Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Trímin____________________________________________________________________dv Reykjavíkurmaraþonið: Einhverfur piltur hljóp 10 kílómetra -bætti tímann frá fyrra ári um 20 mínútur Bragi Óskar Baldursson, einhverfur 23 ára Reykvíkingur, hljóp 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni. DV-mynd GVA Það er óhætt að fullyrða aö Bragi Óskar Baldursson, 23 ára Reykvík- ingur, haföi nokkra sérstöðu meðal rúmlega 3.000 þátttakenda í Reykja- víkurmaraþoni. Bragi var að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í annað sinn og bætti tímann sinn frá fyrra ári um tæplega 20 mínútur. Hann fór 10 kílómetra í ár á 1 klst. og 50 sek. en 1 klst. og 20 mínútum í fyrra. Bragi hefur undanfarin tvö ár þjálfað und- ir handleiðslu Jakobs Braga Hannes- sonar sem er þekktur skokkleiðbein- andi og þjálfari. Og hvað er þá svona merkilegt viö þetta? Jú, Bragi Óskar er einhverfur og þurfti þess vegna 'i' aðstoðarmann með sér allt hlaupið. „Ég er sannfærður um að Bragi hefði getað farið á betri tíma en hann gerði. Hann er betri hlaupari en ég svo það var ég sem hélt aftur af okk- ur. Við hlupumi samhliða allan tím- ann en ég fann vel að hann þekkti leiðina því hann hefur farið þetta áður,“ sagði Sverrir Sverrisson í samtali við Trimmsíðuna. Sverrir hljóp 10 kílómetrana með Braga en hann er nemi í Fósturskólanum og vann í sumar á Sambýlinu á Sæbraut . 2 þar sem Bragi býr og hefur gert síðustu fimm ár. „Við vorum auðvitað orðnir hund- blautir og kaldir þegar við komum á leiðarenda en Bragi lét engan bilbug á sér flnna heldur hljóp af hörku alla leiðina. Þegar markið var í augsýn fannst honum það ekkert skemmti- legt heldur vildi gjarnan halda áfram og hlaupa upp Laugaveginn því hon- um fannst auðsýnilega gaman,“ sagði Sverrir. Einhverfir eiga jafnan erfitt með mannleg samskipti og þar á meðal getur mannijöldi virkað þrúgandi á þá og þeim liðið illa innan um margt fólk. Að sögn Sverris var Bragi nokk- uð órór þegar þeir komu fyrst niður í Lækjargötu áður en ræst var en ' hann smitaðist af jákvæðum spenn- ingnum og eftirvæntingunni sem ríkti við marklínuna og þeir félagar þutu af stað í sönnum maraþonanda. „Ég hafði lítið hlaupið áður en ég fékk þetta verkefni en skokkaði reglulega með Braga fimm vikur fyr- ir maraþoniö og ég er stórhrifmn af því og býst við að halda því áfram.“ Jakob Bragi Hannesson, sem hefur starfað á sambýlinu á Sæbraut und- anfarin tvö sumur, hefur farið reglu- lega út að skokka með Braga og Páh Arnarsyni sem einnig er heimilis- maður á Sæbraut. Að sögn Jakobs hefur þjálfunin gengið vel og haft góð áhrif á þá félaga að hans mati en þeir hafa jafnan farið um göngustíga meðfram sjónum allt inn í Nauthóls- vík. „Bragi er mjög orkumikill og hefur fengið mikla útrás fyrir orkuna í hlaupunum með Jakobi og er fyrir vikiö í betra jafnvægi og líður bet- ur,“ sagði Ólafur Mogensen, for- stöðumaður á Sæbraut, í samtali við Trimmsíðuna. Hann sagði að líkams- þjálfun gerði einhverfum ekkert síð- ur gott en öðru fólki og þekkt væru heimili erlendis þar sem þjálfun af þessu tagi væri beitt í meðferð ein- hverfra. Slíkt hefði ekki enn veriö gert hérlendis en það starf sem Jakob Bragi hefur unnið með tveimur heimihsmönnum á Sæbraut væru fyrstu dæmin um slíkt starf á ís- landi. Grafarvogs- hlaup næsta laugardag Laugardaginn 9. september, sem töluglöggir lesendur vita að er næsti laugardagur, verður sannar- lega gaman í Grafarvogi. Þann dag verður ákafiega líflegt í þessu barnflesta hverfi Reykjavíkur og jafnframt því nýjasta. Grafarvogshlaup Fjölnis hefst stundvíslega klukkan 14.00 að Stór- höfða 17. Skráning verður á sama stað frá kl. 12.00 til 13.00. Vega- lengdin er 3,5 kílómetrar og hlaup- ið sniöið að þörfum yngstu kyn- slóðarinnar. Skipt verður í tvo flokka, þ.e. 12 ára og yngri og 15 ára og eldri. Upplýsingar gefur Jó- hann Jakobsson í síma 567-6153. Að hlaupa í berjamó? Nú er rétti árstíminn til þess aö hlaupa í beijamó og skófla í sig safaríkum blá- og krækiberjum. Hitt er svo annað mál að við mikið berjaát getur sem hægast hlaupið á berjaætuna og er þá verr farið en heima setið. Orðhagur skokkari lét Trimmsíð- unni í té eftirfarandi orðskýringar: Mógleði: Sú kæti sem grípur um sig á berjamó. Að vera berdreyminn: að dreyma fyrir berjum. Að vera berhentur: að vera berja- blár á höndunum. Móleiði: að vera leiður á beijamó. Berangur: hugarangur og leiöi á berjamó, berjahreinsun og berjaáti yfirleitt. Kópavogssundið aftur - og allir með ^Sizijip ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Sunnudagur3. sept. kl. 17.00. Akureyrarvöllur ÍBA-ÍA Hlíðarendi Valur-KR Ásvellir, Hafnarf. Haukar-ÍBV Kópavogsvöllur Breiðablik-Stjarnan A morgun, sunnudaginn 3. sept- ember, fer fram í Sundlaug Kópa- vogs sundkeppni fyrir almenning sem nefnd hefur verið Kópavogs- sundið. Umrætt sund var haldið í fyrsta sinn í fyrra og þá tóku nærri 500 manns þátt í því. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig og fá í hendur talningarkort en talið verður fyrir aha sem synda. Sund- menn og konur ákveða sjálf hve langt eða lengi þau synda og engin tímamörk eru sett keppendum í því efni önnur en tímamörk sjálfrar keppninnar sem stendur frá kl. 7.00 til 22.00. Keppendur vinna sér inn verðlaunapening samkvæmt vega- lengd og er veitt brons fyrir 500 metra eða meira, silfur fyrir 1.000 metra eða meira og gull fá allir sem synda 1.500 metra eða lengra. Enn- fremur verða veitt afreksverðlaun þeim sem synda lengstu vegalengd- ina í hveijum aldursflokki en flokkarnir eru alls átta. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar um þátttöku, stutt- ermabol með merki keppninnar og Sparisjóðs Kópavogs, svaladrykk frá Sól og Ultra Swim sjampó. Þátt- tökugjald er 700 krónur fyrir full- orðna, 500 fyrir ehilífeyrisþega og 300 krónur fyrir böm fædd 1980 og síðar og er aðgangur að sundlaug- inni innfahnn. Skráning er í af- greiðslu Sundlaugar Kópavogs og í síma 564-2560. Guömundur Harðarson, for- stöðumaður Sundlaugar Kópavogs, sagði í samtali viö Trimmsíðuna að búist væri við góðri þátttöku. Ýmsir vankantar hefðu verið sniönir af eftir reynslu fyrra árs og vildi hann hvetja sem allra flesta til þátttöku. Markmiðið með þessari almenn- ingskeppni, þar sem hver er í raun- inni aö keppa við sjálfan sig, er að gefa þeim sem stunda sund með reglulegum hætti kost á almennri keppni í líkingu við það almenn- ingshlaup sem nýtur vinsælda. Sund er tilvahn fjölskylduíþrótt og rétt að minna á að á keppnisdag verða seldar kökur í anddyri sund- laugarinnar í Kópavogi á vegum sunddeildar Breiðabliks. í fyrra synti sá þátttakandi sem lengst fór 21 kílómetra. Margir fóru nokkra kílómetra og vitað er um marga trimmara sem eru í góðri þjálfun eftir hlaup sumarsins og hugsa sér gott til glóðarinnar að taka vel á því í Sundlaug Kópavogs á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.