Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 34
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 42 mttir Fjörutíu þúsund króna kostnaðargreiðslan til þingmanna: Aðeins hluti afflóknu kostnaðargreiðslukerfi - þingfararkaupslögin voru afgreidd með afbrigðum á 4 klukkustundum i vor Það vekur nokkra furðu að þjóðin skuli vakna upp við það á haustdög- um að alþingismenn séu að fá 40 þúsund króna kostnaðargreiðslu samkvæmt lögum frá í vor. Þegar þingfararkaupslögin voru afgreidd, um miðjan júní síöastliðinn, var mik- ið um þau íjallað í fjölmiölum og þá ekki síst í DV þar sem margar fréttir af málinu voru skrifaðar. Það má líka minna á að þegar þingfararkaups- frumvarpið var til umræðu á þingi bentu kvennalistakonur á að greinin um kostnaðargreiðsluna, en upp- hæðin 40 þúsund krónur var þá ekki enn ákveðin, byði þeirri hættu heim að fólk liti á þetta sem dulda kaup- hækkun. Það hefur nú komið í ljós að spá þeirra rættist. Það sem fólk er nú að hrökkva upp við lá allt fyrir um miðjan júní. Það tók ekki nema 4 klukkustundir fyrir þingmenn að afgreiða þingfarar- kaupslögin í gegnum 3 umræður með afbrigðum. Shkur var hraðinn á máhnu á síðasta degi þingsins í júní. Formenn þingflokkanna fluttu frum- varpið en þingmenn Þjóðvaka tóku ekki þátt í flutningi þess og sátu hjá við afgreiðslu þess. Hluti af stærra dæmi Þessi grein laganna um ótilgreindan kostnað upp á 40 þúsund krónur á mánuði er aðeins hluti af miklu meiri greiðslum til alþingismanna og flóknu kostnaðargreiðslukerfi þeirra. Formenn þingflokkanna, sem voru flutningsmenn frumvarpsins, báru ákvæðið um skattfría kostnaðar- greiðslu undir bæði ríkisskattstjóra og fjármálaráðherra sem mæltu með því að þessi leið yrði farin. I þingfararkaupslögunum var ákveðið að þingmenn fengju fæðing- arorlof á fullum launum sem er ann- að en almenningur fær. Laun þing- forseta voru hækkuð í sömu upphæð og ráðherralaun auk þess sem hann fékk bifreið og bifreiðarstjóra. For- menn þingflokka og nefnda fá auka- greiðslur. Samkvæmt frumvarpinu fá þing- menn greiddan ferðakostnað innan eigin kjördæmis. Reykjavíkurþing- menn fá 18 þúsund krónur á mán- uöi, Reykjanesþingmenn 24 þúsund krónur en þingmenn allra annarra kjördæma fá 31 þúsund krónur á mánuði. Þá fá þingmenn sem feröast um annað kjördæmi ferðakostnað greiddan auk dagpeninga. Þingflokk- ar geta farið hvert á land sem er og haldið fundi og fá allan ferða- og uppihaldskostnað greiddan. Lands- byggðarþingmenn fá ferðakostnað frá heimih sínu til þings greiddan og þeir fá húsnæðisstyrk. Þingmenn í nágrannakjördæmum, sem ferðast á milh heimihs og þings daglega, fá þann kostnað greiddan. Þingmenn hafa frían síma og Alþingi leggur þeim til bílasíma. Þessar 40 þúsund krónur í ótil- greindan kostnað eru þvi ekki nema hluti af öllu dæminu. Reiði almennings Þegar kjaradómur ákvað launa- hækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar á dög- unum fór reiðialda um þjóðfélagið. Félagar í Alþýðusambandinu höfðu samþykkt 2.700 til 3.700 króna launa- hækkun á mánuði síðastliðinn vetur. Nú fengu ráðherrar, forseti íslands og nokkrir æðstu embættismenn landsins launahækkun hjá kjara- dómi sem nam nærri mánaðarkaupi verkafólks. Alþingismenn fengu ekki mikla launahækkun hjá kjaradómi en þá rifjaðist upp fyrir mönnum þeSsi þingfararkaupslög frá í vor og dæmið um 40 þúsund krónurnar var tekið út úr. Formaður kjaradóms lýsti því yfir að hann hefði ekki vitað af þess- um 40 þúsund krónum til þingmanna enda þótt 3 mánuðir séu hðnir síðan þingfararkaupslögin voru samþykkt. Alþýðusamband íslands, sem hefur látið það yfir sig ganga að ýmsir hóp- ar í þjóðfélaginu hafi fengið margfalt meiri launahækkanir en félagar í ASÍ, tók nú allt í einu við sér, hélt fjölmennan útifund og hótar uppsögn kjarasamninga verði þessar nýju kauphækkanir ekki dregnar til baka. •» 40 þúsund króna kostnaðargreiðslan: Sex þingmenn greiddu atkvæði á móti Svavar Gestsson: Þetta er kostnað- urinn við að reka Alþingi „Það eru rök fyrir þvíaðgera þetta svona. Rökin eru þau að alþingis- menn þurfa að leggja út fyrir ákveðnum kostnaði sem segja má að sé kostnaður við að reka Alþingi, eða lýðræðið í landinu. Fyrst þingmenn þurfa að leggja út fyrir þessum óumflýjanlega kostnaði vaknar sú spuring hvort þeir eigi hka að greiða skatt af honum. Þess vegna vísa ég því á bug aö alþingismenn séu þjófar. Þetta fyrirkomulag við kostn- aðargreiðsluna var borið undir ríkis- skattstjóra og fjármálaráðuneytið þegar frumvarpið um þetta var sam- ið síðasthðið vor. Menn voru því í þeirri trú að hér væri um heppileg- ustu leiðina að ræða miðað við það starf sem þingmennskan er. Hún er því miður allt öðruvísi en flest önnur störf. Menn hafa nefnt að borga eigi kostnaðinn samkvæmt nótum. Sú leið var rædd en menn komust að þeirri niðurstöðu að það væri verri leið. Kostnaðurinn sem þingmenn lenda í er mjög margbreytilegur. Ég hugsaði máhð þannig að það væri best fyrir starfslið Alþingis að greidd væri fóst upphæð. Þar með væri ekki endalaust hægt að koma með reikn- inga og nótur sem eru ef til vill á einhverju gráu svæði sem sífellt þyrfti að vera að úrskurða um. Með því að hafa fasta upphæð verður aldrei sagt að einhveijum sé hyglaö eða að sá frekasti fái mest. Menn tala líka um að greiða eigi skatt af þessari 40 þúsund króna kostnaðarupphæð. Það var mikið rætt hjá okkur við samningu frum- varpsins í vor. Menn voru á því að það kæmi auðvitað til greina en þá yrði upphæðin bara að vera hærri því kostnaðartalan var fengin sam- kvæmt reynslu. En eftir að hafa bor- iö þetta undir fjármálaráðherra og ríkisskattstjóra varð þetta lendingin. Ég er hinsvegar tilbúinn til að endur- skoða þetta allt með formönnum annarra þingflokka. En mér þykir upphlaup fjármálaráðherra nú dáht- ið skrýtið,“ segir Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Valgerður Sverrisdóttir: Tel að við höfum gert rétt með lagasetningunni „Ég tel að við höfum gert rétt með þessari lagasetningu. Eitt af aðalatr- iöunum varð- andi breyting- arnar semgerð- ar voru var að taka út ýmislegt sem í lögunum var og við töldum vera orðið gamalt og ætti ekki viö í nútímanum. Það hefur hvergi komið fram að það var fellt út ákvæði um greiðslur sem kallaöar voru fæðispeningar til landsbyggöar- þingmanna. Eins var tekið út að lög- heimili væri skhyrði fyrir því menn fengju greiðslur sem landsbyggðar- þingmenn og ýmislegt fleira var tek- ið út úr lögunum. í rauninni er það ekki nýtt að þingmenn fái greiddan kostnað og borgi ekki af því skatt. Þannig hefur það verið með ferðir landsbyggðarþingmanna um kjör- dæmi sitt. Það er auðvitað hægt að gera þetta á þann veg að fólk fram- vísi reikningum fyrir kostnaði. Ég verð að segja það að mér þykir sú gagnrýni sem komið hefur fram á okkur þingmenn vegna þessa máls heldur dapurleg á köflum. Það hefur heldur ekki verið allt til fyrirmyndar sem sagt hefur verið opinberlega um máhð. Það verður ef til vill kahaður hroki hjá mér en ég tel að launamál þingmanna eigi ekkert að vera til umræðu. Spumingin er bara sú hvort þjóðin vill að það séu fulltrúar frá sem flestum starfsstéttum á þingi eða ekki. Ef það verður þannig að laun þingmanna séu miklu lægri en hjá ýmsum stéttum í þjóðfélaginu eða ýmsum einstaklingum sem æski- legt er fyrir þjóðfélagið að fá á þing, þá fæst þetta fólk ekki til aö taka sæti á Alþingi og stórlækka við það í launum,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Þingfararkaupslögin voru sam- þykkt sem lög frá Alþingi 15. júní síðastliðinn sem var síðasti starfs- dagur þingsins fyrir sumarleyfi þing- manna. Lögin voru samþykkt eftir 3. umræðu með 38 atkvæðum, 5 sátu hjá en 20 þingmenn voru fjarstaddir. En við 2. umræðu voru greidd at- kvæði við hinar ýmsu greinar frum- varpsins. Þar á meðal voru greidd atkvæði við 9. greinina sem íjallar um skattfría kostnaðargreiðslu til þingmanna sem síðar var ákveðin 40 þúsund krónur. Þegar greidd voru atkvæði við þá málsgrein 9. greinar sem fjallar um þessa kostnaðar- greiðslu voru eftirfarandi þingmenn samþykkir henni: Arnbjörg Sveins- dóttir, Ámi R. Árnason, Árni John- sen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíö Oddsson, Égih Jónsson, Finnur Ingólfsson, Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjáns- son, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Guörún Helgadótt- ir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Hahdór Blöndal, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, ísófur Gylfl Pálmason, Jón Baldvin Hannibals- son, Kristinn H. Gunnarsson, Kristín Geir H. Haarde: Hefðum þurft að kynna málið betur „Ég held að það hafi verið fuh rök fyrir þessum breyt- ingum á þingf- ararkaupslög- unum þegar í þetta var farið í vor. Það má ekki gleyma því að það voru felldar niður ýmsar greiðslur á móti þessari umdeildu kostnaðargreiðslu. Meðal annars var fehd niður rúmlega 50 þúsund króna skattfrí greiðsla th utanbæjarþingmanna yfir þingtím- ann. Auk þess var svo breytt ýmsu, Ástgeirsdóttir, Magnús Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur G. Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ólafur Öm Haraldsson, Páh Péturs- son, Pétur H. Blöndal, Ragnar Arn- alds, Sighvatur Björgvinsson, Sigríð- ur A. Þórðardóttir, Sólveig Péturs- dóttir, Stefán Guðmundsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Sturla Böövars- son, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Eghsson og Össur Skarphéðinsson. Á móti málsgreininni greiddu at- kvæði: Ágúst Einarsson, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Kristín Halldórsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Ögmundur Jónasson. Guðný Guðbjömsdóttir greiddi ekki atkvæði. Fjarstaddir voru: Einar Oddur Kristjánsson, Gísli Einarsson, Guð- mundur Bjarnason, Guðmundur Árni Stefánsson, Halldór Ásgríms- son, Hjörleifur Guttormsson, Ingi- björg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson, Kristján Pálsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sif Frið- leifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Þorsteinn Pálsson. svo sem ákvæðum um lögheimili manna og fleiru sem var orðið úrelt. Að mínum dómi var verið að gera lögin eðlhegri og nútímalegri. Þaö má deha um það hvort menn hafl hitt á hina einu réttu útfærslu á þessu öllu saman. Það verða menn þá bara að skoða í rólegheitum. Ég verð að játa að ég er dálítiö hissa á því hve viðbrögðin í þjóðfélaginu nú eru hörð. Auk þess hefur margt af því sem fram hefur komið verið vhlandi og sumt beinlínis rangt. Það má ef til vhl segja að máhð hafi ekki verið nægjanlega vel kynnt af okkar hálfu. En eins og ég sagði áðan vor- um viö að henda úreltum atriðum út og koma á jöfnuði meðal þing- manna þannig að sérstaða lands- byggðarþingmanna er minni eftir en áður enda þótt þeir ættu ekki að tapa á breytingunni. Staða annarra þing- manna hefur hins vegar batnað,“ segir Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Sjálftaka alþingismanna á skattfríum kostnaðargreiðslum: Þarf engan sérfræðing til að sjá siðleysið - segir Mikael Karlsson, dósent í heimspeki „Það þarf engan sérfræöing th sjá að þessi gerningur þingmanna er sið- laus. Þáð hljóta að eiga ghda sömu reglur um stjómendur landsins og þegnana. Hér hefur á liðnum árum sífeht verið talað um þjóðarsátt í kjaramálum og maður hlýtur að spyrja hvort sú þjóðarsátt eigi bara við almenning en ekki stjómendur landsins. Enda virðist siöferðis- kennd fólks freklega misboðið,“ sagði Mikael Karlsson, dósent í heimspeki, og kennari í siðfræði við Háskólann, um sjálftöku alþingis- manna á 40 þúsund króna skattfríum kostnaði. Hann tók hins vegar fram að al- þingismenn hér á landi væm ekki hálaunaðir og að þessi aðferð við að hækka launin sé ekki sér íslensk. „Það virðist vera stefna hér á landi að fela launagreiðslur sem er mun alvarlegra má frá siðferðislegum sjónarhól. Fastalaun em thtölulega lág en síðan koma ofan á þau ahs konar aukagreiðslur og þetta virðist gilda um allar stéttir á Islandi. Vegna þessa er afar erfitt að fjalla af viti um laun manna á íslandi. Ég tel að þessi feluleikur með launin sé mjög slæmur fyrir alla. Eins er það ekki algengt í öðrum löndum að vera í mörgum störfum. Háskólakennari í nágrannalöndum okkar fær ekki að vera í nema einu starfi, annað er ólöglegt en hér er þetta sjálfsagður hlutur," sagði Mikael. Hann benti einnig á dagpeninga- kerfið þjá ráðamönnum þjóðarinnar. „Þeir fá fuha dagpeninga á feröa- lögum en þeir fá líka allan kostnað greiddan. Dagpeningamir eru bara launauppbót. Þetta er gott dæmi um þennan sphlandi feluleik. Aðrir sem ferðast á vegum fyrirtækja og fá dag- peninga þurfa að nota þá til að greiða fyrir gistingu og fæði,“ sagði Mikael Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.