Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Page 15
DV LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
15
Við lok Kínaráðstefnunnar. Gertrude Mongella, framkvæmdastjóri þessarar fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, fagnar hér með blóm í hendi.
Reuter
Konur kveðja Peking
Kvennaráðstefnunum í Kína er
lokið. Þúsundir þingfulltrúa
kveðja Peking og halda heim á
leið - heim tU þeirra 189 landa
sem áttu sendinefndir á ríkjaráð-
stefnunni. í farteskinu er áætlun
um aðgerðir tU að bæta stöðu
kvenna næstu tíu árin og stutt yf-
irlýsing um réttindamál kvenna -
plögg sem tekist hefur verið á um
á löngum og ströngum fundum
daga og nætur 1 Peking.
Ekki skal dregið í efa að Kína-
ferðin mun reynast mörgum þátt-
takandanum eftirminnileg lífs-
reynsla. Það er vafalítið gaman að
koma til Kína og hitta þar fólk frá
fjölmörgum löndum, þótt þar hafi
vart verið þverfótað fyrir öryggis-
lögreglu eins og í öðrum einræðis-
ríkjum. Og skriffinnarnir hjá
Sameinuðu þjóðunum og stofnun-
um þeirra eru vafalaust kátir.
En mun þessi ráðstefna breyta
einhverju fyrir konur í sínum
heimabyggðum? í Súdan, íran,
Kongó eða Simbabve? í Kína, Tí-
bet eða Austur-Tímor? í Belfast
eða Sarajevó? Á Sikiley eða Vest-
fjörðum?
Á því eru engar líkur.
Settar út í horn
Kvennaráðstefnurnar í Kína
voru sem kunnugt er tvær.
Annars vegar var hin formlega
ríkjaráðstefna sem lauk í gær með
samþykkt áðurnefndra yfirlýs-
inga. Hins vegar var það almenn
ráðstefna fulltrúa félagasamtaka
af ýmsu tagi en henni lauk fyrir
viku.
Kínversk stjórnvöld óttuðust
mjög fyrirfram þessa almennu
ráðstefnu vegna þess hversu mik-
ill fjöldi kvenna var væntanlegur
þangað - og það konur með skoð-
anir sem falla lítt í kram öldunga-
stjómar kínverska kommúnista-
ríkisins. Þess vegna var sú ráö-
stef’ a flutt frá Peking og á þann
kíi erska hjara veraldar sem Hu-
airou nefnist en þar þurftu konur
að arka gegnum „hafsjó af aur“,
svo vitnað sé til ummæla í breska
blaðinu The Guardian.
Öllum var ljóst hvers vegna kin-
versk stjómvöld vUdu setja al-
mennu ráðstefnuna með þessum
hætti út í horn. Samt töldu ráða-
menn Sameinuðu þjóðanna sér
sæmandi að fallast á þennan flutn-
ing en hann hefði ekki átt sér stað
ef þeir hefðu sagt nei. Það lýsir
gamalkunnugri undanlátssemi
embættismannaliðs Sameinuðu
þjóðanna.
Mikið fjölmenni sótti þessa al-
mennu ráðstefnu. Erlendir fjöl-
miðlar tala um 20-30 þúsund kon-
ur. Aðstæður voru afar ófullnægj-
andi tU að taka sómasamlega við
þessum mikla fjölda. Og kínverska
öryggislögreglan var með nefið
ofan í hvers manns koppi. Margar
konur hafa að undanfórnu lýst því
í erlendum fjölmiðlum hvemife út-
sendarar kínverska stjórnvalda
auðmýktu þær í smáu sem stóru.
Oftrú á
glæsiráðstefnum
Ráðamenn Sameinuðu þjóðanna
hafa hin síðari ár sýnt mikinn
áhuga á að halda ijölmennar og
íburðarmiklar ráðstefnur. Margra
ára undirbúningur fer einkum í
að mæta á undirbúningsfundum
til að semja yfirlýsingar sem á
endanum eru svo útþynntar að aU-
ir þátttakendur geta skrifað undir
þær og samþykkt.
Fyrir nokkram árum var for-
ystumönnum þjóða heimsins
þannig safnað saman í Brasilíu til
að ræða umhverfismál. Þar var
samin yfirlýsing um aðgerðir sem
flestar hafa ekki komið til fram-
kvæmda. Og auðvitað er enn
stunduð kerfisbundin útrýming
regnskóganna í landinu þar sem
glæsiráðstefnan var haldin.
Fyrir tíu árum var haldin -
kvennaráðstefna á vegum Samein-
uðu þjóðanna í Nairobi í Kenía. í
lok þeirrar ráðstefnu vom gerðar
samþykktir um margvíslegar
breytingar í réttindamálum
kvenna sem koma átti í fram-
kvæmd á þeim tíu árum sem nú
eru liðin. Flestir eru sammála um
að fæstar þeirra hafi orðið að
veruleika. Samþykktirnar eru
enn, áratug síðar, bara orð á blaði
í skrifborðsskúffum stjórnvalda
hér og þar í heiminum.
Þannig fer gjarnan með ráð-
stefnuhald af þessu tagi að það
skilar engum ábata til almenn-
ings.
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
Eintómar málamiðlanir
Á ríkjaráðstefnunni sem lauk í
gær fór mesta vinnan í aö ná sam-
komulagi um orðalag. Því starfi
lauk rétt fyrir lokafund ráðstefn-
unnar eftir næturlangar samn-
ingaviðræður.
Þegar þessi tólf daga ráðstefna
hófst lá fyrir plagg með 438 svig-
um. Innan þeirra sviga voru allar
þær yfirlýsingar sem eftir var að
ná samkomulagi um. Þegar ráð-
stefnunni lauk hafði tekist að út-
rýma öllum svigunum með mála-
miðlunum mUli fulltrúa gjörólíkra
lífsviðhorfa.
Niðurstaðan var á þá leið, sam-
kvæmt erlendum fréttastofum, að
allir aðilar gátu lýst yflr sigri fyr-
ir sín sjónarmið. Má gera sér í
hugarlund hversu mikil áhrif slík-
ar yfirlýsingar hafa í reynd þegar
Kínafararnir eru komnir heim til
sín aftur.
Það er nefnilega á heimaslóðum
sem framkvæmdavaldið er i rétt-
indamálum kvenna. Stjórnvöldum
í hverju landi fyrir sig er í sjáifs-
vald sett hvað það gerir við sam-
þykktir kvennaráðstefnunnar -
þær eru ekki bindandi fyrir
nokkra ríkisstjórn. Enda augljóst
að víða munu þær rykfalla í
skjalageymslum - alveg eins og tíu
ára gömlu ályktanirnar frá
Nairobi.
Bókstafstrúarbandalag
Það er ljóst af fréttum fjölmiðla
að á ríkjaráðstefnunni í Peking
myndaðist bandalag tveggja
áhrifamikilla, afturhaldssamra
trúarsamfélaga: kaþólsku kirkj-
unnar og íslamskra bókstafstrúar-
manna. Þar var reyndar eins kon-
ar framhald samstarfs þessara að-
ila á glæsiráðstefnu sem Samein-
uðu þjóðirnar efndu til í fyrra í
Kaíró um fólksfjölgunarvandamál-
ið - en árangursríkar aðferðir til
að spyrna á móti offjölgun mann-
kyns em jafnt þyrnir í augun
ráðamanna kaþólikka og
múslíma.
Á kvennaráðstefnunni í Peking
virðist því mikið af orku fulltrúa
lýðræðisríkja hafa farið í að
hindra afturhvarf til fortíðarinnar
- það er að bakkað væri frá þeim
samþykktum sem gerðar voru á
Kaíró-ráðstefnunni og á mann-
réttindaráðstefnunni í Vín fyrir
tveimur árum. Ýmsir virðast hafa
sannfært sjálfa sig um að það hafi
tekist og jafnvel gott betur - og þá
um leið að það skipti einhverju
máli. Eins og yfirlýsingar um
mannréttindi kvenna sem kín-
versk stjórnvöld lýsa sem „mjög
góðu samkomulagi“ og jafnvel
fulltrúar erkiklerkanna í íran eru
vel sáttir við muni breyta miklu
til eða frá um stöðu kvenna.
Hörmulegt ástand
Og sú staða er víða afar bágbor-
in og hörmuleg. Kannski er það
eini raunverulegi árangur
kvennaráðstefnunnar að hún hef-
ur orðið til þess, a.m.k. í þeim
hluta heimsins þar sem fjölmiðlar
eru frjálsir, að yekja verulega at-
hygli á því alvarlega misrétti sem
konur eru beittar víða um heim.
Lítum á aðeins tvö dæmi.
Á ráðstefnunni börðust bók-
stafstrúarmenn hatrammlega gegn
öllum yfirlýsingum um að konur
hefðu rétt til að stýra barneignum
sínum.
Mjög víða er algjörlega bannað
að eyða fóstri. Það hefur leitt af
sér mikinn fjölda ólöglegra fóstur-
eyðinga, oft við skilyrði sem eru
stórhættuleg lífi og heilsu móður-
innar. Fullyrt er að á hverju ári
kosti slíkar aðgerðir um 100 þús-
und konur lífið. Og að miklu fleiri
konur sem lifa af ólöglegar fóstur-
eyðingar hljóta varanlega örorku.
Kynferðisleg misnotkun stúlku-
barna er annað vaxandi vanda-
mál. Fram kom á blaðamanna-
fundi í tengslum við kvennaráð-
stefnuna að um ein mifljón barna
sé knúin út í vændi á hverju ári.
Verst er ástandið í ýmsum Asíu-
ríkjum en það er einnig slæmt
miklu víðar þar sem Stúlkubörn
eru meðhöndluð eins og hver ann-
ar varningur og seld hæstbjóð-
anda.
Þetta gerist í heimi þar sem
talið er að um 900 milljónir manna
búi við lifskjör sem séu undir op-
inberum fátæktarmörkum. Meiri-
hluti þessara öreiga sem kunni yf-
irleitt hvorki að lesa né skrifa eru
konur.
Og það er næsta víst að alþjóð-
legar glæsiráðstefnur í Peking
munu í engu bæta úr ömurlegum
aðstæöum þessara kvenna.