Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Page 30
afmæli Dagblaðsins
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
Ómar Valdimarsson, Ásgeir Tómasson og Helgi Pétursson kynntu og stjórnuðu verðlaunaafhendingu vegna vin-
sældavals Dagblaðsins og Vikunnar á Stjörnumessum. Hér sjást þeir Ásgeir og Helgi. DB-mynd Ragnar Th.
Dagblaðið bryddaði upp á mörgum nýjungum:
Stjörnumessur urðu stór-
hátíðir poppstjarnanna
Ein af þeim nýjungum sem brydd-
að var upp á í Dagblaðinu var
Stjörnumessa blaðsins, þar var stað-
ið að vinsældavali tónlistarmanna
og vali á besta sjónvarps- og út-
varpsþætti ársins á undan. Fyrsta
Stjörnumessan var haldin árið 1978
og var hápunktur vinsældavalsins
dansleikur og borðhald þar sem úr-
slitin voru gerð heyrinkunn.
„Þetta byrjaði með vinsældavali
Dagblaðsins og Vikunnar. Þegar við
Halldór Ingi Andrésson, sem rekur
Plötubúðin við Laugaveg, vorum
komnir af stað með það þá fékk, að
ég held, Helgi Pétursson, sem þá var
blaðamaður á Dagblaðinu, þá hug-
mynd að við yrðum aö halda gala-
kvöld til að kynna úrslit vinsælda-
valsins, líkt og grammy- og ósk-
arsverðlaunahátíðirnar, og það þró-
aðist í þessa Stjörnumessu," segir
Ásgeir Tómasson, fréttamaður á
Ríkisútvarpinu og fyrrum blaða-
maður á Dagblaðinu, en Ásgeir var
ásamt Helga Péturssyni, Ómari
Valdimarssyni og Jóhannesi Reyk-
dal umsjónarmaður Stjörnu-
messnanna um skeið.
Spilverkið á toppnum
Hljómsveit, söngvara, söngkonu,
plötu, lagi, hljóðfæraleikara, laga-
smið, textasmið, sjónvarpsþætti og
útvarpsþætti voru veitt verðlaun
fyrstu tvö árin en tveir síðastnefndu
flpkkamir voru felldir út eftir það.
Aukinheldur voru veitt verðlaun
fyrir bestu hljómsveitina, söngvar-
ann, söngkonuna, lagasmiðinn,
hljóðfæraleikarann og plötuna af er-
lendum vettvangi til'að byrja með.
Fyrsta árið sópaði til dæmis Spil-
verk þjóðanna verðlaununum til
sín. Þótti það besta hljómsveitin,
var með bestu söngkonuna, bestu
plötuna, Sturla, og átti besta lagið,
Sirkus Geira Smart. Björgvin Hall-
dórsson var kosinn besti söngvar-
inn, Gunnar Þórðarson besti hljóð-
færaleikarinn og lagasmiðurinn og
Mégas besti textasmiðurinn. Besti
sjónvarpsþátturinn var valinn Und-
ir sama þaki, sem Egill Eðvarðsson,
Hrafn Gunnlaugsson og Björn G.
Björnsson stóðu að. Besti útvarps-
þátturinn þótti hins vegar Lög unga
fólksins í umsjón Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur, nú alþingismanns.
Árið eftir átti annar þingmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson og
Ijálmar Árnason, sá þriðji, eftir að
-ína til verðlauna í síðast nefnda
knum.
'iun í netpoka
hátíð skipaði mjög stóran
num tíma og var sprottin
iamkeppni Dagblaðsins og
nlistarmenn höfðu til dæm-
inan vettvang til að hittast
rshátíðir FÍH og þeim sem
yngstir, en eru nú orðnir
i menn, þóttu þær hálfhall-
Seinna, þegar nýbylgjan
um, henti eiginlega það
sama Stjörnumessuna. Þegar Utan-
garðsmenn sópuðu til sín verðlaun-
um árið 1981 þá neituðu þeir að
mæta. Einar Öm Benediktsson, sem
þá var umboðsmaður Utangarðs-
manna, kom hins vegar fyrir hönd
hljómsveitarinnar, sem hafði verið
að spila á Hótel Borg sama kvöld á
svokallaðri „Stjömuklessu" og hirti
öll verðlaunin og fór með þau í eins
konar netpoka á bakinu. Mér er sagt
eftir á að Magnús Stefánsson,
trommuleikari hljómsveitarinnar,
hafi neitaði að koma, hinir hefðu
allir veriö á því að mæta, en í anda
stjórnleysis, sem var hátt skrifað, þá
réð hann. Megas, sem hirti verðlaun
fyrir bestu textana í mörg ár, kom
þó alltaf og ég tek eftir því að í bók-
inni Samtíðarmönnum hafa menn
séð ástæðu til að láta þess getið ef
þeir unnu til verðlauna á Stjömu-
messunum. Þannig að menn litu á
þetta sem alvöru sem það og var.“
Ásgeir segir að í sumum flokkun-
um hafi verið fáir sem til greina
komu. Sérstaklega hvað varðar út-
varps- og sjónvarpsflokkana en
einnig nefnir hann söngkonuflokk-
inn:
„Þetta voru einhverjir fimm þætt-
ir sem voru að fá stig í kosningunni
þannig að það var ekki um auðugan
garð að gresja. Reyndar, ef maður
Ásgeir er enn í fréttamennskunni
og hamrar nú á töivur fréttastofu
Útvarps en finnur sér þó tíma til að
sinna tónlistargagnrýni fyrir DV.
DV-mynd GVA
lítur yfir flóruna nú, þá eru ekki
margir útvarpsþættir i gangi. Þetta
eru mest plötusnúðar að spila plötur
og segja hvað klukkan er. Það vant-
ar dálítið dagskrárgerðina. Ég man
líka að það var oft á mörkunum að
það tækist að fylla hóp söngkvenna.
Þetta voru helst Diddú, Linda, Ragn-
hildur Gísladóttir og Ellen var að
koma inn. Síðan voru Rut Reginalds
og Katla María að fá stig en þær
voru enn á barnsaldri þarna."
Breyttir tímar
Seinasta Stjömumessan var hald-
in árið 1983. Síðustu tvö árin var
messan haldin í nýjum salarkynn-
um veitingahússins Brodway í
Mjódd. Tíðarandinn var orðinn allt
annar en nokkrum árum fyrr og
skyndilega var orðið óflnt að aug-
lýsa sjálfan sig og taka þátt í glans-
hátíðum. Nýstirni hættu aö koma á
hátíðina og urðu það endalok
Stjörnumessnanna. Hugarfar sömu
einstaklinga er þó mikið breytt því í
dag víla þeir ekki fyrir sér að taka
þátt í hátíðum af sama tagi og
Stjömumessumar voru.
-PP