Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Fréttir Kristján Pálsson álþingismaður um frestun ígulkeravertíðar: Þorsteinn afturkalli frestun veiðanna - forsendumar standast ekki skoðun „Ég var aö koma heim frá útlönd- um og þá blasir við manni aö sjávar- útvegsráðherra hefur frestað ígul- keravertíð til 15. september. Ég tel mér þetta mál skylt þar sem ég, sem bæjarstjóri í Njarðvík, átti stóran þátt í að fyrirtækið íslensk ígulker flutti sig til Njarðvíkur. Nú er verið að skaða það og setja markaði þess í Japan í hættu. Þess vegna hef ég skrifað Þorsteini Pálssyni sjávarút- vegsráðherra bréf og mótmælt ákvörðun hans um frestun veiðanna. Ég tel þar aö auki forsendur frestun- arinnar ekki hafa gengið upp þegar farið var að skoöa þær. Forsendurn- ar þola einfaldlega ekki skoðun, þær eru rangar. í bréfi mínu fer ég fram á að ráðherra dragi ákvörðun sína um frestun veiðanna til baka. Auk þess hafi tilkynningin um ónauðsyn- lega frestun veiðanna komið alltof seint og það skaði íslensk ígulker hf. stórlega ef hann haldi fast við ákvörðun sína. Ég bendi líka á að 80 manns fær vinnu við ígulkeravinnsl- una í Njarðvik. Nú verður það fólk að bíða atvinnulaust í tvær vikur. Það er óþarfa atvinnuleysi," sagði Kristján Pálsson alþingismaður í samtah við DV í gær. Hann bendir á aö það sé einfaldlega rangt að nýting hrognanna á þessum tíma árs sé léleg. Það sé líka þvert á þá reynslu sem komin er á þessar veiðar og vinnslu. Auk þess stangist þessi fullyrðing á við kannanir sem Hafrannsóknastofnun hefur gert. „Sömuleiðis hafa þeir menn sem vilja frestun veiðanna talað um of- veiði. Það er einnig rangt samkvæmt athugunum Hafrannsóknastofnunar og fjölda sjómanna sem veiðarnar hafa stundaö. Vegna alls þessa óska ég eftir að ákvörðun ráðherra verði kippt til baka áður en hún veldur meiri skaða er orðið er,“ segir Krist- ján Pálsson. Nýtt Náttúrufræðahús mun rísa austan við Norræna húsið: Stór glerveggur mun blasa við úr norðri - stefnt að því að húsið komist í notkun sumarið 1998 Þorsteinn Pálsson: Viðfórum milliveg „Við höfum ofast hlustað á það sem sjómenn hafa fram aö færa. í þessu titviki voru rajög stífar kröfur, vestan af Snæfellsnesi, um að fresta því um mánuð að heíja veiðarnar. Aðrir vildu hefja þær 1. september þannig að við ákváðum að fara milliveginn,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra um þá ákvörðun sína að fresta því um hálfan mán- uð að íguikeraveiöamar hefjist Sjómenn af fjórum ígulkerabát- um skrifuðu undir áskorun til ráöherra um að fresta veiðunum en áhafnir sjö báta höfnuöu þessu og vilja að veiðarnar hefjist 1. september. Deilan snýst um hvort hrognafylling íguikeranna sé orðin nægjanleg. ígulkeraveið- ar hafa byrjað 1. september frá því þær hófust. Einhver varð að skera á hnútinn Þorsteinn Pálsson er gagnrýnd- ur fyrir það að fara þama eftir óskum ákveöinna hagsmunaað- ila en gegn óskum annarra. Þann- ig var það líka í vor þegar hann frestaði því að humarveiðarnar hæfust samkvæmt óskum nokk- urra hagsmunaaöila. Ráðherra var spurður hvort það sé eðlilegt aö fara þannig eft- ir óskum eða duttlungum ein- stakra hagsmunaaöila í málum eins og þessum. „Ég held að það sé fullkomlega eölilegt að raenn hlusti á sjó- mennina sjálfa eins og gert í þessu tilfelli. Því miður kom upp harður ágreiníngur í þessu máli þeirra 1 milli. Einhver varð að skera á þann hnút og ráöuneytiö gerði það með þeim hætti að fara bil beggja og fresta upphafi veið- anna ura tvær vikur," sagði Þor- steinn Pálsson. „Þetta verður mjög falleg bygging austan við Norræna húsið. Hliðin sem snýr að Hringbraut verður nán- ast eingöngu úr gleri. Vonandi geta fyrstu líffræðingarnir og jarðfræð- ingamir flutt inn sumariö 1998,“ seg- ir Brynjólfur Sigurðsson prófessor en hann er formaöur byggingar- nefndar vegna nýs Náttúrufræða- húss sem Háskóh íslands ætlar að hefja byggingu á í vetur. Nýja Náttúrufræðahúsiö mun hýsa starfsemi líífræðideildar H.Í., sem veriö hefur í leiguhúsnæði við Grensásveg, jaröfræöideildar É.í. og Norrænu eldíj allastöð vari nnar. Grafa á grunn hússins í vetur en fylla hann síðan með hrauni til að verja hann fyrir vatnsaga. Síöar verður húsið steypt upp í einu lagi og gengið frá því að utan. Alls verður húsið um sjö þúsund fermetrar að stærð. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar varðandi innréttingar en lauslega áætlað er taliö aö byggingarkostnað- urinn verði 700 til 800 milljónir. Arkitekt hússins er dr. Maggi Jóns- son. Að sögn Bryjólfs var hönnun og teikning hússins ekki boðin út enda fékk dr. Maggi verkið fyrir um 13 árum. í nokkur ár hefur öll vinna við húsið legið niöri en síðastliðinn vetur var ákveðið að fá dr. Magga til að klára verkið. -kaa Tveir skipverjar á Atlantic Princess ákærðir eftir DNA-rannsókn: Fleiri en tveir menn að verki? Tveir skipverjar af togaranum Atl- antic Princess hafa verið ákærðir fyrir að hafa nauögað tveimur ís- lenskum konum þegar þær komu þangað um borð í sumar. Akærurnar eru byggðar á sæði sem fannst við rannsókn málsins en blóðsýni voru tekin úr mönnunum og 15 öðrum skipverjum og send í DNA-rannsókn í Noregi til að ganga úr skugga um hverjir hefðu verið að verki. DNA-rannsóknir eru verulega kostnaöarsamar en þar sem skip- verjarnir neituðu að hafa framið verknaðinn reyndist slíkt óumflýjan- legt enda eru niðurstöður slíkra rannsókna taldar óyggjandi. Sautj- ánmenningarnir komu til greina við sakbendingar kvennanna þegar öll- um skipverjunum var raðaö upp í langa röð á bryggjunni í Hafnarfirði. Þrátt fyrir þessar niðurstöður og ákæru ríkissaksóknara eru öll kurl ekki komin til grafar ennþá í málinu. Þegar kæra kvennanna var lögð fram sagðist þeim svo frá að fleiri en tveir menn hefðu verið að verki. Dómsmeðferð í máli þessara tveggja ákærðu manna, sem hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 4. okt- óber, hefst á næstunni í Héraðsdómi Reykjaness. -Ótt Kringlan: Fyrirtækjum í Kringlunni er nú heimilt að hafa opið lengur á virkum. dögum heldur en sameig- inlegur afgreiðslutími hússins gerir ráö fyrir. í vetur ætlar hluti verslana og veitingastaöirnir að lengja afgreiðslutíma sinn. Ákveðið var að sameiginlegur afgreiðslutími allra fydrtækja í Kringlunni yröi óbreyttur en að heimila þeim sem áhuga hefðu aö hafa opið lengur á virkum dögum og einnig á sunnudögum. Sameiginlegur afgreiðslutími Kringlunnar er mánudaga til fimmtudaga frá 10-18.30, fóstu- daga frá 10-19 og laugardaga frá 10-16. -ÍS Hundruðsafna fyrirkonur cgbörn Hundruð sjálfboðaliða um allt land hafa látíð skrá sig til þátt- töku í landssöfnun Rauða kross íslands, Konur og böm i neyð, sunnudaginn 3. september þó að enn vanti talsverðan fjölda til starfa. Söfhunin hefst klukkan 10 og lýkur klukkan 21 og mun söfn- unarféð renna óskert til styrktar konum og börnum i neyð í fyrr- um Júgóslavíu og afskekktum héruðum Víetnam. Meðal sjálfboðaliða eru borgar- fufitrúar sem ganga í hús i mið- borginni, slökkviliðsmenn í full- um skrúða leita eftir framlögum í Grafarvogi, auk þess sem félag- ar í kvenfélögum, hestamannafé- lögum, Lionshreyfmgunni, björg- unarsveitum og fleiri félögum leggja sitt af mörkum. Sjálfboöaliðar geta látið skrá sig í síma 800 5050 alveg fram á sunnudag. -GHS EssoogOlís: 120 starfsmenn fá uppsagnarbréf Vegna stofnunar sameiginlegs dreifingarfyrirtækis, Oliudreif- ingar ehf., hafa Olis og Olíufélag- iö Esso sagt upp 120 starfsmönn- um sinum sem tengjast dreifing- armálum, birgðastöðvum og verkstæðisrekstri. í tilkynningu frá félögunum segir að starfs- mönnunum verður boðið starf hjá Olíudreifmgu, ODR. „Unnið verður að þessum breytingum í áfóngum. Taka deildir ODR til starfa á mismun- andi tíma og þvi ekki fullljóst nú hve mannaílaþörfin veröur mik- il. Formsins vegna og af lagaleg- um ástæðum verður vinnumiðl- unum og trúnaðarmönnum til- kynnt um þessar uppsagnir enda er gert ráð fyrir slíkum tilkynn- ingum í vinnulöggjöfinni þegar um er að ræða breytingar sem snertamargastarfsmenn." -bjb Mannréttindi álnterneti Mannréttindaskrifstofa íslands og aöildarfélög hennar efiia til fundar á Kafli Siberíu nk. mánu- dagskvöld til aö kynna á Intemet- inu fjórðu heimsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna í Kína. Einnig verða kynnt framtíöarmarkmið Mann- réttindaskrifstofunnar á netinu og rætt um hvaða gildi þetta nýja samskiptaform hafi fyrir mann- réttindabaráttu frjálsra félaga- samtaka. Aðildarfélög skrifstofúnnar eru Amnesty, Biskupsstofa, Barna- heill, Hjálpai’stofnun kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag íslands, Rauði kross íslands, UN- IFEMogBaháí-samtökin. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.