Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Qupperneq 47
lyV LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
55
Peugeot 505 GTi '86 til sölu, ekinn 120
þús. km. Gott eintak, einn með öllu.
Verð 520 þús. Upplýsingar í síma
567 2217, Valborg.
Chrysler Cordoba ‘79, 8 cyl., 360 cc vél,
ekinn 88 þús. mílur, allt rafdrifið.
Skipti koma til greina. Upplýsingar í
síma 557 4929 eða 853 7095.
Opel Omega, árg. 1987, sparneytinn,
þýskur eðalvagn, mjög vel með farinn,
gott ástand, skoðaður ‘96, ekinn 125
þús. km. Upplagður fjölskyldubíll. Verð
690 þús. Uppl. í síma 566 6349.
Chevrolet Monza, árg. ‘87, nýskoðaöur.
Gott verð. Uppl. í síma 564 3604.
Toyota double cab, árg. ‘91, til sölu, upp-
hækkaður, lækkað drif o.fl. Skipti
möguleg á ódýrari. Verð 1.780.000.
Upplýsingar í síma 421 5730.
Til sölu Volvo 480 ES ‘87, dekurbíll.
Verð 750 þús., skipti á dýrari.
Upplýsingar í síma 588 2908.
Jeppar
Til sölu LandCruiser 1995 VX, ekinn
18.500 km. Bíllinn er sjálfskiptur, sól-
lúga, geislaspilari, ABS-bremsur o.fl.
Litur: tvílitur grár. Bíllinn er til sýnis í
Seljugerði 4, Rvík, þriðjud. 19. sept.
Skrifleg tilboð óskast á sama stað fyrir
fimmtud. 21. sept. Hugsanlegt að taka
ódýrari bíl upp í. Nánari uppl. í síma
553 1322.
Ford Bronco XLTII ‘86, 36” dekk, ný vél
‘94, ekinn aðeins 20 þús mílur, dráttar-
kúla, kastarar, aukatankur, læst drif,
loftdæla o.m.fl., verð 1150 þús., skipti
dýrari/ódýrari, skuldabréf kemur til
greina. Uppl. í síma 588 2227.
Suzuki Fox SJ-413, árg. ‘86, ekinn 59
þús. km, 1300 twin cam vél, 16 v., upp-
hækkaður og mikið breyttur, t.d. niður-
gír, lækkuð hlutfóll, tvöfalt rafkerfi,
veltigrind, Recaro-stólar, 105 1 bens-
íntankur o.fl. o.fl. Nánari upplýsingar í
síma 554 6726.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRA0A A,
VALDA ÞÉR SKABA!
||UMFEROAR
Til sölu Volvo Lapplander, ekinn 86.000,
í mjög góðu standi. Skoðaður, nýleg
dekk, innréttaður með svefnaðstöðu og
gashellum. Góður ferðabíll. Verð
290-330.000. Uppl. í síma 565 6077.
Toyota 4Runner ‘88, V6, 3000i, 5 gíra,
bemsk., cruise control, rafdr. rúður,
samlæs., ek. 75 þ. km. topplúga, velti-
stýri, upphækkaður um 2”, 31” dekk,
álfelgur, stigbretti, brettakantar. Gull-
fallegur. V. 1.490 þús. S. 565 8586.
Willys CJ7, árg. ‘79, til sölu, 304 AMC, 8
cyl., læstur framan og aftan, vel breytt-
ur, 36” dekk. Tilboð, öll skipti koma til
greina. Uppl. í síma 588 7093.
Rúllubaggaskeri sem
getur valdið byltingu
Daniel Ólafeson, DV, Akranesi:
Eiríkur Óskarsson, vélvirki og
uppfinningamaður á Akranesi, starf-
ar nú að því að fullvinna vél sem
hann hefur hannað. Talið er að þessi
uppfinning - rúllubaggaskeri - eigi
eftir að valda byltingu í heyverkun
bænda. Fréttaritari DV ræddi nýlega
við Eirík um uppfinningu hans.
„Hugmyndin að baki skeranum er
komin frá því að ég var með hesta
og þurfti að gefa þeim fóður. Ég
keypti mér heybaggarúllur og var í
miklum vandræðum með að ná rúll-
unni í sundur. Var hoppandi á þessu
inni í hlöðu með gamla heyskerann.
Sá þótti undratæki fyrir 60 árum en
áður var notuð svokölluð heynál. Þá
fór ég að skoða hvemig menn fara
að með 30 kúa bú og fór að huga að
möguleika að gera eitthvað í málinu.
Útkoman er þessi vél sem ég hef
hannað. Ég sýndi bónda hér við
Akranes gripinn og hann sagði að
það væri stórkosflegt að fá eitthvað
sem gæti létt þessa vinnu.
Þá útbjó ég riss og fór til Hvanneyr-
ar í bútæknideildina og bað um áht.
Þeir höfðu áhuga og út úr því kom
hugmynd um að gera eina svona
vél.“
- Hefuröu sótt um einkaleyfi?
„Reyndar er það ekki alveg frá-
gengið en mér skilst að það sé komið
á það stig að það þoh dagsins ljós.
Eftir því sem þeir hjá bútæknideild-
inni segja þá eru bændur ákaflega
vel tækjum búnir allt þar th kemur
að gjöf í þessu formi verkunar, rúllu-
bagginn og rúllubaggaskerinn, og
þessi tækni við verkun á heyi virðist
vera búin að ná fótfestu og verður
varla annað notað í náinni framtíð".
- Hefurðu sótt um styrk út á véhna?
„Byggðastofnun hefur veitt 300
þús. kr. styrk út á verkefnið og mun
það duga fyrir stórum hluta efnis.“
Eiríkur segir að ef rúllubaggasker-
inn lukkist þá sé það engin spurning
að hann þurfi að bæta við sig fólki
enda er full þörf á að bæta atvinnu-
ástandið á Akranesi. Eiríkur hefur
rekið vélsmiðju undanfarin fimm ár
og hann segir að það sé tröppugangur
í rekstrinum. Stundum mikið að gera
og lítið þess á milli.
Eiríkur Oskarsson við teikningu af rúliubaggaskeranum.
DV-mynd Daníel
Gullmoli.
Rauður Cherokee Laredo, árg. ‘88,
41, 4ra dyra, sjálfskiptur, með öllu, inn-
fluttur ‘92. Upplýsingar í símum 557
8695 og 854 3204.
Toyota Hilux, árg. ‘93, ekinn 33 þús.,
upphækkaður. Toppbíll. Til sýnis í
Bílahöllinni, sími 567 4949.
Nissan Patrol ‘92, ekinn 66 þús.,
upphækkaður á 33” dekkjum, geisla-
spilari, air condition o.fl. Asett verð 3,1
millj. Úppl. í síma 893 4455.
Útsala, útsala, útsala.
Blaser ‘74, mikið endumýjaður, í góðu
lagi, 350 cc. vél, mjögöflug, 4 gíra, bein-
skiptur, Uppl. í síma 551 3346.
Cherokee Pioneer ‘84, 8 cyl., sjálf-
skiptpr, 33” dekk, 800 þús. stgr. Skipti
á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma
896 5225 eða 562 4893.
Ch. Suburban, árg. ‘82, 38" dekk, verð
500 þús., skipti möguleg á dýrari jeppa.
Uppl. í síma 585 1737 eða 892 3898.
Ford Bronco ‘79, ekinn 140 þús. km.
Einn eigandi til júní ‘95. 351 m, C6, NP
205, 44,9”, nýleg 33” dekk. Gott ástand.
Verð 180 þús. stgr. Upplýsingar í síma
5542599 eða855 0285.
Toyota double cab, árg. ‘91, til sölu, ek-
inn 81 þús., raflæsing, 5,70 DR, 36”
dekk + álfelgur o.fl. Upplýsingar í síma
468 1197. Ásgeir.
Vörubílar
Til sölu mjög góöur bíll og vagn, tilbúinn
í vikurflutninga. Scania 6x4 142 ‘87,
ek. ca 700 þús. Skoðaður ‘96. Vagn frá
Vélsm. Sigurðar, loftpúðavagn ‘94,
skoðaður ‘96, með gámafestingum fynr
20 fet. Mjög góð eintök. Möguleiki að
selja í sinn hvoru lagi. Uppl. hjá
Bílasölunni Hrauni, s. 565 2727.
Nýtt
kvöldverðartilboð
15/9 - 21/9
Grafin bleikja
á grænu beði
Nautaframhryggj arsneið
með grænpiparsósu
og bökuðum kartöflum
Sælgætisterta
kokksins
Kr. 1.995
Hagstæð hádegisverðartilboð
alla virka daga
^—' Laugavegi 178,
^ s. 588 9967
ENSKA ER OKKAR MÁL
SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ
Ný námskeið að hefjast, með
áherslu á talmál.
Bæði fyrir byrjendur og lengra
komna.
Enskuskólinn
Túngötu 5 - Sími 552 5330