Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Ásdís María Franklín náði þriðja sæti í Elite fyrirsætukeppninni í S-Kóreu: Með tveggja ára milljónasanming - íslensku keppendumir vöktu mikla hrifningu „Þriöja sætið í Elite-keppninni úti í Suður-Kóreu tryggir mér fyrirsætu- samning næstu tvö árin með að minnsta kosti 5,4 milljónir króna í tekjur. Ég mun starfa á vegum skrif- stofunnar víöa um heim þar sem at- vinnutækifæri bjóðast," sagði Ásdís María Franklín sem náði þeim fræki- lega árangri að verða í þriðja sæti í þessari árlegu keppni. Ásdís og Guö- rún Lovisa Ólafsdóttir voru valdar fulltrúar íslands í keppninni sem fram fór í S-Kóreu síðari hluta ágúst- mánaðar. „Það hefur aðeins einu sinni gerst áður að íslensk stúlka haíi náð í úr- slitahóp 15 bestu en það var þegar Snæfríður Baldvinsdóttir keppti,“ sagöi Gullveig Sæmundsdóttir, rit- stjóri tímaritsins Mannlífs, sem var ein þeirra sem tók á móti stúlkunum við komuna til landsins. „Þetta er í tólfta sinn sem íslenskar stúlkur taka þátt í Elite-keppninni og í þriðja sinn sem sendir eru út tveir fulltrúar. Fulltrúar Elite geta stundum ekki gert upp á milli tveggja stúlkna og þannig var það í ár, ekki var hægt að gera upp á milli Ásdísar Maríu og Guðrúnar Lovísu," sagði Gullveig. New York, Mílanó og París „Ég fæ nokkurra daga frí hér á ís- landi en síöan liggur leið mín til New York þann 10. september. Ég starfa þar í fimm daga en síöan verð ég önnum kafin við tískusýningamar í Mílanó þar til í byrjun október og ég á von á því að þaðan liggi leiðin með sýningarhópum til Parísar." Ásdís María var aðeins 14 ára göm- allt af bókum, nú tekur skóli lífsins viö. Ég reyni samt alltaf að komast í reglulegar heimsóknir til íslands og ég er svo heppin að eiga yndislega vini og foreldra sem gleyma mér ekki og styðja mig með ráðum og dáð. í starfinu á ég eftir að kynnast framandi menningu, nýjum siðum og læra mörg tungumál. Ég tala ensku og sænsku ágætlega (Ásdís bjó í Svíþjóð fyrstu fjögur ár ævi sinnar) og er farin að læra heilmikið í þýsku og ítölsku." - Er þetta ekki strangur skóh og harður heimur sem fyrirsæturnar þurfa að búa við? „Það eru fullt af fyrirsætum sem hafa byrjað með mér í þessu starfi sem hafa helst úr lestinni. Til þess að geta starfað sem fyrirsæta þarf aö vera mjög duglegur og sífellt áhugasamur um starfið. Maður má aldrei vera kvartandi eða í fýlu, mað- ur þarf að vera stundvís, ávallt hreinn og snyrtilegur og alltaf í góðu skapi. Nauðsynlegt er að skipuleggja tíma sinn mjög vel og sem betur fer er ég í Vogarmerkinu. Persónugerð mín passar vel í þetta starf. Umboðsskrifstofurnar setja okkur aldrei kröfur um útlit. Ef þig langar til að líta illa út, vera með cellulite á lærunum, þá máttu borða þaö sem þú vilt en þá færðu einfaldlega enga vinnu. Því er það fyrst og fremst undir þér sjálfum komið hvort þú passar upp á útlitið. Betra útlit þýðir einfaldlega fleiri atvinnutækifæri. Ég er svo heppin að mér finnst allt sælgæti vont en elska allan ferskan mat, grænmeti, ávexti, ís og ég reyni yfirleitt að velja fisk og fuglakjöt fremur en annað kjöt. Annars er holdafarið nokkuð af- stætt hjá fyrirsætum. Þú getur verið með tvær stúlkur sem eru nákvæm- lega jafnháar en þær þurfa ekki að vera jafnþungar. Önnur er með kvenlegar línur, í ætt viö Pamelu Anderson, og henni er því óhætt að vera eitthvað þyngri. Hin er með út- lit Kate Moss og verður þá að halda útliti og grönnum líkama í samræmi við það. Ég er þessi fríska týpa sem má vera með hraustlegt útlit og þarf ekki að vera mjög horuð. Mér finnst samt fara mér best að vera nokkuð skorin og vel á mig komin.“ Óvænt úrslit - Hvað viltu segja um þær stúlkur sem lentu fyrir ofan þig í keppninni? „Ég tók aldrei neitt sérstaklega eft- ir þeirri sem vann en stúlkan frá Rússlandi, sem var í öðru sæti, var mjög flott. Ég og margir aðrir voru búnir að spá henni fyrsta sætinu í keppninni. Hún er mjög góð vinkona okkar Guðrúnar og er mjög sterkur karakter og á allan hátt yndisleg stelpa, með hárrétt og jákvæð við- horf til fyrirsætustarfsins,“ sagði Ásdís. -ÍS Þaö urðu fagnaöarfundir þegar Sigurlaug Vigfúsdóttir, móðir Ásdísar Mar- íu, tók á móti henni við heimkomuna. Guðrún Lovísa Ólafsdóttir og Ásdís María Franklín þóttu standa sig mjög vel í fyrirsætukeppninni í S-Kóreu og eftir því var tekið hve fagmannlegar þær þóttu í allri framkomu. DV-mynd Brynjar Gauti Rakst á auglýsingu „Ég var að lesa DV heima hjá mér og sá þar auglýst að hægt væri að senda myndir af sér í fyrirsætu- keppni. Ég átti góða mynd af mér, sendi hana að gamni mínu og ein- hvern veginn dugði sú byrjun til þess að koma mér alla leið í Elite-keppn- inni hérna heima,“ sagði Guðrún Lovísa Ólafsdóttir. Hún var einnig meðal keppenda í S-Kóreu og kom þaöan heim með tvö fyrirsætutilboð í farteskinu. „Fyrir mér var þetta ótrúlegt ævin- týri því ég hef aldrei áður farið til útlanda. Eg er á leiðinni út næsta sumar en ég hef fengið tvö fyrirsætu- tiiboð á vegum Elite. Ég get valið um það hvort ég fer til Brasilíu eða Barc- elona. Brasilía virkar meira spennandi, það er lengra í burtu svo að ég býst frekar við að fara þangað. Ég þarf samt að kynnast þessu mikið betur áður en ég tek ákvörðun. En ég er alveg ákveðin í að klára Verslunar- skólann áður en ég helh mér út í eitt- hvað annað. Ég ætla frekar aö vinna mig eitthvað upp í fyrirsætustörfum hér á íslandi áður en ég fer út í eitt- hvað sem ég ræð ekki við. Þetta starf er mjög spennandi og það kitlar mann nokkuð hvort mað- ur getur þetta. Það er náttúrlega erf- itt að rífa sig upp með rótum frá hefð- bundnu umhverfi sínu og ég saknaði mikið fólksins míns þegar ég var úti. Þetta var samt auöveldara en ég átti von á í minni fyrstu utanlands- ferð. Það gekk aUt svo vel úti og ég er rosalega ánægð með ferðina til S-Kóreu. Ef maður kæmist á góðan samning þá er ég alveg til í að starfa við þetta. Þetta er ævintýri sem býðst ekki mörgum sinnum á ævinni og ekki heldur hægt að vera lengi í þessu," sagöi Guðrún Lovísa. Verður að fresta námi Ásdís María er búin aö ljúka fyrsta bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Hún veröur nú að gera hlé á náminu en er ákveðin í að klára skólann hvenær sem það verður. „Mér hefur alltaf gengið vel í skóla og ég hef helst hugsað mér að fara í læknisfræði. En ég ætla nú að taka mér frí frá skólanum og kynnast heiminum af því að maður lærir ekki ul þegar fyrirsætuævintýrið hófst hjá henni. „Ævintýrið byrjaði jóUn 1992 en þá fór ég á framkomunám- skeið hjá Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur og síðan í fyrirsætukeppni voriö þar á eftir. Hún var bannieað þeim stelp- um sem gekk vel var boðið út og þeim gefið tækifæri á að sýna sig fyrir fjöldanum öUum af umboðs- skrifstofum. Ég var svo heppin að komast út og sú skrifstofa, sem bauð best í mig, starfar fyrir fyrirtækið Names í Mílanó. Ég var bara fjórtán ára gömul þeg- ar þetta byrjaði og því var hjálp frá umboösmanni og foreldrum vel þeg- . in. Ég fór út til Mílanó sumarið 1994 og 1995 til fyrirsætustarfa. Kolbrún Aðalsteinsdóttir, umboösmaður minn, bjó með mér allt sumarið 1995 og var mér til halds og trausts. í sum- ar vorum við alls 7 íslenskar stúlkur saman úti. Að lokinni dvölinni þar fórum við þijár saman, ég, Guðrún Lovísa og Kolbrún í Elite Model Lo- ok-keppnina í S-Kóreu. Viö þijár áttum mjög gott samstarf og hvöttum hver aðra. Það skipti ekki litlu máli í keppninni þegar upp var staðið. Það er mjög mikilvægt að hafa leiðbeinanda með sem leggur Unurnar, segir manni hvað betur megi fara og sUpar af manni gallana í framgöngu. Það var talað um það lengi á eftir sýninguna í S-Kóreu hvað við Guðrún vorum ofsalega góðar á sviðinu. Við komum fram fullar af sjálfstrausti og skælbros- andi á meðan margar hinna voru hugsandi: „Ætli þetta sé nægilega gott hjá mér“. Það var búið aö spá því að ég kæm- ist í 15 manna úrsUt en alls ekki er víst að við hefðum náö svona langt ef svona vel hefði verið staðið að málum.“ Söfnunarmiðstöðvar I landssöfnuninni konurog börrineyð 3. september 1995 ReyKíavík Hverfi 101 Hitt húsið, Aðalstræti 2 Hverfi 103 og 105 Tónabær v/Skaftahlíð Seltjarnarnes Seltjarnarneskirkja Þróttheimar v/Holtaveg Hverfi 107 Félagsmiðst. v/Frostaskjól Kópavogur. Sunnuhlíð Garðabær Flataskóli Hverfi 108 Bústaðir v/Bústaðaveg Bessastaðahreppur Hverfi 109 ZZZZZ Hólmasel, Hólmaseli 4-6 Hverfi 110 Hafnarfjörður Bæjarhraun 2 Hverfi 111 FellahelKr v/Norðurfell Hverfi 112 Fjörgyn v/Logafold Reykjalundur Rauðakrossdeildir um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.