Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Page 56
SIMATORG DV 904 1700
FRETTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast
3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar
nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn.
RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563*2700
BLAÐAAFGREIÐSLA OG
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokaö
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL. 6-8 LAUGARDAGS- 0G MÁNUDAGSMORGNA
Frjalst^ohaö dagblaö
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995.
LOKI
Ég held bara að ég sæki um
einkaleyfi á USA!
Vörumerkið Iceland:
Sendiráðinu
verður falið
að halda
uppi vörnum
Útflutningsráð íslands hefur farið
þess á leit við íslensk stjórnvöld að
þau mótmæli umsókn bresku vöru-
húsakeðjunnar Iceland Frozen Foods
um að fá vörumerkið Iceland skráð
í Bandaríkjunum. Eins og DV greindi
frá í gær liggur umsóknin fyrir hjá
bandarísku einkaleyfastofunni með
nokkuð sérstökum rökstuðningi.
Samkvæmt upplýsingum úr utan-
ríkisráðuneytinu verður sendiráði
íslands í Washington falið að halda
uppi vörnum í Bandaríkjunum en
mótmælafrestur rennur út í lok
þessa mánaðar. Samkvæmt heimild-
um DV verður tekið hart á þessu
máli af hálfu stjórnvalda enda gæti
þetta skaðað íslenska viðskiptahags-
muni á Bandaríkjamarkaði.
Jafnframt hyggst utanríkisráðu-
neytið kanna með hvaða hætti þetta
fyrirtæki fékk vörumerkið Iceland
skráð í Bretlandi á sínum tíma án
nokkurra mótmæla frá íslandi en
Iceland Frozen Foods hefur verið
starfandi síðan um 1970.
-bjb
Veðurútlit á sunnudag
ogmánudag:
næturfrost
Búist er við breytilegri eða
norðaustlægri átt á sunnudag og
mánudag, víðast hvar fremur
hægri. Léttskýjað verður um
mestallt land en þó lítils háttar
súld við norðaustur- og austur-
ströndina. Hiti verður á bilinu 8
til 14 stig þegar best lætur en all-
mikill hitamunur dags og nætur.
Hætt er við næturfrosti, einkum
í innsveitum fyrir norðan.
Veðrið í dag er á bls. 61
Veðrið um helgina
Bíl ekið á drengi
FólksbO var ekið á tvo níu ára
gamla drengi sem voru að ganga yfir
Urðarbraut í Kópavogi í hádeginu í
gær. BOlinn var að koma af Kársnes-
braut. Drengirnir voru fluttir á
slysadeild en meiðsl þeirra reyndust
ekki mikfl. -bjb
lottóinu í dag
Fimmfaldur fyrsti vinningur verð-
ur í lottóinu í kvöld og er það í annað
skipti sem vinningur hefur ekki
gengið svo oft út.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar getspár,
segir að vinningsupphæðin verði að
líkindum um 20 milljónir en hefldar-
vinningarnir nema 25-30 milljónum
króna. -GHS
Sjaldgæft er að sjá svo föngulegan hóp góðra söngkvenna samankominn á einum stað. Tilefnið var 30 ára af-
mæli söngkonunnar Ftutar Reginalds sem haldið var á veitingastaðnum Tveimur vinum. Frá vinstri eru Sigríður
Beinteinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, afmælisbarnið Rut Reginalds, Ellen Kristjánsdóttir, Helga Möller, Andrea
Gylfadóttir, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Björk Sverrisdóttir. DV-mynd GVA
HafnarQ arðarbær:
og bílastyrkir
eru um 70
milUónir
Spamaður bæjarsjóös Hafnar-
fjarðar getur numið allt að 70 millj-
ónum króna ef hætt verður að greiöa
fyrir alla fasta yfirvinnu og bifreiða-
styrkir verða skornir niður að fullu.
Hafnarfjarðarbær greiðir um 120
milljónir króna í yfirvinnu á ári, þar
af nemur föst yfirvinna röskum 50
milljónum króna. Bifreiðastyrkir
nema samtals 15 milljónum króna á
ári. Rafveita Hafnarfjarðar og aðrar
sjálfstæðar bæjarstofnanir eru ekki
teknar með í þessum tölum.
Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, sagði í samtali við DV
í gær að ekki væri ljóst hversu mik-
ill sparnaður gæti orðið í rekstri
bæjarins með því að skera niður út-
gjöld vegna fastrar yfirvinnu og bíla-
styrks.
Starfsmenn funda
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
verkamannafélagsins Hlífar í Hafn-
arfirði, sagðist telja að ekki væri
hægt að segja upp samningum viö
þá rúmlega 50 félagsmenn Hlifar sem
starfa í Áhaldahúsi Hafnarfjarðar
þar sem kjarasamningar gildu til~
ársloka 1996. Hann sagðist samt
fylgjast með þróuninni.
Boðað hefur verið til fundar í
Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar í
félagsmiðstöðinni Vitanum á mánu-
dagskvöld vegna samþykktar bæjar-
ráðsumþessaruppsagnir. -GHS
Bjargað logandi
frá flaki hjólsins
„Ég var að koma niöur Tjarnar-
götuna þegar Subarubill keyrði
beint í veg fyrir mig á gatnamótum.
Þegar ég stefndi á hliðina á honum
náði ég að leggja hjólið á hliðina
utan í bílinn. Bensíntankurinn
rifnaöi af og það kviknaði í hjólinu
og skónum mínum. Svo man ég
ekki meira af slysinu," sagði Guð-
mundur Þórisson, liölega tvítugur
ökumaður Suzuki 1100 bifhjóls,
sem var bjargað úr eldhafi eftir
árekstur við Subarubifreið á mót-
um Tjarnargötu og Sólvallagötu i
Keflavík í gær.
„Við vorum þrír hérna inni og
heyrðum sprengingu og ég tók
gardínuna frá og leit út um
gluggann," sagði DaöiÞorgrímsson
hjá Sparisjóði Keflavíkur en glugg-
inn að skrifstofu hans snýr út að
gatnamótunum. „Ég sá að það log-
aði í biíhjólinu og að maður lá á
göturmi. Starfsmaður sýslumanns-
embættisins, sem var hér í við-
skiptum, var fljótur að átta sig og
spurði hvort það væru ekki
slökkvitæki hérna. Síðan hlupum
við út með tvö tæki og sprauiuðum
á eldinn. Bifhjólið var í hjörtu bali
og bensínið rann niður götmia,“
sagði Daði.
Lögreglan i Keflavík sagði i sam-
tali við DV að „allt hefði orðið vit-
lausf ‘ nánast um leið og slysið átti
sér stað þegar talsveröur tjöldi
fólks, sem varð vitni afþví, hringdi
og gerði viövart. Fólk varð mjög
skelkað þegar það sá kvikna í hjól-
inu og Guðmund liggjandi slasaðan
við hlið þess. Skórnir voru teknir
af honum eftir að slökkt var í þeim.
DV ræddi við Guðmund síðdegis
í gær þegar hann var aö ná sér eft-
ir slysið í Sjúkrahúsi Keflavikur.
Hann kvaðst ekki hafa munað eftir
sér aftur fyrr en þangað kom. Við
rannsókn kom í ljós að hann hafði
einungis hiotið rifbrot.
Bíllinn, sem Guðmundur sagði
aö hafl ekið í veg fyrir sig, var það
illa farinn eftir áreksturinn að
draga þurfti hann í burtu með
kranabíl eins og bifhjólið.
-Ótt
\WREVF<LZ/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
■ H hB m
588 55 22
Fimmfaldur í