstrætiö, Hverfisgötuna og Laugaveginn og eins og leið liggur upp í Armúla- skóla. Þessa leið ek ég á hveijum morgni í vinnuna og finnst hún alltaf jafn merkileg, bara götunöfn- in segja sögu, hvað þá húsin. Og neðst á Vesturgötunni, þar sem hún mætir Aðalstræti og Hafnar- stræti, er miðpunktur Reykjavíkur og kannski landsins. Ég kann varla við að segja heimsins en því ekki? Mér finnst eins og þama séu vatna- skil eða 0-punktur því öll húsnúm- er hækka í allar áttir frá þessum staö. Yfirfullur skóli Þegar upp í skóla kemur sest ég niður og fæ mér kafíisopa með þeim sem mættir em og við spjöll- um smástund. Síöan fór ég inn á skrifstofu, svaraði nokkrum sím- tölum og fór yfir punkta þá er varða áttu tölu mína á fyrsta kennara- Hafsteinn Þ. Stefánsson, skólameistarj í Fjölbrautaskólanum Ármúla, hefur i mörg horn að líta áður en vetr- arstarfið hefst. DV-mynd GVA fundi vetrarins. Ég fékk hjá áfanga- sljóra síðustu tölur yfir nemenda- fjölda og ýmiss konar skiptingu hópsins, leit yfir framkvæmdir og fleira er máli skiptir. Skólinn er yfirfullur, aldrei veriö fleiri nem- endur og erfitt að koma þeim öllum fyrir en það verður leyst. Miklar framkvæmdir hafa verið í sumar, við fengum myndarlega fjárveitingu til að breyta og bæta. Komið hefur veriö upp glæsUegu tölvuveri og ekki er hún síðri að- staöan fyrir lyfjatæknibrautina, apótek og tUheyrandi, en það nám vorum við að flytja af Suðurlands- brautinni inn í skólann. Margt fleira hefur verið gert og fram- Finnur þú finun breytingar? 325 Mér þykja prufuhjónabönd of bindandi. Hvað segirðu um prufu- prufuhjónaband? 1 \, a imBr* IjpPlt I /; 570? Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruö tuttugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Fanndís F. Hávarðsdóttir 2. Svanhvít Sigurðard. Hólagötu 30 Mávahrauni 16 900 Vestmannaeyjunj 220 Hafnarfirði Myndiraar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur 1 ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI feröaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöð- inni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflókknum Bróðir Cad- fael, að verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið meö lausrúnni: Finnur þú fimm breytingar? 325 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.