Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Side 19
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
Boltum fjölgað. Pétur Pókus bregður á leik. DV-mynd GVA
Sjónhverfingamaðurinn Pátur pókus:
Það leynist
töframaður
í okkur öllum
í gegnum árin hefur Pétur þjálfað
margs konar atriði og hingað til
mest skemmt börnum. En að undan-
förnu hefur hann einbeitt sér að því
að skemmta fullorðnum. Núna eru
sjónhverfingar aðalatvinna Péturs.
Síðasta hálfa árið starfaði hann við
Götuleikhúsið á vegum Hins húss-
ins. Hann hefur haldið námskeið í
grunnskólum á vegum íþrótta- og
tómstundaráðs. „Þá hef ég kennt
krökkum á lítil töfrasett úr búð. Það
er svo fyndið að krakkarnir halda
alltaf að þetta séu galdrar, að það sé
hægt að kenna þeim að galdra. Þeir
átta sig ekki strax á að það eru mikl-
ar æfingar á bak við töfrabrögð.“
Þrátt fyrir miklar æfingar gefur
Pétur sér tíma til að stunda önnur
áhugamál, eins og sportköfun og
listförðun. Hann hefur tvisvar hlot-
ið fyrstu verðlaun og tvisvar önnur
verðlaun í leikhúsförðun í keppni á
vegum Hárs & fegurðar. „Ég lærði í
Listförðunarskóla Línu Rutar þegar
hann var opnaður. Við krakkarnir
sem fórum í gegnum fyrsta niu
mánaða námskeiðið fengum
kennslú á heimsmælikvarða,“ segir
Pétur.
Hann hefur ekki starfað við leik-
húsförðun. „Ég hef hreinlega ekki
haft áhuga á því enn. Það eru bara
konur sem starfa við þetta og sam-
keppnin er ægileg.“ Þó 'svo að Pétur
verði ekki var við samkeppni í sinu
eigin fagi hér heima er hann að
gæla við hugmyndma um að reyna
fyrir sér erlendis. Hann ætlar að
senda umboðsmanni allra sirkusa
myndband með töfrabrögðum sín-
um.
En nú er samkeppnin hörð er-
lendis:
„Maður verður að standa upp úr
og sérhæfa sig í einhverju."
Fákk oiíu í lungun
Sjálfan langar hann til að sérhæfa
sig í atriðum með eld. Slík atriði eru
ekki hættulaus og Pétur viðurkenn-
ir að hafa brennt sig. „Það kviknaði
einu sinni í andlitinu á mér en það
var ekkert alvarlegt. Svo fékk ég
einu sinni olíu í lungun og fékk
lungnabólgu. Ég þurfti að liggja á
spítala í tíu daga.“
Pétur er mikill aðdáandi töfra-
mannsins Davids Copperfields sem
hann segir einn af þeim bestu í
heimi. „Það eru um 75 þúsipid
manns í aðdáendaklúbbi Coppeifi-
elds. Aðdáendurnir geta fylgst með
brögðum hans á Internetinu. Hann
er alveg stórkostlegur sjónhverf-
ingamaður. Ég held að hann sé eini
maðurinn í heiminum sem hefur
flogið,“ segir Pétur sem er á förum
til London tO að hitta sjónhverfinga-
menn.
„Ég Held að það leynist töframað-
ur í öllum. Afar luma oft á ýmsum
töfrabrögðum sem þeir sýna bama-
börnunum og hafa einnig sýnt eigin
bömum. En tO þess að gera þetta að
atvinnu þarf ástríðan að vera mik-
il,“ segir sjónhverfingamaðurinn
Pétur pókus Finnbjörnsson sem í
mörg ár hefur skemmt með töfra-
brögðum þó hann sé ekki nema 21
árs.
Á barnsaldri hafði hann á tíma-
bili svo mikinn áhuga að hann var
talinn skrýtinn. „Ég fékkst miklu
meira við þetta en aðrir krakkar.
Það komst varla annað að.“
Pétur lagði þó töfrabrögðin á hill-
una um skeið á unglingsárunum.
Sjónhverfingamaðurinn fékk lánað-
an hring Ijósmyndarans og áður en
varði var hringurinn kominn inn í
iokaðan poka með tvo aðra utan
um.
„Ég fór að spOa í hljómsveit. En
einn góðan veðurdag ákvað ég að
selja hljómborðin og fleira sem
tengdist hljómsveitinni og fara á
fuOu út í töfrabrögðin. Ætli ég hafi
ekki verið svona 14 tO 15 ára,“ segir
Pétur.
Bjó til mörg
atriði sjálfur
Hann var 16 ára þegar hann kom
fyrst fram opinberlega. Það var í
Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Um
svipað leyti fékk hann viðurnefnið
pókus. „Ég bjó í FeUahverfi í Breið-
holti þar sem allir voru með viður-
neftii. Þar sem ég var aUtaf að töfra
kallaði gamall vinur minn mig pók-
us.“
Pétur kveðst hafa búið tU mörg
atriði sjálfur en einnig lært af bók-
um og blöðum. „Svo kynntist ég
Baldri Brjánssyni. Ég hringdi í
hann og spurði hann hvort hann
vildi selja mér töfradót. Hann neit-
aði því en var tO í að hjálpa mér á
annan hátt. Hann kom mér í sam-
bönd við töframenn erlendis. Ég er
nú í þriðja stærsta töfraklúbbi í
heimi sem í eru um 50 þúsund
áhugamenn og atvinnumenn. Það er
skipst á upplýsingum en menn
halda reyndar bestu brögöunum fyr-
ir sig í einhvern tíma.“
IBICI
NEWCO
pöntunarsími: 552 0222
HEILDVERSLUN
ALBERTS GUÐMUNDSSONAR
frá cd Schneider
A OTRULEGU VERÐI
frá 69.900
1 28" litasjónvarp með Black Matrix myndlampa,
40 W magnara og aðgerðabirtingu á skjá, textavarpi með íslenskum stöfum,
fullkominni fjarstýringu, Timer, klukku á skjá, S.VHS inngangi og Scart tengi.
iiIpíífi
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090