Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
39
Sumarmyndakeppni DV og Kodak-umboðsins:
Mörg hundruð
myndir bárust
- úrslit kynnt 16. september
Þá er skilafrestur í sumarmynda-
keppni DV og Kodak-umboðsins
runninn út og hafa borist mörg
hundruð myndir i keppnina. Mynd-
irnar eru nú í höndum dómnefndar-
manna sem velja munu þær sex
bestu. Það verður vart sagt annað
en þeir eigi erfitt starf fyrir hönd-
um. Úrslit í keppninni verða gerð
opinber í DV og Kringlunni laugar-
daginn 16. september og verða verð-
launamyndirnar jafnframt hafðar
til sýnis í Kringlunni. í dómnefnd
keppninnar sitja Brynjar Gauti
Sveinsson og Gunnar V. Andrésson,
ljósmyndarar DV, og Halldór Sig-
hvatsson frá Kodak-umboðinu.
Verðlaun fyrir bestu myndina
eru ferð til Flórída fyrir tvo, að
verðmæti 90 þúsund krónur. Önnur
verðlaun eru Canon EOS 500 með
35-80 mm aðdráttarlinsu, að verð-
mæti kr. 45.900. Þriðju verðlaun eru
veitt fyrir sérstaka umhverfismynd
A þjóðlegum nótum heitir þessi þjoðhatiðarlega mynd fra Olafi B. Kristjáns-
syni, Hvammsgerði 6,108 Reykjavík.
Boltaland kallar Ijósmyndarinn þessa sumarmynd sem tekin var a Sommer-
land á Sjálandi. Myndina tók Heiðdís Dröfn Bjarkardóttir, Þórunnarstræti
133, 600 Akureyri, en hún er aðeins fimmtán ára.
Sumargleðin heitir þessi sumarmynd af systrunum Onnu Margreti og Mariu
en myndin var tekin á góðri stundu í Svarfaðardalnum af Bjarna Gunnars-
syni, Laxamýri, 620 Dalvík.
Feðgar nefnist þessi skemmtilega sumarmynd sem Sigrún Sæmundsdóttir,
Stuðlabergi 38, 220 Hafnarfirði, tók.
í tilefni umhverfisárs og eru þau
Canon EOS 1000 með 38-76 mm
linsu, að verðmæti kr. 39.900. Fjórðu
verðlaun eru Canon Prima Zoom
Shot, að verðmæti kr. 18.900.
Fimmtu verðlaun eru Canon Prima
AF-7, að verðmæti kr. 8.990 og sjöttu
verðlaun eru Canon Prima Junior
DX, að verðmæti kr. 5.990.
Hér á síðunni birtum við nokkrar
af þeim fjölmörgu sumarmyndum
sem lesendur hafa sent í keppnina
og mun svo einnig verða næsta
laugardag.
„Það er gott að búa á íslandi," segja
þau Sindri og Elísa sem eru svona
sæt á þessari mynd. Það er Áslaug
Þorvaldsdóttir, Berugötu 7, 310
Borgarnesi, sem tók myndina.
„Tveir heimalningar og góðir vinir,
Dísa og Krútti," skrifar Ijósmyndar-
inn Hjördís Birna Einarsdóttir, Lauf-
ásvegi 65,101 Reykjavík.
„Kveðjustund." Hildur Ýr að sleppa
lundapysju. Ljósmyndarinn heitir
Margrét K. Jóhannsdóttir, Hrauntúni
32, 900 Vestmannaeyjum.
Rebba gefið að éta. Myndin var tekin í Hornvík 6. ágúst sl. en Ijósmyndarinn er Guðmundur Agústsson, Urðarvegi
39, 400 ísafirði.