Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Page 8
Frönskunámskeið
Alliance Franciase
Haustnámskeið verða haldin 18. sept. til 15. des.
Innritun fer fram alla virka daga frá kl. 15.00-19.00
að Vesturgötu 2, sími 552 3870.
Alliance Francaise
Hraðfrystihús til sölu
Fiskveiðasjóður Islands auglýsir til sölu hraðfrystihús í
Keflavík að Básvegi 5 og Framnesvegi 21.
Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir kl.
15.00 föstudaginn 29. september 1995.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðjónsson á skrif-
stofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími
588 9100.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Fiskveiðasjóður íslands
Auglýsing
um niðurfellingu leyfa til reksturs ferðaskrifstofu
I samræmi við lög um skipulag ferðamála nr. 117/1994
og reglugerð um ferðaskrifstofur nr. 281 /1995 hafa eftirtal-
in ferðaskrifstofuleyfi fallið úr gildi:
1. Ratvís hf.
ferðaskrifstofa
kt. 610487-1309
Hamraborg 10
200 Kópavogur
2. Ferðabær hf.
ferðaskrifstofa
kt. 511186-1619
Aðalstræti 6
101 Reykjavík
Samgönguráðuneytið 11. september 1995
r
^Saumaúpotiiö
V
spor til sparnaðar
Bernina, New Home og Lew-
enstein heimilis-, lok- og iðn-
aðarsaumavélar. Ykk-fransk-
ir rennilásar og venjulegir
rennilásar í úrvali, frá 3 cm
upp í 200 m. Giitermann-
tvinni, saumaefniog smávör-
ur til sauma. Föndurvörur.
Saumavéla- og fataviðgerðir.
Símar 554 5632 og 554 3525 - fax 564 1116
Varnarliðið - Laust starf
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða sálfræð-
ing/félagsráðgjafa.til starfa hjá Félagsmálastofnun Flota-
stöðvar Varnarliðsins.
Starfið felur í sér ráðgjöf/meðferð við einstaklinga og fjöl-
skyldur ásamt námskeiðahaldi.
Kröfur til menntunar og starfsreynslu eru þær að umsækj-
endur uppfylli réttindakröfur bandarísku félagsráðgjafa-
eða sálfræðingasamtakanna.
Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu ásamt góðri fram-
komu og lipurð í samskiptum.
Umsóknum sé skilað á ensku.
Upplýsingar um námsferil og fyrri störf þurfa að fylgja
umsóknum ásamt réttindaskírteinum.
Umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeildar,
Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, sími 421 1973, eigi síðar en
26. september 1995.
Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjend-
ur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað.
matgæðingur
• ---------
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 JJV
Eggaldinráttur
„Ég hef gaman af því
að prófa eitthvað nýtt og
prófa mig áfram. Þegar
ég er að búa til venjuleg-
an mat hérna heima veit
ég ekkert hver niður-
staðan verður,“ segir
Jón B. Stefánsson verk-
fræðingur sem býður les-
endum upp á eggaldin-
rétt og kræklingasúpu.
Eggaldinrétturinn er fyr-
ir 4 til 6 en kræklinga-
súpan fyrir 6 til 8.
Eggaldinréttur
1,5 kg eggaldin
4 msk. ólífuolía
4 msk. vatn
2 greinar timian (blóð
berg), aöeins blöðin
1 smásaxað hvítlauksrif
salt og nýmalaður pipar
5egg
75 g nýr og nýrifinn parmesanostur
Eggaldinin þvegin og þerruð og
skorin í teninga (5 cm). 3 msk. af
olíunni hitaðar í potti. Vatni, timi-
an og hvítlauk bætt út í og látið
krauma í mínútu og eggaldinunum
þá bætt út í. Saltað og piprað og
látið malla undir lokið í um 30
mínútur eða þar til eggaldinin eru
orðin meyr. Hrært í öðru hverju.
Ofninn stilltur á 200 gráður. Úr
eggaldinunum er gert mauk, þó
fremur gróft (nota má matvinnslu-
vél). Eggin hrærð með gaffli og þau
síðan hrærð ásamt parmesanostin-
um vel saman við eggaldinmaukið.
Bökunarmót, um 18 cm í þvermál,
smurt að innan með olíu, blandan
sett í það og yfirborð hennar jafn-
að. Bakað í um 40 mínútur eða þar
til yfirborðið er orðið grdlinbrúnt.
Jón B. Stefánsson, matgæðingur vikunnar.
Síðan skal mótið standa við stofu-
hita í um tíu mínútur áður en inni-
haldinu er hvolft á fat.
Borið fram heitt eða volgt með
mauksoðnum, afhýddum tómötum,
bragðbættum með basilikum.
„Páfarnir hljóta þó að hafa notað
aðra sósu eða alls enga því tómat-
ar berast fyrst til Evrópu á 16. öld.
Það getur því vart talist goðgá að
nota einhverja af niðursoðnu sós-
unum, t.d. frá Hunt,“ segir Jón.
Kræklingasúpa
3 lítrar nýir kræklingur
2 skalottlaukar, smásaxaðir
1 blaðlaukur, hvíti hlutinn, skorinn
í þunnar sneiðar
1 dl fisksoð (nota má tening)
4 msk. þurrt hvítvín
2 gulrætur, 2 blaðlaukar og 3 seller
stilkar, allt skorið í flngeröa strimla
eldspýtustærð)
150 g smjör
1,5 dl rjómi
saffran, örlítið
börkur af 1 appelsínu, smátt rif-
ínn
2 msk. appelsínusafi
salt og pipar
Skeljarnar hreinsaðar og
skeggið skorið burtu. Kræk-
lingur, vín, fisksoð, laukur og
sneiddi blaðlaukurinn er sett
í stóran pott með loki yfir og
soðið þar til skeljarnar hafa
opnast. Skeljarnar eru þá
veiddar upp úr pottinum og
kræklingurinn tíndur úr
þeim og lagður tO hliðar um
sinn. Soðið sigtað og sett í
pott og soðið niður um þriðj-
ung. Rjómanum og saffraninu
bætt í og nýja blandan látin
sjóða niður um fjórðung.
Gulróta-, blaðlauks- og seller-
ístrimlarnir soðnir í léttsölt-
uðu vatni í um tvær mínútur
eða þar til þeir eru að verða meyr-
ir. Þá eru þeir settir i sigti og und-
ir kalt rennandi vatn og síðan er
látið renna alveg af þeim.
Appelsínubörkurinn settur í lít-
inn pott og kalt vatn látið fljóta
yfir. Suðan látin koma upp og soð-
ið í eina mínútu. Kælt undir vatni
og þurrkað á sama hátt og græn-
metið.
Smjörið hrært út í soðið smátt
og smátt og grænmetinu, appel-
sínuberkinum og appelsínusafan-
um bætt út í. Kryddað með salti og
pipar. Kræklingnum bætt út í og
súpan hituð án þess að sjóði þar til
kræklingurinn er gegnheitur.
Jón skorar á Pétur Bjöm Péturs-
son hagfræðing að vera næsti mat-
gæðingur. „Hann hefur lag á að
koma gestum þægilega á óvart.“
Mn hliðin
Jagger er fallegastur
- segir Hildur Björg Helgadóttir, afmælisbarn DB
Y
■/.* <
Hildur Björg Heigadóttir lækna-
nemi er afmælisbam Dagblaðsins.
Hildur á sama afmælisdag og blaö-
ið og hefúr verið fylgst með henni í
tuttugu ár. Hildur lauk stúdents-
prófi frá MR síðastliðið vor og er
því að byrja í læknisfræöi. Hildur
hefur nokkuð komið við sögu í DV
undanfama daga sem afmælisbarn
og fékk aö skera fyrstu sneiö af
risatertunni í Perlunni sl. laugar-
dag. Þaö er afmælisbarniö sem sýn-
ir hina hliðina aö þessu siimi:
Fullt nafii: HUdur Björg Helgadótt-
ir.
Fæöingardagur og ár: 8. septem-
ber 1975.
Kærasti: Ólafur Arnar Þórðarson.
Böm: engin.
Bifreið: Nissan Sunny árgerö 1987.
Starf: Nemi í Háskóla íslands.
Laun: Engin eins og er.
Áhugamál: Ég reyni að safna pen-
ingum til að komast í feröalög sem
er helsta áhugamái mitt. Ég bjó í
Svíþjóö í sjö ár og hef gaman af að
koma þangaö. Einnig finnst mér
gaman að lesa og fara út aö
skemmta mér.
Hefur þú unnið i happdrætti eða
lottói? Nei, ég er á móti öllu slíku
og hef þvi aldrei spUað með.
Hvaö finnst þér skemmtilegast
að gera? Borða góðan mat og
slappa af eftir eifiðan dag.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Allt sem viðkemur þrifnaði
eins og t.d. að skúra gólf.
Uppáhaldsmatur: Lambalærið
hennar mömmu.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða iþróttamaöur stendur
fremstur i dag? Þaö er pabbi,
Helgi Sigurðsson, en hann er ís-
landsmeistari í bridge.
Uppáhaldstímarit: Sænska viku-
ritið, Veckorevyn.
Hver er fallegasti karl sem þú
hefur séð fyrir utan kærasta?
Ætli það sé ekki Mick Jagger í Roll-
ing Stones.
Ertu hlynnt eöa andvíg ríkis-
stjóminni? Hlynnt.
Hvaða persónu langar þig mest
að hitta? VUhjálm Guöjónsson, afa
minn, en hann lést árið 1976.
Uppáhaldsleikari: Robert De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Susan Sar
andon.
Uppáhaldssöngvari: Freddy Merc
ury.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Engin sérstök, ég hef litinn áhuga á
teiknimyndum.
Uppáhaldssjónvar-psefni: Ég hef
lúmskt gaman af
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarps
stööva.
Uppá-
haldsveit-
ingahús:
Marhaba.
Hvaða bók
langar þig
mest að
lesa? Ég var
byi-juð á bók-
inni
ViUtir svanir
en varö aö
leggja hana
frá mér þar
sem svo mikið
er að læra. Ég
vonast til að
geta lokið við
hana fijótlega.
Hver út-
varpsrásanna flnnst þér best? X-
ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Pétur
Rúnar.
Hvort horfir þú meira á Sjón-
varpið eða Stöð 2? Við erum ekki
með afruglara þannig aö ég horfi
meira á Sjónvarpið.
Uppáhaldssj ónvarpsmaðm-: Þor-
geir Ástvaldsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: 22 og
Café au Lait.
Uppáhaldsfélagí íþróttum: Ég hef
lítinn áhuga á íþróttura og styð ekk-
ert sérstakt liö.
Stefliir þú aö einhverju sérstöku
í framtiðinni? Ljúka námi hér og
fara síöan utan og læra meira.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Ég var að vinna í Hard Rock Café
en tók tveggja vikna frí og heim-
sótti vini í Svíþjóö, auk
þess sem ég eyddi
nokkrum
dög