Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 23
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 23 Vinningshafar feta í fótspor Cadfaels I sumar efndi útgáfa Cadfael- bókanna og Ríkisútvarpið sjónvarp til leiks meðal lesenda bókanna þar sem aðalverðlaunin voru helgarferð fyrir tvo til Shrewsbury á Englandi, á söguslóðir bróður Cadfaels. Auk útgáfunnar og Sjónvarpsins stóðu Cadfaelsafnið í Shrewsbury, Shrewsbury Quest, og Emerald Air að leiknum. Þátttaka í leiknum varð góð og alls bárust um 2000 lausnir. Þegar dregið var um Bretlandsferðina kom upp nafn Ævars H. Kolbeins- sonar í Kópavogi. Hann bauð síðan móður sinni, Guðmundu Halldórs- dóttur, með sér í ferðina. Eftirminnileg flugferð Svo vildi til að ferðin hófst einmitt daginn sem Emerald Air flaug sina síðustu ferð milli íslands og Bretlandseyja. Raunar voru far- þegarnir þess skilnings að þetta væri fyrsta ferð Arctic Air Tours sem stofnað hafði verið daginn áður og yfirtekið skuldbindingar Emer- ald Air, eða kannski var þetta á þeim mörkum að áhöld voru um hvað væri hvað. Svo mikið er víst að samgönguráðuneytið íslenska vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið og dró lappirnar lengi dags með að veita flugvélinni tilskildar heimild- ir til lendingar og brottfarar - svo lengi að þegar hún loks komst í loft- ið var orðið svo áliðið kvölds að A söguslóðum Cadfaels í Shrewsbury á Englandi, fornri og fallegri borg þar sem margt er að sjá. Til hægri séð frá lesanda er vinnings- hafinn, Ævar H. Kolbeinsson, í miðju móðir hans, Guðmunda Halldórsdóttir, en til vinstri er Dorothy Nicole, leiðsögumaður í Shrewsbury. hefði vélin lent í Gatwick við London, svo sem áætlað var, hefði hún vegna reglna um hávaðatak- markanir ekki fengið að fara aftur í loftið fyrr en á nýjum degi og þá of seint til að fara í sitt næsta verk- efni. Því var lent í Manchester, þar sem henni var fyrirhugað næsta verk, en farþegunum ekið þaðan til London, þeim sem það þáðu. Þau Ævar og Guðmunda, ásamt undirrituðum sem fór með þeim í ferðina, áttu sér hins vegar ekki annars úrkosti en að taka sér gist- ingu í Manchester það sem eftir lifði nætur en héldu þaðan árla næsta morgun og náðu áætlaðri dagskrá i Shrewsbury. Allt með sama götuskipulagi Sérstakur leiðsögumaður tók þai á móti gestunum, gekk með þá um borgina og sýndi markverða sögu- staði. Löng viðdvöl var í sögusafn- inu Shrewsbury Quest og síðan haldið áfram að skoða markverða staði í borginni, svo sem Shrews- bury-kastala og gömul hús sem ætla má að höfundur Cadfael-bókanna, Ellis Peters (Edith Pargeter), hafi haft í huga er hún valdi hinum ýmsu sögupersónum heimili. Gamli hlutinn í Shrewsbury, hæðin strax handan við Ensku brúna, er enn með sama götuskipulagi og hann var á 12. öld, þegar Cad- fael-sögurnar gerast, þannig að ef bróðir Cad- fael hefði verið raun- veruleg persóna og gæti nú snúið aftur til Shrewsbury gæti hann enn ratað um borgina þó að flest sé þar nú að öðru leyti með öðrum brag. Óvæntur fundur við höfundinn Áhugaverðri dagskrá þennan dag lauk síðan með því að höfundur bókanna, Edith Parget- er, kom óvænt í síðdeg- iste með gestunum og átti með þeim notalega stund. Verið viðbúin vinningi! Daginn eftir, sunnudag, höfðu gestirnir ráðrúm til að skoða sig um að eigin vild og notfærðu sér það til fullnustu: voru árla á fótum og síð- an á ferðinni fram í svartamyrkur. Síðan nutu þeir hvíldar á því fræga Lion-hóteli sem um aldir var um- ferðarmiðstöðin í Shrewsbury, enda- og afgreiðslustaður póstvagn- anna til London. Á mánudegi var haldið til Gatwick við London, áfangastaðar Arctic Air Tours, þaðan sem eru greiðar samgöngur inn til London eða hvert sem vill. Á þriðjudegi var svo haldið heim með Arctic Air To- urs í þægilegu og tíðindalausu flugi. S.H.H. Imagery A4 litaskanni Að lokinni dagskrá var haldið í síðdegiste á The Lion Hotel í Shrewsbury, gömlu „umferðarmiðstöðinni" þar í borg. Höfundurinn, Ellis Peters (Edith Pargeter), heiðraði gestina óvænt með nærveru sinni. . Trust COMPUTER PRODUCTS Alhliða litaskanni fyrir skrifstofuna og heimilíð 1200 dpi upplausn PhotoShop LE fylgir 4 9.9 □ □ Opið «öag 10-14 Sjónvarpstölva með fullkomnum margmiðlunarbúnaði, sjónvarpi og textavarpi Star SJ-144 „Full color" lítaprentari Prentar á glærur Prentar á boli 30 blaða arkamatari Verð kr. 34.900 Tilboðsverð m/VSK: 2 4.9 □ □ l aíHi |h'v n\iða t> rir kl. 20,-W a laugai tlagiim. Odýrt mótald 14.400 Baud og ókeypís lnternetáskríft í einn mánuð! Aðeins krónur: S . 2 □ □ VÖRULISTINN Á INTERNETINU: http://www.nyherji.is/vorur/ NYHERJA SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.