Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 j Fréttir Steingrímur J. Sigfússon um formannskjörið 1 Alþýðubandalaginu: Alþýðublaðið beitir sér fyrir Margréti . - afkáralegtaðblaðiðblandiséríinnrimálefnifLokksins Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður segir að ný forysta flokksins, sem kosin verður á landsfundi í haust, verði að taka á fjármálum flokksins en segir alrangt að hann hafi boðað uppsagnir á flokksskrifstofunni. DV-mynd GVA - Sameining vinstri manna hefur verið til umræðu eftir að Reykja- víkurlistinn komst til valda i Reykjavík. Munt þú beita þér fyrir slíkri sameiningu innan Alþýðu- bandalagsins? „Ég vil halda öllum dyrum opn- um. Ég held að lærdómurinn af kosningunum síðasta vor sé sá að menn nái ekki árangri með því aö tvístra sér enn frekar. Fyrst þurfa menn að ræða sig í gegnum málefn- in og finna hina málefnalegu sam- nefnara. Þá verður auðveldara við- fangs að finna form sameiningar eða samstarfs.“ - Ætlarðu að beita þér fyrir sam- einingu vinstri aflanna? „Þetta er á dagskrá og verður það áfram. Ef það kemur til minna kasta að leiða Alþýöubandalagið næstu misserin mun ég að sjálf- sögðu taka fullan þátt í því en menn eiga að varast að reka þetta mál með yfirlýsingum í íjölmiðlum. Við sameinum ekki vinstri menn í beinni útsendingu." Flokksmálgögn geta gert ógagn - Myndir þú sætta þig við það að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi sameiningu vinstri manna? „Það er algjörlega ótímabært að ræða persónur og væri bara að byrja á öfugum enda. Persónur skipta ekki sköpum og koma síðar. Ég ætla ekki að útiloka neinn ein- stakling." - Útgáfa flokksblaða hefur gengið brösuglega. Er grundvöllur fyrir sameiginlegu vinstra blaði? „Ekki flokksmálgagni. Ég hef enga trú á að það yrði öflugur mið- ill. Ég vil aö menn stuðli að öflug- um fjölmiðli sem styður vinstri gildi með sambærilegum hætti og Morgunblaðið og styður hægri gildi án þess að vera háð Sjálfstæðis- flokknum. Menn gætu ýtt viðræð- um um slíkt af stað og lagt niöur núverandi útgáfu á vegum flokk- anna. Slíkt væri jákvætt innlegg í átt til aukinnar samstöðu til vinstri. Flokksmálgögn geta gert ógagn og skrifað menn í sundur með dags daglegri tilhneigingu til að skerpa andstæðurnar og höggva í and- stæðinginn. Ágætt dæmi um það eru fáfengileg skrif Alþýðublaðsins í allt sumar um formannsmál okk- ar.“ - Hvað áttu við með því? „Alþýðublaðið hefur með áber- andi hætti reynt að gera úr for- mannskjörinu hanaat og æsa það upp en haft lítinn árangur. Þaö hefur á köflum tekið afstöðu og það finnst mér afkáralegt þegar um málgagn annars flokks er að ræða. Það eru ekki slæm meðrnæh aö Alþýðublaðið sé á móti mér og það vandaði mér ekki kveöjurnar í leið- ara. Svo fara menn að velta vöng- um yfir því hvers vegna þaö bland- ar sér í innri málefni annars flokks og í hvaða tilgangi. Á þessu hefur líka örlað hjá öðrum fjölmiðlum, Þjóðvakablaöinu og Morgunblað- inu.“ Kosið um persónur - Margrét leggur áherslu á öflug- ara flokksstarf og meira lýðræði innan flokksins. Er þetta ekki áfell- isdómur yfir núverandi forystu? „Nei. Það eru allir sammála um þetta. Mér finnst Margrét vissulega setja hlutina fram með þeim hætti að ástæða væri til að Ólafur Ragnar Grímsson væri til staðar til að svara fyrir sig því að gagnrýni hennar beinist fyrst og fremst að honum. Formaður flokksins, fram- kvæmdastjórn og framkvæmda- stjóri bera ábyrgð á flokksstarfinu og daglegum rekstri. Hlutverk varaformanns er eingöngu að vera formaður miðstjórnar og undirbúa og stjórna fundum hennar. Það þykist ég hafa gert bærilega. Margrét hefur verið í fram- kvæmdastjóm lengur en ég þannig aö henni er máhð mjög skylt." - Málefnaágreiningur er litill. Hvers vegna skyldu flokksmenn frekar styðja þig en hana? „Það er sem betur fer ekki auð- velt að setja fmgurna á neinn djúp- stæöan málefnaágreining milli okkar enda erum við pólitískir samheijar. Kosningarnar snúast um það hvoru okkar sem einstakl- ingi flokksmenn treysta betur til að leiða hreyfinguna." - Ymsir þykjast sjá átökin milli Ólafs Ragnars og flokkseigendafé- lagsins endurspeglast i formanns- kjörinu. Þú ert tengdur við gömlu flokkseigendaklíkuna. Er verið að taka afstöðu milli arma? „Nei. Það er fjarri lagi. Nokkrir tugir af dyggum stuðningsmönn- um mínum studdu Ólaf Ragnar til Yfirheyrsla Guðrún Helga Sigurðardóttir formennsku á sínum tíma og marg- ir þeirra hafa verið nafngreindir opinberlega. Landslagið er gjör- breytt, sem betur fer, en auðvitað er ekki hægt að útiloka að þetta birtist að einhverju leyti gegnum stuðningsmenn okkar. Ég held að hér séu frekar á ferðinni tilburðir andstæðinga okkar til að draga upp mynd af innri málum Alþýðu- bandalagsins sér hagstæða og stuðningsmanna sem missa svolít- ið stjórn á sér.“ Slepp ókalinn á hjarta - Ætlarðu að una niðurstöðunni og halda áfram sem varaformaður ef Margrét nær kjöri? „Ég mun sætta mig við niðurstöö- una og sleppa ókalinn á hjarta frá þessari kosningu á hvorn veginn sem hún fer. Ég útiloka ekkert fyr- irfram í sambandi við uppstillingu í stjórn flokksins. Okkar bíður það verkefni að sætta alla við niður- stöðuna og tryggja að flokkurinn standi sameinaöur á bak við nýja forystu. Ég er búinn að sitja minn reglubundna tíma sem varafor- maður og á aðeins möguleika á að sitja tvö ár í viöbót á grundvelli undanþágureglu. Það kæmi ein- faldlega til skoðunar." - Hvaða nýliðun sérðu fyrir þér í þingflokki Alþýðubandalagsins og helstu áhrifastöðum ef þú nærð kjöri? „Við þurfum aö tefla fram yngra fólki í stórum stíl til trúnaðar- og forystustarfa á næstu árum. Það verður eitt af mínum forgangs- verkefnum að blása nýju lífx í og stórauka starf ungs fólks í flokkn- um.“ - Geturðu nefnt einhver nöfn? „Nei. Það er fullt af efnilegu ungu fólki sem á erindi inn í flokksstarf- ið og forystusveit okkar.“ Styöjum ekki hærra vöruverð - Verða mannaskipti á flokksskrif- stofunni, til dæmis í stöðu fram- kvæmdastjóra? „Það kemur í ljós. Framkvæmda- stjórn ber ábyrgð á mannaráðning- um. Formaðurinn ræður því ekki einn. Ný framkvæmdastjórn verð- ur kosin á landsfundinum og hún ásamt formanninum fær það verk- efni að endurskipuleggja rekstur flokksins. Þar þarf að gera ýmsar breytingar og borga niður allmikl- ar skuldir en það er rangt að ég hafi fyrirfram tilkynnt um upp- sagnir." - Ofurtollarnir vöktu gífurlega at- hygli þegar verðhækkun á græn- meti kom í ljós nýlega. Hvaða af- stöðu hefur þú? „Við í Alþýðubandalaginu tókum það gilt síöasta vor, eins og aðrir, að vara ætti ekki að hækka í veröi með tilkomu GATT. Það sem aug- ljóslega hefur farið úrskeiðis á að leiðrétta. Innflutningur sem er við lýði á að vera það áfram á ekki lak- ari kjörum. Við styðjum ekki hækkað vöruverð í skjóh GATT. Menn reiknuðu frekar með breyt- ingu í þá átt að lækka hér vöru- verð. Á hinn bóginn teljum við að íslenskur landbúnaður eigi að fá eðlilega og sanngjarna aðlögun að breyttum markaðsaðstæðum eins og iðnaðurinn á sínum tíma.“ Útiloka ekki einkavæðingu - Eiga Islendingar samleið með Evrópuríkjum eða geturðu útilok- að ESB-aðild? „Eins og aðstæður eru nú tel ég aðild að ESB ekki koma til greina. Við eigum að halda góðum sam- skiptum í allar áttir, við Evrópu og ameríska meginlandið og líka við Asíu. Gegnum alþjóðastofnan- ir, til dæmis Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaviðskiptastofnunina, eigum við að byggja okkar alþjóð- legu samskipti. Sem lítið land með mikla sérstöðu og sérhagsmuni eig- um við að forðast að lokast af í yfir- þjóðlegu bandalagi." - Sala ríkisbanka hefur verið til umræðu innan Framsóknarflokks- ins. Ertu fylgjandi sölu ríkisbanka? „í einkavæðingarumræðu und- anfarinna ára hef ég reynt að gera skýran greinarmun á því hvers eðlis starfsemin er. Ég sé ekkert að því að einkavæða prentsmiðju eða ferðaskrifstofu. Þegar kemur að mikilvægum undirstöðustofn- unum og einokunarstofnunum er ég afar tortrygginn á einkavæð- ingu, sérstaklega þegar það er bara einkavæðingarinnar vegna og eng- in haldbær rök. Ég held að einn öflugur ríkisbanki geti verið trygg- ing fyrir okkar efnahagslega sjálf- stæði en útiloka ekki neinar breyt- ingar fyrirfram."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.