Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 56
SIMATORG DV 904 1700 FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- 0G MÁNUDAGSMORGNA Frjalst^ohaö dagblaö LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995. LOKI Ég held bara að ég sæki um einkaleyfi á USA! Vörumerkið Iceland: Sendiráðinu verður falið að halda uppi vörnum Útflutningsráð íslands hefur farið þess á leit við íslensk stjórnvöld að þau mótmæli umsókn bresku vöru- húsakeðjunnar Iceland Frozen Foods um að fá vörumerkið Iceland skráð í Bandaríkjunum. Eins og DV greindi frá í gær liggur umsóknin fyrir hjá bandarísku einkaleyfastofunni með nokkuð sérstökum rökstuðningi. Samkvæmt upplýsingum úr utan- ríkisráðuneytinu verður sendiráði íslands í Washington falið að halda uppi vörnum í Bandaríkjunum en mótmælafrestur rennur út í lok þessa mánaðar. Samkvæmt heimild- um DV verður tekið hart á þessu máli af hálfu stjórnvalda enda gæti þetta skaðað íslenska viðskiptahags- muni á Bandaríkjamarkaði. Jafnframt hyggst utanríkisráðu- neytið kanna með hvaða hætti þetta fyrirtæki fékk vörumerkið Iceland skráð í Bretlandi á sínum tíma án nokkurra mótmæla frá íslandi en Iceland Frozen Foods hefur verið starfandi síðan um 1970. -bjb Veðurútlit á sunnudag ogmánudag: næturfrost Búist er við breytilegri eða norðaustlægri átt á sunnudag og mánudag, víðast hvar fremur hægri. Léttskýjað verður um mestallt land en þó lítils háttar súld við norðaustur- og austur- ströndina. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig þegar best lætur en all- mikill hitamunur dags og nætur. Hætt er við næturfrosti, einkum í innsveitum fyrir norðan. Veðrið í dag er á bls. 61 Veðrið um helgina Bíl ekið á drengi FólksbO var ekið á tvo níu ára gamla drengi sem voru að ganga yfir Urðarbraut í Kópavogi í hádeginu í gær. BOlinn var að koma af Kársnes- braut. Drengirnir voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust ekki mikfl. -bjb lottóinu í dag Fimmfaldur fyrsti vinningur verð- ur í lottóinu í kvöld og er það í annað skipti sem vinningur hefur ekki gengið svo oft út. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, segir að vinningsupphæðin verði að líkindum um 20 milljónir en hefldar- vinningarnir nema 25-30 milljónum króna. -GHS Sjaldgæft er að sjá svo föngulegan hóp góðra söngkvenna samankominn á einum stað. Tilefnið var 30 ára af- mæli söngkonunnar Ftutar Reginalds sem haldið var á veitingastaðnum Tveimur vinum. Frá vinstri eru Sigríður Beinteinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, afmælisbarnið Rut Reginalds, Ellen Kristjánsdóttir, Helga Möller, Andrea Gylfadóttir, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Björk Sverrisdóttir. DV-mynd GVA HafnarQ arðarbær: og bílastyrkir eru um 70 milUónir Spamaður bæjarsjóös Hafnar- fjarðar getur numið allt að 70 millj- ónum króna ef hætt verður að greiöa fyrir alla fasta yfirvinnu og bifreiða- styrkir verða skornir niður að fullu. Hafnarfjarðarbær greiðir um 120 milljónir króna í yfirvinnu á ári, þar af nemur föst yfirvinna röskum 50 milljónum króna. Bifreiðastyrkir nema samtals 15 milljónum króna á ári. Rafveita Hafnarfjarðar og aðrar sjálfstæðar bæjarstofnanir eru ekki teknar með í þessum tölum. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í samtali við DV í gær að ekki væri ljóst hversu mik- ill sparnaður gæti orðið í rekstri bæjarins með því að skera niður út- gjöld vegna fastrar yfirvinnu og bíla- styrks. Starfsmenn funda Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, sagðist telja að ekki væri hægt að segja upp samningum viö þá rúmlega 50 félagsmenn Hlifar sem starfa í Áhaldahúsi Hafnarfjarðar þar sem kjarasamningar gildu til~ ársloka 1996. Hann sagðist samt fylgjast með þróuninni. Boðað hefur verið til fundar í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar í félagsmiðstöðinni Vitanum á mánu- dagskvöld vegna samþykktar bæjar- ráðsumþessaruppsagnir. -GHS Bjargað logandi frá flaki hjólsins „Ég var að koma niöur Tjarnar- götuna þegar Subarubill keyrði beint í veg fyrir mig á gatnamótum. Þegar ég stefndi á hliðina á honum náði ég að leggja hjólið á hliðina utan í bílinn. Bensíntankurinn rifnaöi af og það kviknaði í hjólinu og skónum mínum. Svo man ég ekki meira af slysinu," sagði Guð- mundur Þórisson, liölega tvítugur ökumaður Suzuki 1100 bifhjóls, sem var bjargað úr eldhafi eftir árekstur við Subarubifreið á mót- um Tjarnargötu og Sólvallagötu i Keflavík í gær. „Við vorum þrír hérna inni og heyrðum sprengingu og ég tók gardínuna frá og leit út um gluggann," sagði DaöiÞorgrímsson hjá Sparisjóði Keflavíkur en glugg- inn að skrifstofu hans snýr út að gatnamótunum. „Ég sá að það log- aði í biíhjólinu og að maður lá á göturmi. Starfsmaður sýslumanns- embættisins, sem var hér í við- skiptum, var fljótur að átta sig og spurði hvort það væru ekki slökkvitæki hérna. Síðan hlupum við út með tvö tæki og sprauiuðum á eldinn. Bifhjólið var í hjörtu bali og bensínið rann niður götmia,“ sagði Daði. Lögreglan i Keflavík sagði i sam- tali við DV að „allt hefði orðið vit- lausf ‘ nánast um leið og slysið átti sér stað þegar talsveröur tjöldi fólks, sem varð vitni afþví, hringdi og gerði viövart. Fólk varð mjög skelkað þegar það sá kvikna í hjól- inu og Guðmund liggjandi slasaðan við hlið þess. Skórnir voru teknir af honum eftir að slökkt var í þeim. DV ræddi við Guðmund síðdegis í gær þegar hann var aö ná sér eft- ir slysið í Sjúkrahúsi Keflavikur. Hann kvaðst ekki hafa munað eftir sér aftur fyrr en þangað kom. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði einungis hiotið rifbrot. Bíllinn, sem Guðmundur sagði aö hafl ekið í veg fyrir sig, var það illa farinn eftir áreksturinn að draga þurfti hann í burtu með kranabíl eins og bifhjólið. -Ótt \WREVF<LZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar ■ H hB m 588 55 22 Fimmfaldur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.