Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 13 Fulltrúi Islands í keppninni Herra Norðurlönd: Var lengi að hugsa mig um Björn Steffensen, 29 ára bifvéla- virki og körfuboltamaður, verður fulltrúi íslands í keppninni Herra Norðurlönd sem fram fer um miðj- an október. í ár var ekki haldin keppni hér heima á vegum samtak- anna Módel 79 eins og áður heldur auglýstu samtökin eftir myndum af væntanlegum þátttakendum í Norð- urlandakeppnina. „Ég held að þetta hafi verið betra fyrirkomulag núna. Það hefði aldrei komið til greina hjá mér að koma fram á sundskýlu á Hótel íslandi,“ segir Björn sem spilar í meistara- flokki ÍR í körfubolta. Reyndar sendi hann ekki inn mynd af sér. Hann hefur hins vegar starfað sem fyrirsæta á vegum Mód- el 79 í nokkur ár og því þekktur hjá samtökunum. Að sögn Jónu Lár hjá Módel 79 komu nokkrir aðilar til greina sem fulltrúar íslands en sam- kvæmt ráðleggingum erlendis frá þótti betra að viðkomandi væri ekki of ungur. Bjöm kvaðst hafa verið nokkuð lengi að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka þátt þegar hann var spurður. „Mér fannst ég líka vera í eldri kantinum. En mér var sagt að það væri betra fyrir karla að vera komnir undir þrítugt í fyrir- Björn Steffensen, fulltrúi íslands í keppninni Herra Norðurlönd. sætustarflnu. Fýrir konur er aftur á móti betra að vera undir tvítugu," segir Björn. Hann sló að lokum til eftir að hafa ráðfært sig við vinkonu sína en segist hafa verið viðbúinn glósum félaganna. „Það hlógu nokkrir rosa- lega en annars voru viðbrögðin yfir- leitt jákvæð.“ Björn er farinn að hlakka til far- arinnar. „Það verður fint að fá viku- frí og allt frítt. Ég fer til Helsinki 15. október og þar gista þátttakendur á fimm stjörnu hóteli. Sjálf keppnin fer svo fram á skemmtiferðaskipi á Eystrasalti." Þýskalandi og á Spáni. Hann hefur einnig fengið boð um að taka þátt í alheimskeppni fyrir stráka sem eru á fyrsta ári í fyrirsætubransanum. Björn Steffensen segir keppnina á Eystrasalti leggjast vel í sig. „Ég Sigurvegarinn í keppninni í fyrra \ stefni að því að hafa gaman af var íslendingurinn Björn Svein- þessu. Það má ekki taka þetta of al- björnsson. í kjölfarið fékk hann til- varlega en maður verður samt að boð um fyrirsætustörf i Finnlandi, reyna að standa sig.“ Björn er 1,93 á hæö og 90 kíló. j y gmm MÁLNING 15-50% GÓLFDÚKAR 15-50% STÖK TEPPI15% i GÓLFTEPPI15-50% FLÍSAR ÚTIOGINNI15-50% DYRAMOTTUR OG DREGLAR 15-50% Xm BLÖNDUNARTÆKI15-50% pl HREINLÆTISTÆKI15-50% QUICK STEP PARKET 15% ÚTIUÓS/INNIUÓS 15% OPIÐ ÖLL KVÖLD OG ALLAR HELGAR -------;■ |---------------■ ------- miðstöð heimilanna Reykjavík Reykjavík Málarinn Skeifunni 8 Hallarmúla 4 581 3500 553 3331 Reykjavík Lynghálsi 10 567 5600 Akureyri Furuvöllum 1 461 2785 461 2780 Akranesi Stillholt 16 431 1799 ísafirði Mjallargötu 1 456 4644 á frábæru verði aðeins brot af úrvaiinu tryggtng h?!au>at Pe,U' SIÐUMULA 34 (Fellsmúlamegin) SÍMI 588 7332 ARGUS & ÖRKIN / SlA ÞÝ001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.