Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Askrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Loksins Árásir herliðs vesturveldanna á víghreiður Serba í Bosníu eru betri en engarr þótt þær séu síðbúnar. Yfir- menn Atlantshafsbandalagsins hafa enn tækifæri til að klúðra þeim með of vægu framhaldi þeirra, þegar Serbar hafa gefið marklausar yfirlýsingar um stöðvun ofbeldis. Serbar hafa eins og aðrir, sem vilja fara sínu fram án tillits til vesturveldanna, afar Utla trú á getu þeirra til að standa í mannfómum af völdum hemaðar. Þeir hafa séð ráðamenn vesturveldanna endurtaka marklausar hótanir í síbylju, án þess að láta verða af verkum. Markleysið einkennir viðskipti vesturveldanna og Serba í Bosníudeilunni. Vesturveldin senda marklausar hótanir og Serbar gefa marklausar yfirlýsingar um vopnahlé. Þetta hefur gengið árum saman og grafið und- an virðingu fyrir vesturveldunum og ótta við þau. Bandaríkjamenn lögðu niður rófuna í Sómalíu, þegar átján hermenn þeirra féllu. Þeir höfðu áður flúið af hólmi í Líbanon, þegar nokkrir hermenn féllu þar. Þjóð, sem þolir ekki að sjá blóð, getur ekki haldið uppi heimsveldi. Hún gat ekki heldur lokið stríðinu við írak. Getuleysi Bandaríkjanna í hernaði sést vel af Víetnam- stríðinu. Þar féllu 58.000 Bandaríkjamenn, sem samsvara 58 íslendingum, miðað við fólksfiölda. Það samsvarar nokkurra ára fómum íslendinga til lífsbaráttunnar á hafinu. Samt höfum við ekki gefizt upp á sjómennsku. Á Vesturlöndum er stórveldahnignunin átakanlegust í Bandaríkjunum. Hún er einnig mikil í Bretlandi, þar sem stjómvöld hafa sífellt reynt að hella vatni á tillögur annarra um að fara loksins að gera eitthvað í Bosníu. Helzt eru það Frakkar, sem hafa stórveldisvilja. Það kostar vilja að vera stórveldi og meiri vilja að vera heimsveldi. Þegar menn vilja ekki lengur borga kostnaðinn, leiðir það til áhtshnekkis og minni áhrifa í umheiminum. Vesturveldin em svo langt leidd á þessu sviði, að Atlantshafsbandalagið er orðið grínfígúra. Þetta er baksvið Bosníustríðsins. Serbar hafa aldrei tekið mark á hótunum vesturveldanna, Atlantshafs- bandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Til að vinna tíma hafa þeir oft skrifað undir samninga um vopnahlé, en hafa síðan aldrei beðið eftir, að blekið þornaði. Reynslan segir Serbum, að nú eigi þeir að hafa hægt um sig að sinni til að draga úr áhuga vesturveldanna á frekari árásum. En síðan geti þeir fært sig upp á skaftið á nýjan leik, því að það þurfi mikið að ganga á til að vesturveldin taki við sér með nýjum árásum á Serba. Brezk stjómvöld em þegar komin með bakþanka. Það vita Serbar og þeir munu því ekki láta sér segjast við lofthernað síðustu daga. Þeir telja sig hafa meira úthald en þeir hafa séð í garði vesturveldanna. Þeir munu halda áfram að þvælast fyrir friði og bíða nýrra færa. Árásir vesturveldanna á víghreiður Serba em síðbún- ar og hafa lítil áhrif. Þær þurfa að vera víðtækari en þær hafa verið að undanfömu. Og vesturveldin þurfa að hafa úthald til að halda þeim áfram, unz knúin hafa verið fram endalok á útþenslustríði Serba í Bosníu. Allt verður dýrara við að vera dregið á langinn. Af því að árásir vesturveldanna eru síðbúnar, þurfa þær að standa miklu lengur en ella til að sannfæra Serba um, að alvara sé á ferðinni. Enn em árásimar ekki komnar á það stig, að Serbar taki mikið mark á þeim. En síðbúnar árásir em betri en engar. Þær vekja von- ir um, að vesturveldin hafi séð að sér og ætli ekki að sökkva dýpra í eymd og volæði fyrrverandi stórvelda. Jónas Krisfiánsson Loks bandarískt frumkvæði í Bosníu Loks hafa Sameinuöu þjóðirnar og NATÓ tekið á sig rögg og gert sig líkleg til að sýna Bosníu-Serbum í tvo heimana. Eftir það sem á undan er gengið var annað ekki hægt, ættu þessar stofnanir ekki að fyrir- gera öllum trúverðugleika. Frá því Serbar hertóku yfirlýst griðasvæði SÞ, borgirnar Sre- brenica og Zepa, hröktu konur, börn og öldunga á brott en tóku af lífi karla frá unglingsaldri fram að sextugu, hafa forustumenn her- stjómar SÞ og NATÓ lagt á ráðin um samræmdar aðgerðir til að stemma stigu við framhaldi á slík- um aðforum. Komið er til Bosníu um tíu þúsund manna viðbragðs- hð, búið öflugum vopnum, aðallega skipað Frökkum og Bretum. Skothríð Serba á Sarajevo á mánudag, þar sem ein sprengja úr sprengjuvörpu banaði 38 óbreytt- um borgurum á markaðstorgi og særði 85, var bein ögrun við þenn- an vígbúnað. Því kom ákvörðun SÞ og NATÓ aö svara með sam- ræmdum, ótímabundnum aögerð- um flughers og stórskotaliðs á hernaðarmannvirki, herstöðvar og virki Bosníu-Serba. Fyrsta atlagan var gerð aö loft- varnakerfmu og síðan ráðist á fjar- skiptakerfi, stjórnstöðvar og skot- færageymslur. Fallbyssuvirki Serba eru svo mörg og víða grafin í berg aö ekki eru talin tök á að elta þau uppi kerfisbundið, en árás- ir hafa þó verið gerðar á hin helstu við yfirlýstu griðasvæðin Sarajevo, Gorazde og Tuzla. Jafnframt tilkynnti Bernard Janvier, yfirhershöfðingi hös SÞ í Króatíu og Bosníu, Ratko Mladic, yfirhershöfðingja Bosníu-Serba, að búast mætti við að slíkum hernað- araðgerðum yrði haldið áfram, þangað til Serbar féllust á að hörfa með stórskotavopn sín úr nágrenni Sarajevo og annarra griðasvæða. Mladic vísaði þessum kostum á bug. Með svona umfangsmiklum hernaðaraðgerðum er hlutverki SÞ í Bosníu í rauninni gerbreytt. Það er ekki lengur friðargæsla, heldur valdbeiting með tilstyrk NATÓ í því skyni að knýja Bosníu-Serba til friðargerðar. Á þvi sviði hefur sá árangur náðst að Serbíustjórn hefur til- kynnt að Bosníu-Serbar hafi falhst á að taka sæti í sameiginlegri við- ræðunefnd um friðarskfimála und- ir forsæti Slobodans Milosevic, for- seta Serbíu. Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem fer eina feröina enn um Balkanskaga með friðartillögur frá stjórn sinni, sagði í Belgrad að þarna Væri kominn þýðingarmikill áfangi í málsmeðferð. Ljóst er að forsenda aögerðanna, sem nú hefur verið gripið til, er að Bandaríkjastjórn og stjórnir ríkja Vestur-Evrópu eru loks orðnar samstiga um að valdbeiting sé það eina sem dugi tfi að halda aftur af tignar. Nú er stjórn Bihs Clintons, eftirmanns Bush, hætt að hika og tvistíga og tekur frumkvæði í við- leitni tfi að binda enda á stríðið í Bosníu, vegna þess að frekara að- gerðaleysi er orðið honum fjötur um fót i viðleitni tfi að ná endur- kjöri. Repúbhkanar hafa fengið sam- þykkta á þingi tillögu um að aflétta einhhða vopnasölubanni cif Bosn- íustjóm. Forgöngu í málinu hefur Bob Dole, líklegur mótframbjóð- andi Clintons. Horfur eru á að neit- unarvaldi forsetans gagnvart sam- þykkt þingsins verði hnekkt í haust að öfiu óbreyttu. Enn er það því mjög háð hrá- skinnsleik í bandarískum stjórn- málum hversu úr hörmungum Bosníumanna rætist. Og reynslan af því hve vanmáttug ríki Vestur- Evrópu hafa reynst án bandarískr- ar forustu hlýtur að verða þeim lexía við skipan öryggismála sinna á komandi árum. En mestu skiptir í svipinn að því fer fjarri að sýnt sé að aðgerðir SÞ og NATÓ beri tilætlaðan árangur. Meðan Bosníu-Serbar eiga ekki við annað að fást en loftárásir og stór- skotahö á takmörkuðu svæði eiga þeir ýmsa mótleiki. Hrekkur Bill Clinton eða stekkur, ef að því kem- ur að fást við afleiðingarnar á víg- velhnum? Reykur eftir árásir flugvéla NATO rís yfir Pale, stjórnarsetur Bosníu- Serba, sem hingað til hefur verið að mestu óhult fyrir árásum. Símamynd Reuter Bosníu-Serbum. Þetta hefur reynd- ár verið ljóst frá upphafi og hefði mátt afstýra miklum hörmungum með því aö breyta í samræmi við það frá upphafi. En þegar Bosníustríðið braust út vfidi Bandaríkjastjórn undir for- Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson sæti George Bush hvergi nærri koma, af því að hann taldi að ný herferð í framhaldi af Flóabardag- anum myndi spilla fyrir möguleik- um sínum á endurkjöri tfi forseta- Skoðanir annarra Fangelsi eru ætluð til refsingar „Fangelsi á ekki að vera notalegur staður. Afplán- un refsingar ætti að vera svo óþægileg upplifun að afbrotamenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir fremja afbrot á ný. Gagnrýnendur segja keðjugengin harkalegt og óvenjulegt form refsingar. En þeir gleyma að fangelsi eru ætluð til refsingar. Keðjurnar eru léttar og notkun þeirra felur ekki í sér annað harðræði en að hindra flótta. í stað þess að hafa áhyggjur af áhrifum keðjugengjanna á fangelsisvist- ina ættum við aö hafa áhyggjur af fórnarlömum af- brotmannanna. Samúðin á að beinast í rétta átt.“ Fyrrum fylkisstjóri Alabama í USA Today 29. ágúst Tölvuvæðing breytir bönkum „Bankarnir Chase Manhattan og Chemical hafa ákveðið að sameinast. Stærðin auðveldar þróaðri viðskiptahætti og tryggir skilvirkari tölvu- og sam- skiptakerfi. Ef bankakerfið þróast áfram í þessa átt verða viðskiptavinir líklega vitni að meiri afköstum á kostnað geðfelldni persónulegra heimsókna. Bank- ar sinna bankaviðskiptum fólks í auknum mæh um símalínur. Það eru ekki fjármálamenn né löggjafar sem breyta bankakerfinu. Það er tölvuvæðingin." Úr forustugrein Washington Post 30. ágúst Á verði gagnvart írak „Verði Saddam Hussein hrakinn frá völdum er hvorki öruggt né líklegt að eftirmaöur hans taki sjálf- viljugur upp samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Augljós eftirmaður Saddams er landflótta hershöfð- ingi sem þjónaði tengdafóður sínum dyggfiega í mörg ár. Hann gæti einnig haft þá skoðun að gereyð- ingarvopn tryggi stysta leið að heimsyfirráðum." Úr forustugrein Washington Post 31. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.