Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 29
28 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 22 Ragnar Höskuldsson hefur verið bílstjóri í Króatíu og Bosníu í tæpt ár: Ragnar ásamt Andra og Anítu í Split í Króatíu. Ragnar við olíubílaflotann. íslendingar þykja með bestu bílstjórunum. Frá Mostar í Bosníu. Þar er nú hafin uppbygging. íslendingar í Split fagna 17. júní. sa En þaö er ekki alls staðar stríð í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. í borg- inni Split á strönd Króatíu, þar sem Ragnar og hinir íslensku bílstjórarn- ir þrettán, sem á þessum slóðum starfa, eru búsettir, gengur lífið sinn vanagang. Stríðinu þar er lokið og er- lendir ferðamenn eru farnir að heim- sækja staðinn á ný. Meðal þeirra hafa verið íjölskyldur íslendinganna sem starfa á þessum slóðum. „Fólk hér heima hélt að ég væri vitlaus að vera að fara með börnin á þessar slóðir. En það hefur allt verið rólegt í Króatíu í langan tima,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, eiginkona Ragnars. Hún dvaldi í sumar í Split ásamt börnum þeirra hjóna, Ragnari, Anítu og Andra. Sældarlíf á ströndinni Með börnin til Króatíu „Ég var nú reyndar sjálf í vafa um hvort ég ætti að fara. Ég var samt búin að auglýsa íbúðina okkar á leigu og hingað kom kona til að spyrjast fyrir um hana. Það vildi svo einkennilega til að hún hafði verið gift Króata og gat frætt mig um land og þjóð. Hún sagði landið ákaflega fallegt og hvatti mig til fararinnar. Ég sé ekki eftir því. Það var ákaflega gott að vera þama. Þetta var sældar- líf hjá mér. Það var mikið legið á ströndinni. Fólk hér heima er mjög undrandi þegar ég segi frá þessu,“ segir Guðrún. Hún hefur á orði að sér hafi þótt undarlegt við komuna til Króatíu að sjá hermenn vopnaða hríðskotabyss- um og bændur, sem gættu fáeinna geita, vopnaða vélbyssum. „En þetta „Við keyrum oft um svæði þar sem verið er að sprengja en þá er okkur beint inn i næstu búðir Sameinuðu þjóðanna," segir Ragnar Höskulds- son sem í tæpt ár hefur ekið olíubíl- um og flutningabílum með bryn- varða bíla á milli Króatíu og Bosníu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur ekið um vegi þar sem lík lágu á víð og dreif. „Við ókum inn í Krajina tveimur dögum eftir að Króatar létu til skarar skríða þar gegn Serbum. Það var ljótt að sjá þetta,“ segir Ragnar. Hann hefur einnig ekið um vegi þar sem umkomulaus bosnísk börn stóðu betlandi. „Það erfiðasta við starfið hefur verið að sjá eymd þess- ara barna sem virðast ekki eiga neinn að. Á einum stað, þar sem við keyrðum meðfram á, höfðu börn tjaldað á klöppum. Það virtist aug- ljóst að þau höfðu engan annan íverustað.' Daginn eftir var mikið í ánni þegar við ókum fram hjá og tjaldið var horfið. Eflaust hafa börn- in getað bjargað sér.“ börnin sem eiga engan að hafði engin áhrif á mig. Fólk var líka alveg rólegt þarna og var visst um að Serbar kæmu ekki aftur. Þeir hefðu ekki eft- ir neinu að sækjast þarna.“ Hún kveðst þó hafa verið grip- in óhug í upphafi dvalarinnar. „Það varð banaslys skammt frá ströndinni þar sem við ókum er Ragnar var búinn að sækja okkur á flugvöllinn. Franskur hermaður hafði misst stjórn á bíl sínum. Hann hoppaði út úr bílnum en lenti undir honum þegar hann fór fram af hömrum." Erfiðir vegir Vegirnir sem Ragnar ekur eft- ir í starfi sínu eru oft í miklu fjalllendi og erfiðir yfirferðar að vetrarlagi. Islendingum, Norðmönnum, Svíum og Finn- um gengur best að aka eftir þeim því þeir hafa reynslu af slíkum akstri. í bOalestunum eru fjórir til tólf bílar og ein- stöku sinnum allt upp í tutt- ugu, að sögn Ragnars. „Það er aukabíll með í hverri bílalest til aðstoðar. Einu sinni vildi ekki betur til en svo að vara- bíllinn fór út af þegar hálka var. Það voru Malasíumenn sem óku þeim bíl og þeir báðu okkur íslendingana um að aka bílnum upp á veginn aftur.“ Fann fyrir hatri Króata Ragnar hafði aldrei komið á þessar slóðir áður. Það sem kom honum mest á óvart var viðhorf Króata til starfsfólks Sameinuðu þjóðanna. „Maður varð var við hatur hjá Króöt- um. Tudjman forseti hefur alltaf viljað Sameinuðu þjóð- irnar í burtu. Hann hefur talið að samtökin hafi verið að koma í veg fyrir að Króatar næðu aftur Krajina á sitt vald. Sameinuðu þjóðirnir gerðu hins vegar ekkert þegar þeir gerðu innrás þar fyrir skömmu og eftir það breyttist viðmót Króata gagnvart okk- ur.“ Afsláttur hjá kaupmönnum En nutuð þið ekki góðs af að opnn |n|/jrí íslendingar voru fyrstir til að ... viðurkenna sjálfstæði Króa- tíu? „Jú, hjá kaupmönnunum. Þeir spurðu gjarnan hvaðan maður væri og þegar þeir heyrðu að maður væri frá íslandi buðu þeir 30 til 40 prósenta afslátt. Það var áber- andi að þeir sem voru ómenntaðir vissu ekki að íslensk stjórnvöld höfðu orðið fyrst til.“ Forsetafjöl- skyldan græðir Fjölskyldan bjó í þriggja íbúða húsi í um hálftímakeyrslu frá Split. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði húsið verið leigt ferðamönnum sem enn eru ekki orðnir jafnmargir og þeir voru fyrir stríð. Þess vegna fengu Sameinuðu þjóðirnar húsið á leigu,“ segir Ragnar. Guðrún varð vör við talsverðan vöruskort í matar- verslunum og sá hún til dæmis hvergi krydd. „Króatar framleiða ekki sjálfir krydd. Vegna peninga- skorts hafa þeir ekki getað flutt inn jafn mikið af varningi og áður. En það hefur verið haft á orði að forseta- fjölskylduna skorti ekki fé, hún sé orðin ein ríkasta fjölskylda landsins. Það er talið að hún hafi grætt á við- skiptum sínum við Sameinuðu þjóð- irnar,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort fólk hafi orðið fyrir vonbrigðum með stjórnarhætti Tudjmans forseta segir Ragnar her- mennina hrifna af honum. Almenn- ingur sé hins vegar varkár í orðum og segi sem minnst. Serbar strax vinir manns Að sögn Ragnars sjást afleiðingar stríðsins í Króatíu fyrir fjórum árum víða og í Bosníu, bæði á mannvirkj- um og fólkinu sjálfu. „Það hafa þús- undir húsa hrunið til grunna. Og fólkið er greinilega orðið þreytt á stríðinu. Þó það sé ekki stríð í Króa- tíu sjálfri eiga Króatar í stríði við Serba í Svartfjallalandi. Þeir ætla að koma í veg fyrir að Serbar geri aftur árásir á Dubrovnik sem var vinsæll ferðamannastaður. Það er litið fjallaö um þessi átök í fréttum." Ragnar tekur það fram að í raun hafi báðir stríðsaðilar ýmislegt á samviskunni. Ekki sé hægt að svart- mála Serba sem vondu mennina í þessu stríði. „Mér þykja þeir Serbar sem ég hef kynnst í Sarajevo í Bosn- íu í raun umhyggjusamara fólk en bæði Króatar og Bosníumenn. Serbar verða strax vinir manns. Það tekur langan tíma að komast inn á Króata og Bosníumenn." Stríðinu sem barist hefur verið um eru Sarajevo og Bihac. Núna eru Serbar búnir að missa Bihac og . ef þeir missa Sarajevo er stríðið búið. Þá er ekkert til að berj- ast um lengur. Þessu hefur NATO gert sér grein fyrir og því látið til skar- skríða lagfæra þrjár brýr sem höfðu verið sprengdar. Það er hafið mikið hreinsunarstarf í borginni þar sem Þjóðverjar eru með átaksverkefni. Börn í Bosníu voru einnig farin að sækja skóla í sumar. Hermenn höfðu lagt skólana undir sig í lang- an tíma. En þ a ð Drápu öll dýr Hann segir Króata eiga fjölda verk- smiðja þar sem framleiddur sé marg- víslegur varningur til útflutnings. í Bosníu lifi fólk hins vegar mikið til á Sameinuðu þjóðunum og hjálpar- stofnunum. „Það hefur í rauninni engin vinna ar Fjölskyldan sameinuð á Islandi um stundarsakir. Ragnar Höskuidsson og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt börnunum Ragnari, Anítu og Andra og heimilishundinum Hvutta. í sumar bjó öll fjölskyldan í Split í Króa- tíu nema Hvutti sem beið heima á íslandi. DV-mynd GVA Hann telur að stríðinu í Bosníu ljúki í vetur. „Það er nokkurn veginn samdóma álit hjá mönnum Samein- uðu þjóðanna þarna niður frá. Menn telja að þetta sé búið. Aðalstaðirnir Lifir í stöðugum ótta Átökin í Bosníu eru á afmörkuðum svæðum og Ragnar sá í sumar að endurbygging var víða hafin, eins og til dæmis í Mostar. „Þar er verið að hrekja þá sjálfa burt, gætu haft dýrin til matar.“ Fyrir nokkrum árum bárust fregn- ir þess efnis að friðargæsluliðar Sam- einuðu þjóðanna væru að selja striðs- hrjáðum Bosníumönnum matvæli á svörtum markaði. Ragnar kveðst hafa heyrt orðróm um þetta. „Það er misjafn sauður í mörgu fé. Þarna eru tugir þjóðar- brota. Friðargæsluliðarnir eru laun- aðir af sínum eigin ríkjum. Þarna eru kannski hlið við hlið menn sem eru með 2 þúsund dollara í mánaðar- laun og svo menn sem eru með 200 dollara í mánaðarlaun. Það má Vera að einhverjir hafi reynt að drýgja tekjurnar á þennan hátt.“ Skotið á eftir Islendingi í Króatíu og Bosníu eru um 30 ís- lendingar við störf. Auk bílstjóranna eru þar starfsmenn Rauða krossins og Hjálparstofnunar kirkjunnar, raf- virkjar, útvarpsvirkjar og símamað- ur. Islendingarnir hafa allir sloppið við árásir. Þó var nokkrum bílstjór- anna brugðið er átökin voru í Krajina. „Það var króatískur hermaður sem skaut á eftir bíl eins íslendings, sennilega skaut hann bara upp í loft- ið. Hann hefur líklega reiðst vegna þess að bíllinn sem ók á undan Is- lendingnum hafði ekið út í vegar- kant. Króatar voru ákaflega spenntir á taugum þarna. Maður þakkar fyrir á meðan ekki er skotið á olíubílana. En Króatar skjóta einnig upp í loftið þegar þeir fagna,“ tekur Ragnar fram. „Þeir gera það í afmælum og á gamlárskvöld. Þeir skjóta af byssum en engum tlugeldum." Vill kynnast fleiri löndum er lítið um það að maður sjái börn hópa sig saman. Börnum er sagt að halda sig ná- lægt heimilum sínum því að fólk lifír enn í stöðugum ótta,“ greinir Ragnar frá. verið þarna í ijögur ár. Bændur hafa helst fengið að vera í friði með sitt en það er lítið um dýr í Bosníu. Serbar drápu öll dýr á þeim stöðum sem þeir lögðu undir sig. Þeir vildu ekki að þeir hermenn, sem myndu ef til vill Ragnar hafði unnið á gröfu og vörubíl á íslandi áður en hann réð sig til starfa hjá Sameinuðu þjóðun- um. „Ég vissi að þetta var sæmilega vel borgað og ákvað að ráða mig í eitt ár til að byrja með. Ég er að hugsa um að framlengja fram á vor. Ég veit ekki um framhaldið. Þetta er talsvert slítandi. Það kæmi til greina að fara síðan til Haítí. Ég hef áhuga á að kynnast fleiri löndum. Bandaríkja- menn vilja helst fá íslenska bílstjóra til starfa því það er lítið um óhöpp hjá þeim.“ Stundum hafa hinir stríöshrjáðu notið góðs af óhöppunum. I bílalest sem Ragnar ók í velti Jamaíkamaður olíubil sem í voru 17 þúsund lítrar. „Múslímar voru ekki lengi að koma með öll tiltæk ílát til að verða sér úti um olíu og áður en lauk voru bara eftir 2 þúsund lítrar í bílnum," segir Ragnar. Erfiðast að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.