Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Side 20
20
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
Vinningsmyndin er tekin af tveimur í hrókasamræðum. Engu er líkara ep að sá fleygi sé hér að mótmæla einhverju
og dregur myndin nafn sitt af því, Mótmæli. Kristján Egilsson tók myndina.
Sumarmyndasamkeppni DV og Kodak-umboðsins:
- silfurmáfurinn mótmælandi bestur
DV og Kodak-umboðsins að þessu
sinni. Ágústa sagði Krisján taka
mikið af myndum, sérstaklega nátt-
úrlífsmyndum, og héðan í frá yrði
silfurmáfurinn líklega í miklu uppá-
haldi. Silfurmáfurinn, sem Kristján
Egilsson myndaði í kröftugum mót-
mælum vegna þess að á honum var
haldið og á hann yrt, færði honum
ferð til Flórída fyrir tvo að verð-
mæti 90 þúsund krónur. Kristján
Egilsson býr að Bröttugötu 15 í Vest-
mannaeyjum.
Önnur verðlaun, Canon EOS 500,
með 35-80 mm aðdráttarlinsu, að
verðmæti 45.900 krónur, hlýtur Er-
ling Ólafur Aðalsteinsson, Blóm-
vallagötu lOa í Reykjavík, fyrir
myndina Vinir vors og blóma.
Þriðju v'erðlaun eru veitt fyrir
sérstaka umhverfismynd í tilefni
umferfísárs. Verðlaunin eru Canon
EOS 1000, með 38-76 mm linsu, að
verðmæti 39.900 krónur og þau hlýt-
Eins og undanfarin ár var gífur-
lega góð þátttaka í sumarmynda-
samkeppni DV og Kodak-umboðs-
ins. Mörg þúsund myndir bárust,
margar mjög góðar, sumar ekki eins
góðar en allflestar bera þess vitni að
Frónbúar eru að verða frambærileg-
ustu myndasmiðir. Eins og oftast
áður í lífinu er það hlutskipti flestra
að fá aðeins að taka þátt og gleðjast
yfir því að hafa verið með. Hinir út-
völdu eru fáir en líklega gleðjast
þeir þess meira. Dómnefnd hefur nú
lokið störfum.
Verðlaunahafar
„Ég hlakka ægilega mikið til þess
að segja eiginmanninum frá þessu.
Við erum hérna í Newcastle og
hann veit ekki af þessu enn,“ sagði
Ágústa Friðriksdóttir, eiginkona
Kristjáns Egilssonar, þess sem tók
myndina sem valin var Sumarmynd
Sigrún Sæmundsdóttir tók mynd-
ina Feðga sem hreppir fjórðu verð-
laun.
Þessi fallega mynd, nefnd Vinir vors og blóma, hlýtur önnur verðlaun en
hana tók Erling Ólafur Aðalsteinsson.
Umhverfisverðlaun hlýtur ísleifur A. Vignisson fyrir Ágústkvöld í Eyjum en
myndin hafnaði í þriðja sæti.
Fimmtu verðlaun hlýtur mynd sem tekin var í Breiðuvík á Vestfjörðum. Hana
tók Kjartan Emilsson.
Hrossahlátur er nafn myndarinnar sem fær sjöttu verðlaun. GunnlaugTorla-
cius tók myndina.
ur ísleifur A. Vignisson, Búhamri 38
í Vestmannaeyjum. Myndin heitir
Ágústkvöld í Eyjum.
Fjórðu verðlaun, Canon Prima
Zoom Shot, að verðmæti 18.900 krón-
ur, hlýtur Sigrún Sæmundsdóttir,
Stuðlabergi 38 í Hafnarfirði, fyrir
myndina Feðga.
Fimmtu verðlaun, Canon Prima
AF-7, að verðmæti 8.990 krónur,
hreppir Kjartan Emilsson, Grjóta-
götu 14 í Reykjavík. Mynd hans er
tekin í Breiðuvík á Vestíjörðum.
Sjöttu verðlaunin hlýtur síðan
Gunnlaug Thorlacius, Suðurgötu 16
í Reykjavík. Mynd hennar heitir
Hrossahlátur og í verðlaun fær hún
Canon Prima Junior DX, að verð-
mæti 5.900 krónur.
Verðlaunaafending fer fram á
morgun í Kringlunni og þar verða
myndirnar stækkaðar og hafðar til
sýnis. -sv