Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 25 Fréttir Margrét Frímannsdóttir, frambjóðandi til formanns í Alþýðubandalaginu: Ég er ekki leppur Ólafs Ragnars - virði hann og hans störf afar mikils og engin skömm að vera spyrt við hann Margrét Frímannsdóttir telur að endurskoða þurfi hlutverk rikisstofnana því að verkefni skarist, sameina þurfi sumar stofnanir og selja aðrar á réttu verði. Hún vill að ágóðanum verði varið til nýsköpunar í atvinnulifi. DV-mynd GVA „Auðvitað er þetta áfellisdómur spyrt við hann. Ég hef fullan hug yfir núverandi forystu. Innra starf á að breyta starfsemi Alþýðu- flokksins hefur verið á verkefna- bandalagsins og hef trú á því að skrá varaformanns Alþýðubanda- mér takist það í samvinnu flokksfé- lagsinsenþingmennflokksinsbera laga um land allt. Ef flokksmenn mikla ábyrgð. Við höfum dottið í væru virkir í starfi, ef flokkurinn þá gryflu að móta stefnuna án sam- vaeri með lýðræðislega umfjöllun ráðs við aðra. Okkur hefur hætt til þess að koma með hana tilbúna og ætlast til þess að flokksmenn sam- þykktu hana.“ Ekki fulltrúi annars armsins Yfirheyrsla Guðrún Helga Sigurðardóttir - Er sameining vinstri aflanna bar- áttumál númer eitt, tvö og þrjú í dag? „Þetta er ekki baráttumál númer eitt, tvö og þrjú. Það eru kjara- og réttlætismálin. Hins vegar er mik- ilvægt að vinstrimenn nái saman. Sundrungin sem hefur einkennt okkur er óþolandi." - Ætlarðu að beita þér fyrir sam- einingu ef þú nærð kjöri? „Auðvitaö mun ég beita mér fyrir því aö hér myndist breiö og sterk fylking vinstrimanna til að taka við stjóm landsins. Hvort það gerist með sameiningu, bandalagi eða á annan hátt verður tíminn að leiða í ljós.“ - Geta flokkarnir sameinast fyrir næstu kosningar? „Það vona ég, að minnsta kosti um sameiginleg markmið." - Muntu beygja þig undir forystu Ingibjargar Sólrúnar ef það yrði til sameiningar? „Ég hef mikið álit á Ingibjörgu Sólrúnu en við eigum ekki að gera henni erfitt fyrir í þvi starfi sem hún er í núna með því að draga hana inn í umræðuna á þennan hátt.“ Áfellisdómur á forystuna - Þú hefur lagt áherslu á öflugara flokksstarf og aukið lýðræði. Að öðru leyti er enginn málefnaágrein- ingur. Er formannskjörið aðeins kynjaspursmál? „Nei. Alls ekki. Þetta er spurning um breytingu á flokknum, bæði í starfi og stefnumörkun, og kannski fyrst og fremst spurning um að flokksstarfið breytist. Það verður að viðurkennast að flokkurinn hef- ur ekki þær rætur sem hann hafði í þjóðfélaginu. Það má að vissu leyti rekja til þess að stofnanir flokksins eru lítið virkar. Mikilvæg málefni eru lítið rædd innan flokksins og því hefur hinn almenni flokksfélagi lítil áhrif á stefnumörkun. Kvóta- kerfið felur til dæmis í sér að auður þjóðarinnar safnist á fárra manna hendur. Það getum við aldrei sam- þykkt. Okkur hættir til að taka svona erfið mál, setja þau ofan í pott og vona að ekki sjóði upp úr.“ - Hvers vegna ættu flokksmenn frekar að styðja þig en Steingrím til formanns? „Það verða þeir að gera upp við sig sjálfir. Ég legg mikla áherslu á innra flokksstarf og valddreifingu. Ríkið er að færa aukin verkefni yfir til sveitarfélaganna en stjórn- málamennirnir taka ekki nógu virkan þátt í stefnumótun flokksins í þessum efnum, virða þá sem stjórnmálamenn. Vægi þeirra og nins almenna flokksfélaga í stefnu- mótun er afar lítið.“ - Þú hefur gagnrýnt núverandi for- ystu Alþýðubandalagsins fyrir lítið innra starf. Ertu að fella áfellisdóm yfir formanni og varaformanni flokksins? - Þú ert sjálf hluti af þessu. Skrif- ast þetta ekki líka á þinn reikning? „Jú, ég á vissulega hluta af þess- ari ábyrgð sem þingmaður og skor- ast ekki undan henni. Ég sé hins vegar nauðsyn á að breyta þessu og tala um það innan flokksins." - í formannskjörinu má greina ágreining milli flokksarma. Ert þú í sveit með Ólafi Ragnari eða ertu í flokkseigendafélaginu? „Ég lít á þessar kosningar sem kosningar milh arma. Ég er ekki leppur Ólafs Ragnars Grímssonar þó ég virði hann og hans störf afar mikils og alls engin skömm að vera um flest stefnumál, þá hefði þetta armatal ekki orðið til. Þá yrðu þingflokkurinn og forystumenn að fara að vilja og stefnu flokks- manna." Varaformaðurinn verði á launum - Viltu hafa Steingrím áfram sem varaformann ef þú nærð kjöri? „Ég hef ekki velt því fyrir mér. Samkvæmt endumýjunarreglunni á hann að hætta. Það er nauðsyn- legt að gera starf varaformannsins veigameira. Ég sé fyrir mér að þetta verði launað starf í framtíðinni við að byggja upp innra starf flokks- ins. Þar þurfa formaður og vara- formaður að leggjast á eitt. Ég tel ekki æskilegt að varaformaður sé jafnframt þingmaður, hvað þá ráð- herra." - Finnst þér koma til greina að kanna aðild að ESB í næstu fram- tíð? „Nei, ekki eins og er. Við erum aðhar að mörgum alþjóðlegum samningum og samþykktum. Okk- ur ber að fara afar varlega varð- andi Evrópusambandið til að glata ekki fullveldinu. Framtíðin verður að leiða í ljós hvað við gerum og hver staða okkar verður. Við eigum vissulega að efla viðskipti innan Evrópu en ekki einskorða okkur við það.“ Einn öflugur ríkisbanki - Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að ná tökum á GATT? „Illa. í ræðu sem formaður Sam- bands kúabænda flutti nýlega benti hann á að ofurtollamir muni ekki gera það gagn sem þeim er ætlað. Það er vissulega þörf á því að vernda íslenska framleiðslu en við ætluðum að búa til girðingar eftir á, eins og alltaf. Við eigum aö efla og undirbyggja atvinnuvegi þannig að þeir séu tilbúnir til að takast á við samkeppnina. Það höfum viö ekki gert og allra síst í landbúnaði." - Ertu fylgjandi sölu ríkisbanka? „Ég tel nauðsynlegt að hafa einn öflugan ríkisbanka. Það á þá að vera ríkisbanki með stóru erri, hann á að fylgja stefnu stjórnvalda í peningamálum hverju sinni. Það hefur allt of oft verið ósamræmi þarna á milli og valdið erfiðleikum í efnahagsstjórnun. Hallanum á ríkisfjármálum verð- ur ekki náð niður með þeim aðferð- um sem nú er beitt. Ef á að hafa þetta þannig að ekki er hægt að færa milli ráðuneyta í rammafiár- lögum og forgangsraða verkefnum, skera niður verkefni sem verða að bíða þá náum við aldrei árangri. Það er fyrir löngu komin þörf á því að endurskoða hlutverk ríkisstofn- ana. Það er örugglega hægt að sam- eina ríkisstofnanir, selja aðrar á réttu verði og nota ágóðann til ný- sköpunar í atvinnulífi." Sameina Skógræktina og Landgræðsluna - Hvaða ríkisstofnanir viltu sam- eina og hvaða stofnanir viltu selja? „Ég er ekki tilbúin til að koma með áþreifanleg dæmi en get nefnt aö það þarf að fara ofan í kjölinn á starfsemi allra rannsóknarstofn- ana vegna þess að verkefni skarast mihi stofnana, jafnvel ráðuneyta. Hægt er að sameina Skógrækt rík- isins og Landgræðslu ríkisins og breyta eðli starfseminnar, færa verkþætti til bænda en efla rann- sóknar- og eftirlitsþáttinn og ráð- gjafarhlutverk þessara stofnana. Við eigum að taka fyrir ákveðin ráðuneyti og ákveðna málaflokka á hverju ári í nokkur ár. Það er sorglegt að koma inn á heilbrigðisstofnanir sem geta hvorki hætt né haldið áfram starf- semi vegna þess að fiárlögin eru knöpp og alltaf skorið flatt. Skoða þarf hverja einustu heilbrigðis- stofnun og gera heilbrigðisáætlun til sex eða átta ára. Við verðum að marka þessum stofnunum hlut- verk og fá þeim fiárlög í samræmi við það.“ - Islenskar konur eru komnar á ráðstefnu til Kína. Telurðu raun- hæft að konur geti mótmælt stefnu stjórnvalda? „Því miður er það ekki raunhæft. Konumar hljóta að hafa vegið og metið fræðslugildi ráðstefnunnar eða hvort þær ættu að sitja heima og mótmæla. Ég býst við að fræðslugildiö hafi orðiö ofan á. Mín tilfinning var sú að við ættum ekki undir neinum kringumstæðum aö fara. Sterkustu mótmælin hefðu auðvitað verið þau að forseti ís- lands heföi ekki farið á ráðstefn- una. Það hefði kannski verið það sem skipt hefði máli.“ - Hefðir þú viljað að forseti íslands færi ekki? „Já. Það er mín skoðun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.